27.2.2013 | 12:00
Nýr prófessor og litlar RNA sameindir í bleikju
Tvö erindi um líffræði verða í HÍ í seinni hluta vikunnar.
Í dag flytur Guðmundur Ó. Hreggviðsson svokallaðan innsetningarfyrirlestur, af því tilefni að hann hefur verið skipaður prófessor við HÍ. Guðmundur starfar við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ og Matís. Rannsóknir hans hafa verið á mörgum sviðum örverufræði, sameindalíffræði og stofnvistfræði.
Erindið hefst kl. 15:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.
Föstudaginn 1. mars heldur Kalina H. Kapralova erindi um tengsl miRNA sameinda við þroskun bleikju.
Erindið kallast Are miRNAs involved in the morphological diversity of Icelandic Arctic charr? Hluti ágrips:
The small non-coding micro-RNAs (miRNAs) have over the past decade emerged as a major class of developmental regulators. Although their sequences appear to be highly conserved among taxa, miRNAs often exhibit temporal and spacial differences in expression between species. In this study we are looking into the differential miRNA expression during the development of two contrasting morphologies of Arctic charr (small bentic charr from lake Thingvallavatn and Arctic charr from a stable aquaculture line (Hólar)). We sampled each morph at several time points during development and selected four time points, based on key events in craniofacial development, for high-thoughoput small-RNA sequencing.
Mynd af bleikjufóstri var tekin af Kalinu (picture copyright - Kalina H. Kapralova).
Kalina er doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild og er leiðbeinandi hennar Sigurður S. Snorrason. Rannsóknarverkefnið er hluti af stærra verkefni sem miðar að því að finna þroskunalegar ástæður fjölbreytileika íslenskra bleikjuafbrigða (developmental bases of morphological diversity in Icelandic Arctic).
Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.
Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta
25.2.2013 | 09:53
Íslenskt landslag og kerfi frumnanna
Í dag mánudaginn 25. febrúar 2013 eru tvö erindi af líffræðilegum toga í HÍ.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Þorvarður Árnason flytja erindi í boði Hins íslenska náttúrufræðifélags sem kallast Íslenskt landslag, lýsing þess og flokkun eftir sjónrænum eiginleikum. Erindið verður kl 17:15 í stofu 132 í Öskju (náttúrufræðihúsi HÍ). Úr ágripi:
Í fyrirlestrinum verður sagt frá Íslenska landslagsverkefninu en markmið þess var tvíþætt: 1) að þróa aðferðir til að lýsa og flokka landslag eftir eðlisrænum og sjónrænum eiginleikum og 2) að nota þessa aðferð á stórt úrtak svæða til að fá fram grófa en heildstæða flokkun fyrir allt Ísland. Alls hefur nú verið safnað gögnum frá hátt í 200 svæðum. Ríflega 20 ólíkar breytur eru metnar, meðal annars um grunnlögun landsins, víðsýni, línur, form, mynstur og áferð í landi og breytileiki í hæð. Fjölgreiniaðferðir voru notaðar til að greina meginflokka íslensks landslags en þeir eru 11 samkvæmt niðurstöðum verkefnisins.
Fyrr um daginn mun Karsten Zengler gestaprófessor við Líf- og umhverfisvísindsdeild og starfsmaður kerfislíffræðiseturs ræða rannsóknir sínar. Erindi hans kallast: Systems biology approaches to elucidate direct electron transfer mechanisms. Úr ágripi:
The ability of microorganisms to exchange electrons directly with their environment has large implications for our knowledge of industrial and environmental processes. For decades, microbes have been known to use electrodes as electron acceptors in microbial fuel cell settings. Recently, is has been shown that microorganisms are also capable to accept electrons directly from an electrode and to use this energy to fix carbon dioxide for the production of multi-carbon molecules (microbial electrosynthesis). The origin of these industrially relevant processes probably lies in the ability of microorganisms to transfer electrons directly between each other. Analysis of multi-omics data in the context of genome-scale models for single species as well as microbial consortia enables us to decipher the underlying mechanism and cellular requirements prerequisite for direct electron transfer
Erindi Karstens hefst kl 13:15 í stofu 132 í Öskju.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2013 | 12:12
Stuð í samskiptum blóma og býflugna
20.2.2013 | 10:05
Fjölbreytileiki hryggdýra og síldarstofna
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó