Leita í fréttum mbl.is

Dagskrá líffræðiráðstefnunar 2013

Það er með stolti sem við* tilkynnum að gengið hefur verið frá Dagskrá líffræðiráðstefnunar 2013.

Ráðstefnan hefst kl 9 þann 8. nóvember með þremur yfirlitserindum í stóra sal Íslenskrar erfðagreiningar.

James Wohlschlegel – UCLA - Proteolytic Control of Iron Metabolism and DNA Repair
Agnar Helgason – HÍ og ÍE - Dissecting the genetic history of a human population: A decade of research about Icelanders
Heiðursverðlauna erindi - tilkynnt síðar...

Á laugardagsmorgninum verða einnig tvö yfirlitserindi um mál sem varðar Ísland sérstaklega.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir – HÍ - Afturábak eða nokkuð á leið: Staða náttúruverndar á Íslandi
Þorvarður Árnason - Rannsóknasetur Höfn - Er þörf á sérstöku ráðuneyti umhverfismála á Íslandi?

divethenorth_is_silfru.jpgAuk yfirlitsernida verða 109 erindi og 81 veggspjald kynnt á ráðstefnunni, sem fjalla um margvíslegar rannsóknir á lífverum og lífríki jarðar. Myndin hér til hliðar er t.d. af kafara í Silfru. Jónína H. Ólafsdóttir mun fjalla um kortlagningu jarðfræði og lífríkisins í hraungjám og hellum Þingvallavatns. Jónína er forhertur kafari og er nýbyrjuð í þessu meistaraverkefni undir leiðsögn Bjarna K. Kristjánssyni á Hólum. Verkefnið er samt að miklu leyti hennar, og hún hefur m.a. fengið styrk frá National Geograpic Society til þess, og umfjöllun á vef tímaritsins.

Hægt að skrá sig á ráðstefnuna á vefnum til kvöldsins 7. nóv. Skráningarsíða.

Mynd er af vef Divethenorth.is. Picture © http://www.divethenorth.is.

Lífríki gjánna við Þingvallavatn

*blogghöfundur er formaður Líffræðifélags Íslands 2013-2014.


Besta blað í heimi

Meðan við bjuggum í ameríku keyptum við iðullega New York Times. Við vorum reyndar ekki með það í áskrift, en keyptum stundum helgarblaðið og kíktum næstum daglega á vefsíðuna. Þriðjudagsblaðið var í sérstöku uppáhaldi, því þar var sérlega vönduð vísindasíða. Reyndar hafa vísindasíður verið á hröðu undanhaldi í amerískum blöðum, og fyrir hverjar 300 mínútur af fréttum á kapalstöðvunum er aðeins 1 mínúta sem fjallar um vísindaleg efni.

Vegna þess að blaðið er einnig með vandað umfjöllum amerísk þjóðmál og fréttir af heimsbyggðinni, sem eru töluvert dýpri en það sem RÚV, visir.is og mbl.is bjóða upp á, þá keypti ég mér áskrift af blaðinu á netinu.

Ég held að það sé skylda þeirra sem annt er um vandaða fjölmiðlun, að kaupa áskrift af þeim miðlum sem bestir eru. Það er ekki líklegt til að stuðla að mannlegum framförum, ef maður er bara áskrifandi að þeim miðlum sem púkka upp á heimsmynd manns sjálfs, eða sem skaffa ekkert nema afþreyingu.


mbl.is Auglýsingasala skýrir tap New York Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fín grein hjá rektor HÍ

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands birti grein í Fréttablaði dagsins, undir yfirskriftinni Borðum ekki útsæðið. Þar rekur hún þá beinhörðu verðmætasköpun sem verður í Háskóla Íslands, og telur til framlag alþjóðlegra styrkja, einkaleyfi og...

Auðlindastjórnun byggð á rannsóknum

Ímyndaðu þér að þú og félagar þínir stjórni litlu landi og hafir áhuga á að nýta auðlindir þess á sem skynsamastan hátt. Nokkrir kostir standa til boða. Þú getur fengið þér góða markaðsmenn til að selja auðlindina, góða verkfræðinga til að nýta...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband