14.3.2013 | 09:22
Hver hefði trúað þessu?
Fyrir nokkrum árum hélt Helgi Torfason forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands erindi um stöðu safnsins. Safnið hafði verið stofnað með sérstökum lögum, en hafði nánast ekkert fjármagn (laun tveggja starfsmanna) og ekkert húsnæði. Þar að auki voru deilur um aðgengi safnsins að gripum Náttúrufræðistofnunar íslands og fjarska lítill áhugi stjórnvalda eða almennings á málinu.
Þótt við hefðum mikin áhuga á því að sjá almennilegt náttúruminjasafn hérlendis, verður að viðurkennast að mér fannst harla ólíklegt að það kæmist á koppinn í náinni framtíð.
En með ötulu starfi, ákalli fagfélaga og líklega beinskeyttum lobbíisma breyttist málið algerlega.
Tilkynnt var að safnið verður í Perlunni, samningur um leigu hefur verið undirritaður, og nú berast tíðindi af því að safnið verði opnað eftir rúmt ár (haustið 2014).
Það er ólíklegt að safnið nái þeim hæðum sem Náttúruminjasafnið í London (The national natural history museum), Ameríska náttúruminjasafnsins (American Museum of Natural History) í New York, Field Museum í Chicago eða Smithsonian í Washington, en hér er gott tækifæri.
Mynd tók pistlahöfundur af Tyrannosaurus Rex beinagrindinni Sue, sem sýnd er í náttúruminjasafninu í Chicago. Sue er heillegasta eintak af T. rex sem fundist hefur og ég fann til auðmýktar og smæðar þegar ég stóð í skugga hennar.
Ítarefni:
Safnið sem gleymdist, þjóðarhneisa Arnar Pálsson | 25. nóvember 2011
![]() |
Náttúra Íslands til sýnis í Perlunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2013 | 12:13
Fegurð og leyndardómar fiðrilda
Fiðrildi kveikja undarlegar tilfinningar hjá fólki. Fíngerð og formfögur, litrík með letilegan limaburð, höfða þau jafnt til barna sem stórskálda.
Reyndar eru íslensk fiðrildi og fetar harla dauf í útliti, en við miðbaug finnst stórkostlegur fjölbreytileiki í litum og formum. Litamynstrin eru ekki tilviljanakennd, þau skreyta vængina samkvæmt ákveðnum reglum sem spretta úr þroskun fiðrildisins. Stoðæðar og taugar setja upp hnitakerfi í vængnum, sem síðan nýtist til að raða fallegum hringjum, litríkum rákum og fleira skrauti á vænginn.
En fjölbreytileika fiðrilda má einnig útskýra með áhrifum umhverfis, í gegnum náttúrulegt val. Hér verður fjallað sérstaklega um hermun (mimicry). Í hermun verður vængmynstur einnar tegundar áþekkt mynstri annara tegundar á sama landsvæði. Tvær megin gerðir hermunar eru best þekktar, kenndar við náttúrufræðinganna Henry Walter Bates og Fritz Müller sem báðir störfuðu í frumskógum Amasón á nítjándu öld.
Fiðrildamynd Bates er af wikimedia commons (Plate from Bates (1862) illustrating Batesian mimicry between Dismorphia species (top row, third row) and various Ithomiini (Nymphalidae) (second row, bottom row)).
Batsísk hermum (Batesian mimicry) gengur út á að stofn óeitraðra fiðrilda græðir á því að líkjast eitruðum fiðrildum af annari tegund. Í þessu tilfelli nýtir ein tegund sér þá staðreynd að önnur tegund er eitruð. Slík hermun finnst oft í náttúrunni, t.a.m. hjá snákum í Norður Ameríku.
Mullersk hermun (Mullerian mimicry) gengur út á að stofnar tveggja eitraðra fiðrilda sem búa á sama svæði hagnast á því að líkjast hvor öðrum. Ungir afræningjar, sem myndu óvart borða einstakling einnar tegundar myndu þá læra að forðast hina tegundina. Náttúrulegt val leiðir til þess að fiðrildategundirnar sameinist um litamynstur sem kennir afræningjum að forðast eitruð fiðrildi.
Erfðafræðilegar rannsóknir hafa sýnt að genin sem byggja litamynstrin eru mörg hver þau sömu í ólíkum tegundum fiðrilda. Rannsókn Owen MacMillan við Smithsonian Tropical Research Institute og félaga hans, sýnir að genið optix er tengd sama rauða litarmynstri í nokkrum tegundum Heliconius fiðrilda.
Rannsóknir á litaerfðum fiðrilda sýna einnig að sum genin hafa flakkað á milli náskyldra tegunda, og að þau mynda stundum gengi gena sem starfa saman. Fræðimenn höfðu spáð fyrir um tilvist slíkra súpergena, en það skipti máli að skoða rétta eiginleika til að finna þau.
Þannig getur erfðafræðin kastað ljósi á gamlar ráðgátur í líffræði, og þekking á náttúrufræði fært erfðafræðina fram veginn.
Ítarefni:
Bates, H. W. (1861). "Contributions to an insect fauna of the Amazon valley. Lepidoptera: Heliconidae". Transactions of the Linnean Society 23: 495566.; Reprint: Bates, Henry Walter (1981). "Contributions to an insect fauna of the Amazon valley (Lepidoptera: Heliconidae)". Biological Journal of the Linnean Society 16 (1): 4154. doi:10.1111/j.1095-8312.1981.tb01842.x.
Robert D. Reed ofl. optix Drives the Repeated Convergent Evolution of Butterfly Wing Pattern Mimicry Science 2011 DOI: 10.1126/science.1208227
S.B. Carroll 2013 12. mars. New York Times Solving the Puzzles of Mimicry in Nature
8.3.2013 | 09:55
Háskóladagur: DNA, Dýr, mosar og frumur í Öskju 9. mars 2013
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2013 | 14:28
Google-kort yfir efnaskipti mannsins
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó