18.3.2014 | 11:32
#björk #náttúra #gætagarðsins
Mér finnst pínkulítið merkilegt að tíst stórstjörnunar Russel Crowe sæti tíðindum.
Jú hann minnist nú reyndar á Ísland, og minnimáttarkennd okkar veldur því að við kippumst við af gleði í hvert skipti sem frægir útlendingar segja nafn fósturjarðarinnar.
Tístið er tengt frumsýningu á Nóa Aronofskys í kvöld.
Þess er reyndar ekki getið í fréttinni af tístinu að frumsýningin er í samvinnu við Björk Guðmundsdóttur og íslensk nátturuverndarsamtök.
Í kvöld verða nefnilega stórtónleikar í Hörpu, þar sem Björk, Patti Smith, Highlands, Of Monsters and Men, Samaris, Retro Stefson, Björk, Mammút og Lykke Li koma fram.
Það er glæsilegt framtak og lofsvert.
Hins vegar er umfjöllun mbl.is um þennan stórviðburð heldur rýr. Eina umfjöllunin var 3. mars síðastliðinn, reyndar ágæt grein Halls M. Hallsonar (sjá neðst).
-------
Varðandi titil pistilsins. Svona hroði mun ekki endurtaka sig, því mér finnst tístíska ljótasta tungumálum nútímans. Ég vil ekki leggja alla ábyrgðina á herðar tölvunarfræðinga, en þeir mættu stundum spá í samfélagsleg áhrif verka/brandara sinna.
Náttúruverndarsamtök Íslands Gætum garðsins
Sjónmál 14. mars 2014. Stopp! Gætum garðsins
Mynd Arnar Pálsson. Ofan á Esjunni 2010.
![]() |
Crowe sendir kveðju til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2014 | 18:34
Málstofa um erfðatækni í víðu samhengi
Laugardaginn 15. mars kl. 10.30-16.30 í stofu 220 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Erfðatækni hefur verið í örri þróun síðustu ár og er nú orðið ómissandi tæki í margskonar grundvallarrannsóknum í lífvísindum. Hún hefur einnig verið hagnýtt í læknisfræði, landbúnaði og iðnaði. Mikil átök hafa orðið um hvort rétt sé að sleppa erfðabreyttum lífverum út í umhverfið og nýta afurðir sem unnar hafa verið úr þeim. Settar hafa verið mjög strangar reglur víða um heim sem takmarka nýtingu þessara lífvera. Umræðan í samfélaginu er oft óvægin og mótast oftar en ekki af takmarkaðri þekkingu á málefninu. Í málstofunni verður farið yfir hvað felist í erfðatækni og hvernig megi nýta þessa tækni í grunnrannsóknum, læknisfræði, landbúnaði og matvælaiðnaði. Lögð verður áhersla á að fjalla um málið frá öllum hliðum og kynntir verða bæði möguleikar og takmarkanir við beitingu tækninnar, þ.m.t. hugsanlegar hættur fyrir heilsu manna og umhverfið.
Fyrirlesarar og titlar erinda:- Zophonías Oddur Jónsson, prófessor í líf- og umhverfisvísindadeild, HÍ: Saga erfðatækninnar - í stuttu máli
- Arnar Pálsson, dósent í líf- og umhverfisvísindadeild, HÍ: Erfðatækni og umhverfi í ljósi vistfræði og þróunarfræði
- Áslaug Helgadóttir, prófessor og aðstoðarrektor rannsóknamála, LbhÍ: Náttúran sér um sína eða hvað? Erfðatæknin og kynbætur nytjaplantna
- Jón Hallsteinn Hallsson, dósent í auðlindadeild, LbhÍ: Satt og logið í sveitinni Sjálfsmorð smábænda og erfðabreyttar lífverur
- Oddur Vilhelmsson, prófessor í auðlindadeild, HA: Er of gaman á rannsóknastofunni? Hugleiðingar um óbærilegan léttleika erfðatækninnar
- Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknadeild, HÍ: Hvað segir reynslan af nýtingu erfðatækni í læknisfræði okkur um hugsanlega hættu af erfðabreytingum í landbúnaði fyrir heilsu fólks?
- Eiríkur Steingrímsson, prófessor í lífefnafræði, HÍ: Vísvitandi blekkingar um áhrif erfðabreyttra matvæla á heilsu?
- Guðni Elísson, prófessor í almennri bókmenntafræði, HÍ: Deilan um erfðabreytingar í almenningsrýminu
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2014 | 11:10
Á sömu leið og risaeðlurnar
12.3.2014 | 13:03
Framleiðsla og framreiðsla vísinda
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó