Leita í fréttum mbl.is

Hröð þróun við rætur himnaríkis

Andesfjöllin myndast við jarðskorpuhreyfingar, þegar tveir flekar rekast saman og bergmassinn hrúgast upp. Fjöllin hafa verið að hækka undanfarna ármilljarða, og það mætti segja að þau séu að færast nær einhverju ríki himnanna (ef oss er gefið skáldaleyfi).

Efst í fjöllunum, fyrir ofan hina eiginlegum trjálínu er mjög sérkennilegt búsvæði, sem kallast Páramos. Gróðurfarið sem er mjög sérkennilegt, blanda af graslendi, runnum og einstaka trjám, heillaði náttúrufræðinginn Alexander von Humboldt algerlega. Hann sagði:

Nowhere, perhaps, can be found collected together, in so small a space, productions so beautiful and so remarkable in regard to the geography of plants...

Nýleg rannsókn í opna vísindaritinu Frontiers in Genetics tekur saman gögn um þróun plantna á þessu einstaka svæði. Þau eru borin saman við gögn frá á öðrum svæðum þar sem vitað er að þróun er mjög hröð. Dæmi um slíka hraða þróun og tegundamyndun eru t.d. finkurnar á Galapagoseyjum og silfursverðin og ávaxtaflugurnar á Hawaii (sjá mynd af www.arkive.org).

  Silversword

Það sem er sláandi við niðurstöðurnar er að plönturnar á Páramos þróuðust hraðar en á hinum svæðunum. Síðan þetta búsvæði í Andesfjöllunum, myndaðist fyrir um 2.5 milljónum ára hefur þróun plantna verið mjög ör á svæðinu, sem leiddi til þessa undraverða breytileika sem heillaði Humbolt kallinn.

Annað sem er sérkennilegt við Páramas er mun kaldari staður en hin betur þekktu himnaríki á jörð, Galapagós eða Hawaii. 

Grein þessi er byggð að miklu leyti á grein eftir Carl Zimmer í New York Times - Fast-Paced Evolution in the Andes.

Ítarefni:

Madriñán S, Cortés AJ and Richardson JE (2013) Páramo is the world's fastest evolving and coolest biodiversity hotspot. Front. Genet. 4:192. doi: 10.3389/fgene.2013.00192

Fleiri myndir má sjá á www.arkive.org og upplýsingar á vef grasafræðideildar Hawaii haskóla (Hawaiian silversword alliance, UH Botany). 

Arnar Pálsson 2011 Fjölbreytni lífsins

Leó Kristjánsson. „Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?“. Vísindavefurinn 11.3.2011. http://visindavefur.is/?id=58666. (Skoðað 12.11.2013). 


Ómar í fullu fjöri

Ómar Ragnarsson hefur verið hetjan mín frá því ég var ungur drengur. Gamanvísurnar voru leiknar af hljómplötum í mínu ungdæmi, og þegar Stiklur voru sýndar í sjónvarpinu ríkti hátíðleiki og andakt á heimilinu. Amma tók úr sér fölskurnar og sagði okkur frá Vestfjörðum (jafnvel þó Ómar væri að stikla annarstaðar) og að sólsetrið væri engu líkt við Dýrafjörð.

Það var því sérstaklega ánægjulegt að æskuhetjan og umhverfisverndasinninn Ómar Ragnarsson geta opnað líffræðiráðstefnuna 2013. Hún byrjar í fyrramálið (8. nóvember) og Ómar sjálfur mun opna herlegheitin með stuttu ávarpi. Allir eru velkomnir - sjá upplýsingar neðst.

Eftir opnunina fylgir þéttur pakki af vísindum og frumum, niðurstöðum, tilgátum, rjúpum og fiskum. Á ráðstefnunni verða 108 erindi og 80 veggspjöld kynnt, af rétt stálpuðum háskólanemum og okkar reyndustu og virðulegustu líffræðingum. Slatti af útlendingum halda erindi, meðal annars einn svakalegasti prótínmengjafræðingur nútímans, James Wohlschlegel við UCLA.

Það er mjög ánægjulegt að tilkynna að Bergljót Magnadóttir, sérfræðingur á Keldum fær heiðursverðlaun félagsins fyrir glæsilegt ævistarf. Ungstirnið í líffræðinni, verður einnig kynnt á morgun.

Á fundi sem ég fór á í Chicago í sumar, þá tísti vinur minn látlaust frá ráðstefnunni. Hann tók glósur sínar af fundinum, og dreifði yfir netið. Það er í raun þrælsnjall andskoti, og etv prufa ég þetta ef hin dyggðum prýdda stjórn líffræðifélagsins heldur afmarkaðari ráðstefnu á næsta ári.

En, svo ég víki nú aftur að meginatriðinu. Ómar Ragnarsson er hetja íslenskum náttúrufræðingum, og það er okkur sönn ánægja að fá hann til að opna líffræðiráðstefnuna 2013. Ég get staðfest að Ómar hefur engu gleymt.

http://biologia.is/liffraediradstefnan-2013/dagskra/


mbl.is Ómar Ragnarsson fluttur á Eir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ríkið skerðir tækniþróunarsjóð

Það eru margvíslegar hindranir á vegi þeirra sem standa að sprotafyrirtækjum. Í nýlegri frétt mbl.is eru rakin vandamál við aðgang að áhættufjármagni og gjaldeyrishöftin. Hæstvirtur mennta og menningarmálaráðherra vegur einnig að nýsköpunarfyrirtækjum...

Camus á fáránlegt afmæli í dag

Albert Camus er eitt af stórskáldum franskra og evrópskra bókmennta. Hann var næst yngstur til að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum, og hugmyndir hans um tilgang lífsins í fáránleika veraldarinnar nutu umtalsverðrar hylli. Vegna þess að 100 ár eru liðin frá...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband