4.3.2013 | 16:53
Ný opin tímarit á sviði líffræði
Guðmundur Þórisson lífupplýsingafræðingur og baráttumaður um opinn aðgang benti mér á tvö ný opin tímarit á sviði líffræði.
Elife er tímarit sem er ætlað að ná sama stalli og Science, Nature, Cell, PNAS og PLoS biology. Aðeins bestu rannsóknir eru birtar þar. Kosturinn er að greinarnar verða samstundis opnar öllum, sem komast á netið. Það er ekki eins og í hinum virtustu tímaritunum á sviði líffræði sem eru öll háð áskrift einstaklinga, bókasafna eða landa. Undantekning er reyndar PLoS tímaritin, þar sem greinarnar eru í opnum aðgangi en þar þurfa höfundar reyndar að borga fyrir umsýsl, umbrot og kostnað við vefsvæði (gjöldin eru frá $1300 til $2500 per grein, eftir tímariti).
Elife býður hins vegar upp á opinn aðgang, og engin höfundagjöld. Þetta er gert mögulegt með stuðningi þriggja þungaviktar bakhjarla (Howard Hughes medical Institute (USA), Max Planck Institute (Þýskalandi) og Wellcome Trust (Bretlandi)).
PeerJ er annað tilbrigði við útgáfu starfsemina. Þar byggist viðskiptalíkanið á félagsgjöldum. Hver félagi greiðir að lágmarki 99 dali og fær að birta eina grein...á ári. Eitt gjald, fyrir eina grein á ári. Á móti kemur að viðkomandi er skuldbundinn til að vera yfirlesari á a.m.k. einni grein á hverju ári. Einnig er hægt að greiða allt að 299 dali, og birta þá fleiri greinar á hverju ári í PeerJ.
Á mót kemur vitanlega að sumar greinar eru með marga höfunda, sem þurfa allir að vera meðlimir! Fyrir tveggja höfunda grein mín og Marcosar um þróun nýrra tenginga, er næsta víst að við sendum í PeerJ.
Opinn aðgangur úr hvíta húsinu
Opinn aðgangur (open access) er sú heimspeki að vísindaleg þekking og grunngögn eigi að vera opin og aðgengileg öllum. Þessi heimspeki hefur náð fótfestu, og meðal annars verið innlimuð í stefnu Bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar (NIH) og nú um áramót Rannsóknasjóðs íslands. Nú í febrúar gaf hvíta húsið út tilskipun um opinn aðgang...sjá meira á opinnadgangur.is og pistli Peter Suber.
Ítarefni:
Umfjöllum Mike Taylor á The Guardian vefsíðunni: PeerJ leads a high-quality, low-cost new breed of open-access publisher
Grein Phil Davis á Scholarly kitchen - PLoS ONE: Is a High Impact Factor a Blessing or a Curse?
White House announcement
http://www.whitehouse.gov/blog/2013/02/22/expanding-public-access-results-federally-funded-research
Gömul viðskiptaveldi og nútíminn
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2013 | 14:36
Góð ábending frá Sölva
Það er mikilvægt að spyrja hvers vegna geðlyfjanotkun er svona mikil hérlendis?
Því miður er vandamálið ekki bara bundið við Ísland, bandaríkjamenn hafa þurft að kljást við svipaðan vanda og treysta að miklu leyti á lyfjagjöf.
Blaðamaðurinn Robert Whitaker hefur kannað þessi mál í bandaríkjunum og ritað um það tvær bækur ( Mad In America og Anatomy of an epidemic). Þær eru reyndar umdeildar, en mörg af þeim atriðum sem hann tiltekur eru það alvarleg að ekki er hægt að láta kurt liggja.
Hérlendis hefur Steindór J. Erlingsson beitt sér á þessu sviði, og m.a. gagnrýnt misvísandi upplýsingar frá lyfjafyrirtækjum. Ég bendi áhugasömum á fjölda ágætra greina Steindórs um þessi mál.
Besta útlistun á vandamálunum sem plaga lyfjageirann og heilbrigðiskerfið er bók Ben Goldacre's Bad Pharma. Ég las hana fyrir áramót og er byrjaður á ritdómi, en efnið er svo mikið að því verður ekki gerð skil í stuttum pistli á bloggsíðu.
![]() |
Á geðlyfjum árum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2013 | 09:58
Veröld hins verulega skrýtna - hringlaga RNA sameindir
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2013 | 17:12
Vel heppnað málþing um Tilviljun og nauðsyn
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó