8.10.2013 | 17:35
Vísindi sem hópíþrótt
Í dag fengu tveir eðlisfræðingar Nóbelsverðlaun fyrir Higgs-bóseindina. Í gær fengu þrír frumulíffræðingar verðlaun fyrir rannsóknir á frumubólum.
Ein spurning sem spyrja má er - hvers vegna fengu þessir þrír einstaklingar verðlaunin, en ekki einhverjir aðrir?
Svarið er viðeigandi sænsk eða norsk nefnd eða vísindaakademía velur. Tilnefningar þarf til, en meðlimir þessara nefnda og félaga eru þeir sem ákveða.
Dýpri spurning er, hvers margir mega fá Nóbelsverðlaun í hverjum flokki (efnafræði, eðlisfræði...o.s.frv.)?
Svarið í mesta lagi 3 geta fengið hver verðlaun.
Það er í hæsta máta bagalegt, því að vísindi eru ekki afrek einstaklinga, heldur hópíþrótt.
Peter Higgs og Francois Englert hafa sannarlega staðið sig vel, og uppgötvað og staðfest mörg fyrirbæri og afsannað önnur. En þeir unnu ekki einir.
Higgs bóseindin var ekki fundin af tveimur köllum sem voru að leika sér með flugdreka í þrumuveðri. Eindin fannst eftir margra ára starf hundruða einstaklinga við nokkrar stórar stofnanir í Evrópu.
Það er veruleiki vísinda í dag, þau eru hópvinna sem krefst annara eiginleika en prýddu snillinga fortíðar.
Tilhögun Nóbelsverðlaunanna endurspeglar vísindalega fornöld, þegar sérvitrir snillingar grúskuðu í einrúmi og hrópuðu Eureka um miðja nótt.
Vísindi þarfnast því bæði góðs fólks og góðrar umgjörðar. Umgjörðin samanstendur af bærilegum tækjakosti og húsnæði, en ekki síst fjármagni til að standa undir launum nemenda og aðstoðarmanna, sem og efniskostnaði. Rask á umgjörð vísinda þýðir tap á þekkingu og hægir á þroskun nýrra vísindamanna.
Hugmyndir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014, um 260 milljón króna lækkun á framlögum til rannsóknasjóðs Rannís er í ekki rask heldur aðför að umgjörð vísinda hérlendis.
Ítarefni:
The Guardian 8. okt. 2013 Jon Butterworth 'Nobel falsely promotes view of lone genius'
Niðurskurður í grunnrannsóknum
![]() |
Verðlaunaðir fyrir Higgs-bóseindina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2013 | 12:31
Nóbelsverðlaun fyrir bólur, þ.e. frumubólur
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði og lífeðlisfræði voru tilkynnt núna fyrir stundu.
Þau hlutu þrír bandaríkjamenn, fyrir rannsóknir á kerfum sem stýra flutningi um frumur, með vökvafylltum bólum (For elucidating the machinery that regulates vesicle transport through the cell.)
Verðlaunhafarnir eru:
James E Rothman, Yale University
Randy W Schekman, Berkeley
Thomas C Südhof, Stanford University
Randy Schekman notaði sveppafrumur til að finna stökkbreytingar sem röskuðu flutningi um frumuna. Hann fann að vissir erfðagallar leiddu til þess að bólur söfnuðust upp á vissum þrepum ferlisins.
James E Rothman fann og rannsakaði prótín sem gera bólunum kleift að bindast við ákveðnar himnutr. Þetta gerir frumunni t.d. kleift að senda ákveðnar bólur beint að ytri himnu frumunnar, og losa þannir farm sinn út í umhverfið.
Thomas Südhof fylgdi í kjölfarið og rannsakaði hvernig svona frumulosun virkar í taugafrumum. Hann leitaði að og fann prótín sem bregðast við auknum styrk kalsíumjóna.
Ef þetta hljómar ekki mjög læknisfræðilegt, þá er það vegna þess að niðurstöðurnar eru það ekki. Þetta eru í raun Nóbelsverðlaun í frumulíffræði, rétt eins og verðlaunin í fyrra voru í raun fyrir þroskunarfræði.
Þetta eru grunnrannsóknir, sem síðan er hægt að nota til að skilja marga sjúkdóma og aðra líffræði.
Ítarefni:
The Guardian 7. okt. 2013 Nobel Prize in Physiology or Medicine 2013 live blog
The New York Times 7. okt. 2013 3 Biologists at U.S. Universities Win Nobel in Medicine
Fyrirtaks viðtal við Helgu Ögmundsdóttur í Sjónmáli Smátt en flókið flutningakerfi frumunnar
Vísindi og fræði | Breytt 8.10.2013 kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2013 | 14:39
Nauðsynleg viðspyrna við framleiddum ótta
3.10.2013 | 13:29
Niðurskurður í grunnrannsóknum
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó