4.12.2013 | 10:58
Stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016
Góðir íslendingar. Framtíð landsins er í húfi. Viljum við vera þjóðfélag frumframleiðenda í anda nítjándu aldar, eða nútímaleg þjóðfélag sem byggir á og hagnýtir þekkingu og tækni?
Spurningunni kann að vera svarað á Rannsóknaþingi Rannsóknamiðstöðvar Íslands
5. desember kl. 8:30-10:30 á Grand hótel Reykjavík.
Þá verður kynnt stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016. Miðað við drög að stefnunni, þá er um framsæknar hugmyndir að ræða sem miða að því að auka velferð og hagvöxt með auknum stuðningi við rannsóknir og sérstaklega samkeppnissjóði. Það er ákveðin mótsögn í því að menntamálaráðherra hyggst skera niður framlög til vísinda og tækniþróunar næstu 3 árin (sbr. fjárlagafrumvarp 2014 og meðfylgjandi greinargerð).
Dagskrá
8:30-8:50 Opnunarávarp
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra
8:50-9:20 Kynning á stefnu Vísinda- og tækniráðs 2013-2016
Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar
Sveinn Margeirsson, formaður tækninefndar
9:20-10:00 Pallborðsumræður um stefnu Vísinda- og tækniráðs
Þátttakendur í pallborði:
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Guðmundur F. Sigurjónsson, forstjóri Kerecis
Vilborg Einarsdóttir, forstjóri Mentor
Magnús Gottfreðsson, læknir og prófessor við Háskóla Íslands
Þórarinn Guðjónsson, formaður Vísindafélags Íslendinga
10:00-10:30 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs
Hilmar Bragi Janusson gerir grein fyrir starfi dómnefndar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir Hvatningarverðlaunin 2013
Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson
Skráning er á rannis@rannis.is
Ég hvet fólk til að mæta á fundinn. Sérstaklega grunnnema, framhaldsnema og nýdoktora, því það e framtíð þeirra sem hangir á spýtunni.
Við fáum e.t.v. svar við þeirri spurningu hvort að stjórnvöld vilji styðja við stefnuna með fjárframlagi, eða hvort þetta sé marklaust skrautplagg.
Áskorun vegna samkeppnissjóða.
Íslenskir vísindamenn standa að áskorun til stjórnvalda vegna samkeppnissjóða - ég hvet þá sem er annt um grunnrannsóknir, framþróun og nýsköpun til að skrifa undir.
http://www.petitions24.com/hvetjum_stjornvold_til_a_falla_fra_niurskuri_til_visinda
Ítarefni:
147 vísindamenn Til varnar rannsóknarsjóðum
Hans Guttormur Þormar Aðför að nýsköpun og hagvexti
Erna Magnúsdóttir ofl. Gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag
Arnar Pálsson Lítil von um hagvöxt, ef rannsóknum er fórnað
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2013 | 14:31
Skortur á virðingu fyrir menntun og fræðum
Niðurstöður PISA könnunarinnar er áfall, en samt fyrirséð. Teikn hafa verið á lofti í mörg ár (sumir segja áratugi), fleiri börn og unglingar eiga í miklu basli með lærdóm og lestur.
Ástæðurnar eru nokkrar, en ein þeirra er skortur á virðingu fyrir menntun og fræðum.
Þetta birtist meðal annars í launum kennara, almennum viðhorfum gagnvart menntafólki og fræðimönnum og í stefnu ríkistjórnar í vísindamálum (t.d. lágu hlutfalli fjármuna í samkeppnissjóði).
Þetta birtist einnig í afburða lélegum vísindafréttum margra miðla. Tvö nærtæk dæmi af Pressunni eru sérstaklega sláandi.
Í "frétt" frá því um helgina var því haldið fram að mannkynið hefði sprottið úr kynblöndun svíns og apa. Pressan 30. nóv - Ný kenning: Varð mannkynið til við kynblöndun apa og svína? Þar sagði m.a.
Hljómar ótrúlega en einn af virtustu erfðafræðingum heims heldur þessu fram og segir að mannkynið eigi tilveru sína að þakka að karlkyns svín hafi parast með kvensimpansa.
Það er Eugene McCarthy, hjá University of Georgia, sem heldur þessu fram en hann er einn af fremstu sérfræðingum heims í kynblöndun dýra. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að við mannfólkið eigum margt sameiginlegt með simpönsum en að margt af því sem einkennir okkur sé ekki að finna í neinum öðrum prímötum.
Zophonías Jónsson skrifaðist á við ritstjóra Pressunar, sem þurftu mjög ítarlegar fortölur áður en þeir sættust á að þessi frétt væri skólp. Þeir drógu hana til baka (eftir að rúmlega 400 saklausar sálir "lækuðu" óskapnaðinn), en hafa ekkert lært, því í gær birtist Nú verða veturnir kannski kaldari og lengri. Þar var vitnað í loftslagsafneitara - sem segir að loftslagsbreytingarnar séu náttúrulegar - þrátt fyrir að yfirgnæfandi sannanir séu fyrir því að þær séu afleiðingar mannana verka.
Orsakirnar eru við
Rætur vandans liggja hjá okkur öllum. Ég t.d. skammast mín fyrir það að hafa ekki mætt í mína eigin útskrift eftir meistarapróf (ég kaus frekar að fara í sveitina og planta trjám). En við getum unnið bug á þessari meinsemd á nokkra vegu.
- Með því að krefjast betra mennta og rannsóknarumhverfis
- Berum virðingu fyrir kennurum og fræðimönnum
- Sýnum virðinguna í verki með fjárstuðningi
- Krefjumst árangurs tilbaka, með betri kennslu og öflugu starfi
- Hættum að tala niður skólakerfið
- Hömpum jákvæðum fyrirmyndum, ekki andhetjum sem hatast út í kennarana sína
- Styðjum við rannsóknir (ekki síst í menntavísindum) með sterkari samkeppnsjóðum
Í samfélagi nútímans þarf allt að vera skemmtilegt eða hagnýtt, en menntun er oft stimpluð sem leiðinleg.
Menntun er skemmtileg. Hún finnur náttúrulegri forvitni okkar útrás, um leið og hún bætir okkur sem manneskjur.
![]() |
Niðurstöður PISA verulegt áfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2013 | 12:47
Áskorun vegna samkeppnissjóða - undirskriftasöfnun
3.12.2013 | 09:07
Ályktun um Norðlingaölduveitu og Rammaáætlun
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó