Leita í fréttum mbl.is

Barn með þrjá foreldra

Við fáum tvö erfðamengi frá móður okkar. Eitt sett af litningum er í kjarna eggfrumunar og í hvatberum eggsins er einnig lítill litningur. Úr eldri pistli:

Við erfum litninga bæði frá móður og föður. Að auki fáum við í umfrymi eggsins prótín, mRNA og það sem mestu máli skiptir hvatbera, orkustöðvar frumunnar. Hvatberarnir eru sérstakir að því leyti að þeir eru með sinn eigin litning, sem í okkur innheldur nokkra tugi gena. Með því að skoða byggingu þessara gena og bera saman við gen annara lífvera er augljóst að uppruni hvatbera er í samruna alfa-protobakteríu og við forföður allra heilkjörnunga (þ.e. dýra, plantna og sveppa).

Gallar í starfsemi hvatbera geta verið mjög hættulegir, m.a. vegna þess að þá fá frumurnar ekki nægilega orku. Samkvæmt frétt the Guardian, þá hafa gallar í erfðamengi hvatbera verið bendlaðir við sykursýki, vöðvarýrnun og heyrnartap.

Hópur vísindamanna í Oregon undir stjórn Shoukhrat Mitalipov hefur nú [2009] náð að skipta um hvatbera í eggjum rhesus apa. Það þýðir, eins og fyrirsögnin ber með sér, að einn api geti átt þrjú foreldri. Ef móðirin ber gallaða hvatbera, er hægt að hreinsa þá út og setja inn heilbrigða hvatbera úr gjafa.

Annars er hvatbera litningurinn ansi forvitnilegur, þótt hann sé eingöngu um 16,570 basar að lengd. (til samanburðar, er Y-litningurinn u.þ.b. 50 milljón basar, og erfðamengi okkar í heild um 3200 milljón basar.)

Ítarefni:

Api með þrjá foreldra

Gen frá mömmu, pabba og öllum hinum 27. febrúar 2012


mbl.is Búa til börn úr erfðaefni þriggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfi, erfðir og bakteríur

Rætt var við Guðmund H. Guðmundsson prófessor í frumulíffræði í Sjónmáli á rás 1. Þar sagði meðal annars:

Bakteríur hafa gert okkur lífið leitt í gegnum aldirnar. En þekkingu fleygir fram á eðli og gagnsemi þeirra. Guðmundur segir að bakteríur – eða „samfélag baktería“  í líkamanum -  gegni miklu stærra hlutverk í líkamanum en áður var talið. Þær eru miklu fleiri en áður var talið. Vitað er að tegundirnar hlaupa á trilljónum og á móti einni frumu í líkamanum eru tíu bakteríur.

Offita vegna bakteríu?

Nýlegar bakteríurannsóknir sem tengjast offitu vekji athygli. Þær varða spurninguna um það hvort lífsstíll og matarræði sé í raun og veru helsti offituvaldurinn. Rannsóknir sýna að feitt fólk hefur öðruvísi samsetningu af bakteríum í meltingarveginum en hinir grönnu. Komið hefur í ljós að „bakteríuflóran“ er öðruvísi í hinum of þungu en þeim sem eru í kjörþyngd. Orsakasamhengið milli bakteríanna í meltingarvegi manna og ofþyngdar er þó enn ekki alveg ljóst.

Guðmundur segir að meðvitund um matarræði verði enn mikilvægt þrátt fyrir þetta, jafnvel mikilvægara. Bakteríurnar verða nefnilega fyrir áhrifum af fæðunni sem er neytt. Sem sagt, þær „borða“ líka matinn okkar.

Guðmundur leggur áherslu á mikilvægi framfara í erfðamengjafræði, sem hafa gefið líffræðingum möguleika á að kanna bakteríusamfélög líkamans.

Ítarefni:

Bakteríurnar og görnin

Scientific american Explore the Human Microbiome

Varnir og starfsemi lungnaþekju

Bakteríur í brjóstamjólk og hræðslan okkar

Líkaminn sem vígvöllur 


Kynlíf, svindl og týndar rottur

Vísindafréttir koma í nokkrum megin gerðum. Ein þeirra er fréttir af svindli, t.d. þegar vísindamenn falsa niðurstöður, bruðla með fé, eða nota óheiðarlegar aðferðir til að ná frama. Milena Penkowa var einmitt slíkur 'vísindamaður´. Hún var...

Sjálfsprottið guðleysi og guðstrú

Fá málefni leiða til jafn mikils tilfinningahita og trúmál. Því miður hverfa röksemdirnar oft í ský, blammeringa og yfirlýsinga, áætlaðra skoðanna, misvísandi merkingar orða og vítissóta. Sem trúleysingja hef ég litla ánægju af að ræða við trúmenn um...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband