20.3.2013 | 11:02
Halldór Þormar skrifar um sögu mæði-visnu veirunnar
Halldór Þormar stundaði rannsóknir á mæði-visnuveirunni eftir að Björn Sigurðsson réð hann til Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum árið 1957. Þá höfðu mæði og visna herjað á íslenskt sauðfé, og Björn sett fram þá tilgátu að orsakirnar væru hæggengar veirur. Halldór lýsti, í erindi sem hann hélt á líffræðiráðstefnunni 11. nóvember 2011, rannsóknum sem sýndu að visna væri vegna veirusmits. Í nákvæmum tilraunum smitaði hann kindafrumur í rækt með síuðu floti úr heilum sýktra kinda. Veiruagnir voru einangraðar úr ræktinni og sýnt fram á að þær dugðu til að smita kindurnar aftur af visnu.
Halldór hlaut heiðursverðlaun líffræðifélagins árið 2011, og að sama tilefni fékk Bjarni K. Kristjánsson viðurkenningu fyrir góðan árangur ungs vísindamanns. Mynd tók Arnar Pálsson.
Yfirlitsgrein Halldórs, byggð á þessu erindi og öðrum gögnum, birtist í tímaritinu Current HIV research nú í upphafi árs (2013). Þar rekur Halldór rannsóknirnar á mæði-visnu, og setur í samhengi við rannsóknir nóbelsverðlaunahafanna Harald zur Hausen, Françoise Barré-Sinoussi, og Luc Montagnier á HIV, sem er veira af svipaðri gerð.
Greinin er sérstaklega vel skrifuð og forvitnileg á alla kanta.
18.3.2013 | 11:22
Síldardauðinn í Kolgrafafirði
Guðmundur J. Óskarsson sérfræðingur á Hafrannsóknastofunun mun fjalla um síldardauðann í Kolgrafafirði, í erindi á vegum Líffræðistofu HÍ þann 22. mars 2013.
Meginhluti íslenska sumargotssíldarstofnsins hefur haft vetursetu víðsvegar í sunnanverðum Breiðafirði frá haustinu 2006. Veturinn 2011/2012 varð hennar fyrst vart í verulega magni innan brúar í Kolgrafafirði og aftur í desember 2012, eða samkvæmt bergmálsmælingum um 300 þús. tonn í hvoru tilviki. Aðeins tveimur dögum eftir að bergmálsmæling á stofninum fór fram, eða þann 14. desember 2012 varð ljóst að mikill síldardauði hafði átt sér stað í innanverðum firðinum. Viðlíka síldardauði átt sér svo aftur stað 1. febrúar 2013. Í erindinu verður gert grein fyrir rannsóknum Hafrannsóknastofnunar á umfangi síldardauðans, á umhverfisaðstæðum í firðinum í kjölfar atburðanna, og fleira tengt þessum mikla dauða. Þá verðar þær niðurstöður raktar að dauðinn hafi líklegast orsakast af súrefnisskorti.
Mynd af vef Náttúrustofu Vesturlands - picture copyright Robert A. Stefansson.
Sjá einnig umfjöllun RUV 1. febrúar 2013 um síldardauðann.
Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.
Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.
*Leiðrétting 19. mars 2013 - eftir athugasemd var ritun Kolgrafafjarðar leiðrétt í titli og fyrstu málsgrein.
![]() |
Botndýr rekur á land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 19.3.2013 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.3.2013 | 10:07
Darwin bjargar mannslífum
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2013 | 11:06
Lífríki gjánna við Þingvallavatn
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó