Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegur vísindamaður

Jón Gunnar Bernburg hlaut hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2013. Jón Gunnar er félagsfræðingur og hefur rannsakað afbrotafræði, félagsleg frávik og skipulagsheildir.

Hann hefur birt bæði á íslensku og ensku, og stutt athugun á Google Scholar sýnir að hann hefur birt góðan fjölda greina og til hans er vitnað umtalsvert.

http://scholar.google.com/citations?sortby=pubdate&hl=en&user=cVaMdEgAAAAJ

Sú rannsókn hans sem mest er vitnað til heitir 

LABELING, LIFE CHANCES, AND ADULT CRIME: THE DIRECT AND INDIRECT EFFECTS OF OFFICIAL INTERVENTION IN ADOLESCENCE ON CRIME IN EARLY ADULTHOOD*
2003 JG Bernburg, MD Krohn Criminology 41 (4), 1287-1318

Þar segir í ágripi:

The theory predicts that official intervention in adolescence increases involvement in crime in early adulthood due to the negative effect of intervention on educational attainment and employment. Using panel data on urban males that span early adolescence through early adulthood, we find considerable support for this revised labeling approach. Official intervention in youth has a significant, positive effect on crime in early adulthood, and this effect is partly mediated by life chances such as educational achievement and employment.

Eftir því sem ég best skil ágripið, þá hefur það neikvæð áhrif á unga afbrotamenn ef gripið er til aðgerða af hálfu hins opinbera. Ég ráð fyrir því að vistun á unglingafangelsi sé dæmi um slíkt inngrip. Jón Gunnar og félagar fundu samband milli vistunar og glæpatíðni, sem styður þessa tilgátu. (Ég biðst forláts á losaralegri endursögn, athugsemdir félagsfræðinga og afbrotafræðinga væru vel þegnar).

Jón Gunnar veik að því í ræðu sinni að þetta væri í fyrsta skipti sem hvatningarverðlaunin eru veitt til félagsfræðings. Það er mjög jákvætt að mínu mati að Vísinda- og tækniráð heiðri vísindamenn úr öllum geirum. Það sem á að liggja til grundvallar er að viðkomandi standi sig vel í faginu, leggi mikilvæg lóð á vogarskálarnar og sé vandaður vísindamaður.

Ég vil óska Jón Gunnari og samstarfsmönnum til hamingju með verðlaunin.


mbl.is Jón Gunnar fær hvatningarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknablað fór í hundana

Læknablöð eru hinir virðulegustu pappírar. Þar er sagt frá nýjum uppgötvunum, teknar saman niðurstöður margra rannsókna og sérkennileg tilfelli kynnt. Allt staðlað, vandað, prófarkalesið, ritrýnt, gagnrýnt og fjarska þurrt aflestrar.

Ástæðan er sú að læknisfræði, eins og margar fræðigreinar hafa komið sér upp miklum þekkingarbanka þar sem merking hugtaka er vandlega skilgreind og vitneskjan þannig varðveitt á bærilega aðgengilegu formi.

Einstaka sinnum lyfta læknar, eða í þessu tilfelli, læknablöð sér upp. Forsíða tímarits bandarísku læknasamtakana (Journal of the American  medical association, JAMA) var í 50 ár prýtt listaverkum. En í sumar ákváðu ritstjóranir að setja æsispennandi efnisyfirlit á forsíðuna. En fyrir sérstök hefti leyfa þér sér þann munað að birta myndir á forsíðu.

Nýjasta hefti JAMA er helgað læknisfræðimenntun, og það prýðir stórfínt verk af hundalæknum að lækna hund. Einhver sagði þetta væru dýralæknar að dýralækna dýrahund, en JAMA er of virðulegt tímarit fyrir viðlíka skott-lækningar. Myndin er endurprentuð hér að neðan af vef NPR.

jama_med_ed-7aa701fd4c1af011f2dfb659fe2b7380846c92f1-s4-c85Við ritun þessa pistils var stuðst í meira lagi við frétt af vef NPR -  Medical Journal Goes To The Dogs

Reyndar hefur mér alltaf fundist hundamyndlist stórlega vanmetin, og ekki síður málverk af gulrótum. Eðalpenninn og pensillinn Richard  Scarry laumaði stórkostlegum málverkum af gulrótum inn í myndlistabækur sínar. Hver man ekki eftir gulrót í slökun úr stóru orðabókinni,  og kanínur fara í frí með gulrótina sína úr stóru bílabókinni? Ég gæfi amk 3000 krónur íslenskar fyrir fallegt málverk af gulrót, helst appelsínugulri.


Heill árgangur af vísindafólki rekinn

Fræði, vísindi og tækni standa að baki flestum framförum í mannlegu samfélagi síðustu tvær aldir. Fjölmargar skýrslur og rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif fjárfestinga í menntun, rannsóknir og tækni skilar sér, t.d. sem upplýstari samfélag, færara...

Mótmæltu niðurskurði með spurningamerkjum

Stefna Vísinda og tækniráðs fyrir 2013 - 2016 var kynnt í morgun. http://www.rannis.is/frettir/2013/11/rannsoknathing-og-afhending-hvatningarverdlauna-visinda-og-taeknirads/ Stefnan er sett á sókn á sviði vísinda og nýsköpunar, sérstaklega aukningu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband