Leita í fréttum mbl.is

Besta blað í heimi

Meðan við bjuggum í ameríku keyptum við iðullega New York Times. Við vorum reyndar ekki með það í áskrift, en keyptum stundum helgarblaðið og kíktum næstum daglega á vefsíðuna. Þriðjudagsblaðið var í sérstöku uppáhaldi, því þar var sérlega vönduð vísindasíða. Reyndar hafa vísindasíður verið á hröðu undanhaldi í amerískum blöðum, og fyrir hverjar 300 mínútur af fréttum á kapalstöðvunum er aðeins 1 mínúta sem fjallar um vísindaleg efni.

Vegna þess að blaðið er einnig með vandað umfjöllum amerísk þjóðmál og fréttir af heimsbyggðinni, sem eru töluvert dýpri en það sem RÚV, visir.is og mbl.is bjóða upp á, þá keypti ég mér áskrift af blaðinu á netinu.

Ég held að það sé skylda þeirra sem annt er um vandaða fjölmiðlun, að kaupa áskrift af þeim miðlum sem bestir eru. Það er ekki líklegt til að stuðla að mannlegum framförum, ef maður er bara áskrifandi að þeim miðlum sem púkka upp á heimsmynd manns sjálfs, eða sem skaffa ekkert nema afþreyingu.


mbl.is Auglýsingasala skýrir tap New York Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fín grein hjá rektor HÍ

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands birti grein í Fréttablaði dagsins, undir yfirskriftinni Borðum ekki útsæðið.

Þar rekur hún þá beinhörðu verðmætasköpun sem verður í Háskóla Íslands, og telur til framlag alþjóðlegra styrkja, einkaleyfi og sprotafyrirtæki. Í greininn segir:

---------------------

Eftir niðurskurð fjárveitinga í kjölfar efnahagshruns, hefur rekstri Háskóla Íslands verið haldið innan ramma fjárlaga með lækkun kostnaðar og ströngu aðhaldi. Skólinn leggur einnig mikla áherslu á að sækja styrki úr samkeppnissjóðum til að tryggja framgang vísindastarfs. Árangur þeirrar sóknar byggist á markvissri uppbyggingu rannsóknastarfs við skólann undanfarin ár og áratugi.

Vísindamenn Háskóla Íslands afla nú um 1,8 milljarða króna á ári úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum, sem koma inn í íslenska hagkerfið sem gjaldeyristekjur. Styrkirnir eru notaðir til tækjakaupa, rekstrar og til að greiða laun vegna nýrra starfa. Leiðandi einstaklingar og hópar innan skólans eru í sívaxandi mæli gjaldgengir í þessari hörðu alþjóðlegu samkeppni.  

.....

Auk þessara fjármuna kemur svipuð fjárhæð í erlendum gjaldeyri inn í landið vegna þátttöku vísindamanna HÍ í verkefnum annarra innlendra stofnana og fyrirtækja. Þannig má ætla að vísindastarfsemi við skólann skapi á fjórða milljarð króna í beinar gjaldeyristekjur.

Fjárhæðir rannsóknastyrkja til HÍ úr innlendum samkeppnissjóðum eru mun lægri en úr þeim erlendu. Þannig veitti Rannsóknasjóður Vísinda- og tækniráðs samtals 416 mkr. til íslenska vísindasamfélagsins í heild árið 2012. Hlutdeild vísindamanna HÍ var 315 mkr. Þótt styrkirnir séu verulega lægri en þeir erlendu, skipta þeir sköpum, ekki síst fyrir unga vísindamenn. Verkefnin eru styrkt í harðri samkeppni og leiða til nýrrar þekkingar. Oft eru þeir grundvöllur þess að hægt sé að sækja erlent styrktarfé. 

--------------

Hér útlistar rektor ítarlega og á skýran hátt rökin fyrir því að verja samkeppnisjóði Rannís og vitanlega einnig að skerða ekki framlög til Háskóla.

Við fögnum þessari grein rektors HÍ og tökum undir málflutning hennar og ályktanir heils hugar.


Auðlindastjórnun byggð á rannsóknum

Ímyndaðu þér að þú og félagar þínir stjórni litlu landi og hafir áhuga á að nýta auðlindir þess á sem skynsamastan hátt. Nokkrir kostir standa til boða. Þú getur fengið þér góða markaðsmenn til að selja auðlindina, góða verkfræðinga til að nýta...

Segja sig úr vísinda og tækniráði

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 heggur mjög nærri vísinda og nýsköpunarkerfi Íslands. Þar er lagt til að framlag til rannsóknasjóðs verði lækkað um 200 milljónir, rannsóknanámssjóður er lagður niður, markáætlun rannsóknasjóðs fær engan pening og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband