Leita í fréttum mbl.is

Tækni - lyf - heilbrigði - mýrin

Það verður að viðurkennast að þessi tíðindi vekja blendnar tilfinningar.

Tækni

Ég gleðst við að heyra að hugað sé að uppbyggingu á tæknilega framsæknu fyrirtæki. Líftæknin býr yfir miklum möguleikum, þó að sannarlega sé langt í land með að hún leysi öll heimsins vandamál. Líftæknin er öðruvísi en tölvutæknin, ferill afurða er lengri og oft mikil óvissa um hvort að afurðin virki yfir höfuð.

Lyf?

Málið er nefnilega það að þróun nýrra lyfja og meðferða er ekki auðveld. Margir halda að það sé nóg að vera með hreint hráefni, eða snjalla hugmynd, og þá sé hægt að lækna sjúkdóma. Fjölmörg fyrirtæki ganga út frá þessari hugmynd, en hún hangir á þeirri staðreynd að varan virki. Nærtækt dæmi eru afurðir SagaPro, sem haldið er fram að geti hindrað vöxt krabbameina, sbr. pistil Sigmundar Guðbjarnason (Umhverfið og krabbamein Þriðjudagur 19.03.2013):

Rannsóknirnar voru gerðar á músum og sýndu niðurstöðurnar mismun á vexti (stærð) krabbameinsæxla í músum eftir því hvort þau fengu hvannalaufaseyði eða ekki fyrir sýkingu með krabbameinsfrumum. Tveir hópar músa voru sprautaðir með brjósta-krabbameinsfrumum. Annar hópurinn, viðmiðunarhópur, fékk venjulegt fóður og mynduðust æxli í öllum músunum. Hinn hópurinn fékk hvannalaufaseyði bætt í fóðrið tveim vikum áður en mýsnar  voru sprautaðar með krabbameinsfrumum. Flest dýranna fengu engin eða mjög lítil æxli. Hvannalaufaseyðið hefur því efni sem geta hindrað vöxt á krabbameinsæxlum í músum. Hvannalaufaseyðið er notað í framleiðslu á SagaPro sem hefur verið notað af nokkrum einstaklingum sem eru með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hefur þeim tekist að stöðva vöxt æxlisins með notkun á SagaPro en hvannalaufaseyðið eyðir ekki meininu, þ.e. læknar ekki krabbameinið. Frekari rannsóknir og þróunarvinna munu skila nýjum og virkari afurðum úr gjöfulli flóru Íslands.

Það er sannarlega lofsvert að farið hafi verið út í rannsókn á æxlum í lifandi dýrum, en ekki bara að skoða áhrif efna á frumur í rækt (Vitað er að efni sem hægja á vexti fruma í rækt eru ekki öll heppileg lyf - eða lyfjakandidatar - vegna annara auka áhrifa eða óskilgreindra lífeðlisfræðilegra þátta).
En svipaðir varnaglar gilda einnig um tilraunir á dýrum - t.d. þeim sem eru sprautuð með krabbameinsfrumum. Aðal málið er hversu yfirfæranlegar niðurstöður eru frá slíku líkani - á menn. Það er misjafnt hversu vel slíkar niðurstöður nýtast við meðferð - eftir lyfjaþróun, og alla þrjá fasa lyfjaprófa.
Ég saknaði þess sérstaklega að sjá ekki varnagla og varnaðarorð af þessu tagi í pistli Sigmundar. Þegar ég sendi Sigmundi línu, lagði han áherslu á þvagfærarannsóknina og sagið að " [s]íðar meir er áformað að gera klíníska rannsókn á krabbameinsvirkri afurð sem mun innihalda m.a. hvannlaufaseyði en slík rannsókn kostar >30 mil. króna." Það er gott að fræða fólk um nýja þekkingu, en einnig þykir mér mikilvægt að vekja ekki falskar vonir hjá fólki. Og auðvitað ekki að selja þeim óreynd efni, undir gráu flaggi.

Heilbrigði

En jafnvel lyf sem markaðsett eru af stórum fyrirtækjum eru ekki endilega fullkomin. Mörg lyf hafa aukaverkanir, og því miður hafa mörg lyfjafyrirtæki verið staði að því að halda leyndum upplýsingum um aukaverkanir. Alvarlegra er að fyrirtæki hafa einnig verið uppvís af því að blása út jákvæð áhrif nýrra "lyfja". Almannatenglsadeildir stórra lyfjafyrirtækja hafa oft haldið á lofti blekkingum um ágæti nýrra afurða, sem hafa síðan reynst gagnslaus eða amk. engu betri en eldri og ódýrari lyf. Þetta er stórt og mikið svið, sem ég mun reyna að gera skil í skipulagðari skrifum fljótlega. 

Miðað við frétt MBL.is hyggst Alvogen nýta sér einkaleyfaumhverfið hérlendis, til að hefja framleiðslu á líftæknilyfjum sem fara bráðum að detta úr einkaleyfum. Ég vill sannfæra sjálfan mig um að þeir velji líftæknilyf, sem vitað er að virki vel og séu með vægar eða þolanlegar aukaverkanir. Ég vona amk að þeir fari ekki bara að framleiða líftæknilyf sem virka illa, bara gróðans vegna...

Mýrin

Þótt ég sé ákaflega fylgjandi því að Tæknigarðar rísi, þá verð ég að segja að það verður eftirsjá af mýrarslitrunum milli Öskju og Íslenskrar erfðagreiningar.


mbl.is Skoða uppbyggingu hátækniseturs hérlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindi, þekking og verðmætasköpun

Menntun, vísindi og tækniþróun er lykill að framförum í samfélagi og efnahagsins.

Í morgunútvarpi Rásar 2 var rætt við Þórarinn Guðjónsson formann vísindafélags Íslendinga  og Ara Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, um mikilvægi menntunar og vísinda fyrir framfarir.

Aukin þekking grundvöllur velmegunar Rás 2. 11. apríl 2013.

Ari og Þórarinn áréttuðu mikilvægi þess að líta á rannsóknir og menntun sem fjárfestingu, ekki útgjaldalið. Viðbragð margra þjóða í kreppum, hefur verið að styðja við (eða amk ekki skera niður) framlög til menntamála og rannsókna. Finnland hafði reyndar aukið stuðning við rannsóknir áður en kreppan skall á þeim í lok síðustu aldar, en þeir hvikuðu ekki frá stefnunni og hafa byggt upp öfluga rannsóknarháskóla og nýsköpunarstarfi. 

Vantar fleiri vísindamenn í stjórnmál spurði Guðmundur Pálsson á Rás 2. Mark Henderson ræðir þetta sérstaklega í The Geek Manifesto, og bendir á að mjög fáir starfandi stjórnmálamenn eru með bakgrunn í vísindum. Sannarlega eru undantekningar, Össur Skarphéðinsson er líffræðingur og Margrét Thatcher var efnafræðingur.

Vitanlega er ekki nóg að hella peningum í málaflokkinn, heldur verður að útdeila þeim skynsamlega og reyna að meta hvernig þeir skila sér. Það er því miður ríkjandi viðhorf að ákvarðanir framkvæmdavaldsins, þinga og ríkistjórna sé byggt á pólitískum grunni (trú á jöfnuð eða trú á einkaframtak), en mun sjaldgæfara að gögn um ágæti eða notagildi séu notuð til grundvallar.

Henderson rekur þetta ítarlega í bók sinni, t.d. um stjórnskipaðar breytingar á kennsluháttum eða endurbætur á heilbrigðiskerfinu í Bretlandi. Nóg er af dæmum hérlendis, t.d. trompaði Siv Friðleifsdóttir vísindalegt mat á umhverfisáhrifum vatnsaflsvirkjunarinnar á Lagarfljót, með skírskotun til annara þátta.

Gagnrýnin og vísindaleg hugsun er guðsgjöf, sem við eigum að nota til að bæta samfélagið og taka upplýstar ákvarðanir fólki til hagsbóta. Einnig er mikilvægt að stjórnmálamenn átti sig á mikilvægi rannsókna og menntunar fyrir hagsæld í landinu, og heilbrigða samfélagsumræðu!

Til að ræða þetta verða haldin tvö málþing í dag og á morgun, með aðild frambjóðenda.

Í dag (12:00 til 13:00) verður fundur í HR um Menntun og verðmætasköpun

Menntun fyrir atvinnulíf og samfélag
Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR

Sjónarmið atvinnulífsins
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins

Pallborðsumræður

Þátttakendur koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stuttu máli. Að því loknu eru opnað fyrir umræður ásamt athugasemdum og spurningum úr sal.

  • Hreggviður Jónsson, Viðskiptaráði Íslands
  • Svana Helen Björnsdóttir, Samtökum iðnaðarins
  • Björgólfur Jóhannsson, Samtökum atvinnulífsins
  • Ari Kristinn Jónsson, Háskólanum í Reykjavík
  • Hilmar Bragi Janusson, Háskóla Íslands
  • Stefán B. Sigurðsson, Háskólanum á Akureyri
  • Magnús Orri Schram, Samfylkingu
  • Frosti Sigurjónsson, Framsóknarflokki
  • Heiða Kristín Helgadóttir, Bjartri framtíð
  • Árni Þór Sigurðsson, Vinstri grænum
  • Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki

Föstudaginn 12. apríl:  Málþing á vegum Vísindafélags Íslendinga og Félags prófessora við ríkisháskóla í sal Þjóðminjasafns Íslands

Áherslur stjórnmálaflokkanna í málefnum vísinda- og nýsköpunar

11.00 - 11.20. Ný sýn: Breytingar á vísinda- og nýsköpunarkerfinu

Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri mats- og greiningasviðs Rannís

11.20 -12.10. Áherslur stjórnmálaflokkanna

Framsóknarflokkur, Frosti Sigurjónsson, frambjóðandi

Björt framtíð, Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður/frambjóðandi

Vinstri græn, Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður/frambjóðandi

Samfylking, Skúli Helgason, alþingismaður/frambjóðandi

Sjálfstæðisflokkur, Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi

12.10 -12.15. Samantekt

Þórarinn Guðjónsson, forseti Vísindafélags Íslendinga

12.15 -13.00. Umræður/pallborð

Fundarstjóri: Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík


Sildenafil citrate og mikilvægi opinna lyfjaprófa

Fjallagöngugarpurinn Leifur Örn segir að sildenafil citrat (Viagra) geti hjálpað sér að takast á við háfjallaveiki, súrefnisskort í þunnu lofti Himalayafjallana. Jóhann Elíasson spyr reyndar hvort að einhverjar rannsóknir styðji þessa notkun á Viagra (...

Þjónn, það er folabragð af ýsunni

Margir fiskistofnar eru ofnýttir, eða veiddir að þolmörkum. Samtök umhverfisverndarsinna og vísindamenn hafa bent á þetta, og lagt áherslu á að hægt sé að votta uppruna fisks. Þetta er ósköp hliðstætt hrosskjötsmálinu, sem skók Evrópu fyrr á árinu. Þá...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband