8.8.2013 | 14:18
Innflutt sköpunarhyggja
Íslenskir sköpunarsinnar eru frekar fáir, en þeir kunna ensku og þýða samviskusamlega kjaftæði sem framleitt er af amerískum sköpunarsinnum.
Ég hef ekki orðið var við eina einustu röksemd íslenskra sköpunarsinna, sem er frumleg ný gagnrýni á þróunarkenninguna. Í það heila eru þetta allt saman endurnýting á gömlum einföldum fullyrðingum, sem búið er að hrekja fyrir langa löngu.
Frosti og Máni í Harmageddon hafa oftar en ekki hjólað í íslenska sköpunarsinna, og af því tilefni kölluðu þeir undirritaðan í viðtal í morgun. Mest fór púðrið í að svara einstaka fullyrðingum eins íslensks sköpunarsinna, sbr. tengil á viðtalið hér að neðan.
En mér finnst mikilvægast að árétta, að jafnvel þótt að sköpunarsinnar bregði fyrir sig fáguðu orðfæri og vitni í greinar, staðreyndir og tölur, þá virða þeir lögmál vísinda að vettugi. Þeir beita ekki vísindalegum aðferðum, og rökfræðin er oft verulega brengluð.
Það er samt þeim í hag, að það líti út fyrir að þeir eigi í rökræðum við vísindamenn. Þeir vilja ekki endilega snúa þeim til síns málstaðar, heldur sannfæra venjulegt fólk um að þróunarkenningin sé ekki jafn sönn og vísindamenn vilja láta. Þeir vilja framleiða efa, svona rétt eins og tóbaksframleiðendur framleiddu efa um hættuna af sígarettum og olíufyrirtækin nú um loftslagsvísindin.
Ég vildi óska að fólk beindi athygli sinni að brýnari vandamálum, og nýtti orkuna til að berjast fyrir t.d. náttúruvernd, sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, betri menntun og heilbrigðisþjónustu, réttindum minnihlutahópa og kúgaðra, minni spillingu og fleiri atvinnutækifærum.
Ítarefni:
X-ið 8. ágúst 2013 Sköpunarsinnum endanlega svarað
30.1.2012 Mikilvægi þróunkenningarinnar fyrir læknisfræði
14.2.2009 Þróun og aðferð vísinda
15.8.2009 Amerískir kjúklingar
19.8.2011 Þróunarkenningin er staðreynd
8.8.2013 | 10:30
Björn Sigurðsson uppgötvaði hæggengar veirusýkingar
Björn Sigurðsson læknir var einn fremsti vísindamaður Íslands. Hann rannsakaði hæggengar sýkingar í sauðfé, bæði lentiveirur og príon. Hann var í fremstu röð þessara rannsókna á sínum tíma og Keldur hófst til virðingar undir hans stjórn. Guðmundur Pétursson fór yfir ævi Björns í stuttum pistli á Vísindavefnum:
Björn vann að fyrstu rannsóknum sínum sem læknanemi árið 1936 á taugaveikisýkingu í Flatey á Skjálfanda og tókst honum að greina sýkilinn við frumstæðar aðstæður. Að loknu kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1937 starfaði hann við Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg og fór síðan til framhaldsnáms og rannsókna við Carlsbergfondets Biologiske Institut í Kaupmannaahöfn. Björn var við framhaldsnám og rannsóknir í Rockefeller Institute í Princeton, New Jersey 1941-1943 en kom síðan heim til starfa á Rannsóknastofunni við Barónsstíg undir stjórn Níelsar Dungals.
100 ár eru liðin frá fæðingu Björns og af því tilefni verður haldin hátíðarfyrirlestur í Háskóla Íslands (8. ágúst 2013 kl. 16:00 í Hátíðasal Háskólans, Aðalbyggingu).
Ashley T Haase, prófessor við Minnesotaháskóla heldur minningarfyrirlestur um Björn Sigurðsson, fyrsta forstöðumann Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, í Hátíðasal Háskólans, en í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Björns.
Björn Sigurðsson ávann sér alþjóðlega viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á mæði-visnuveirunni og kenningar um hæggenga smitsjúkdóma. Mæði-visnuveiran er náskyld eyðniveirunni (HIV), og tilheyra þessar veirur báðar flokki lentiveira, en lentiveirur draga nafn sitt af kenningum Björns (lentus=hægur).
Ég þarf vonandi ekki að hvetja fólk til að mæta.
Ítarefni:
Guðmundur Pétursson Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda visindavefur.hi.is
Ashley Haase, MD - University of Minnesota Medical School
Halldór Þormar skrifar um sögu mæði-visnu veirunnar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.8.2013 | 12:18
Hagsmunaaðillar ráðast gegn vísindum
6.8.2013 | 15:26
Hvernig má meta neikvæð áhrif bólusetninga?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó