23.1.2013 | 14:01
Við erum afkomendur Neanderdalsmanna
Erfðafræðingurinn George Church komst aldelis í hann krappann þegar orð hans í Der Spiegel voru mistúlkuð. Það er svo sem ekkert nýtt að blaðamenn mistúlki vísindamenn, eða einfaldi skilaboð þeirra svo að upprunalega merkingin týnist.
Þetta dæmi, þar sem Dr. Church veltir fyrir sér möguleikunum á að endurmynda Neanderdalsmenn, er sérlega broslegt. Það er hins vegar ekki rétt að endurmyndun á Neanderdalsmanni sé sérstaklega ólíklegt fyrirbæri.
Erfðafræðilegar rannsóknir á beinaleifum sýna nefnilega að Neandedalsmenn voru mjög náskyldir okkur hinum. Þær benda einnig til að einhverjir forfeður okkar og Neanderdalsmanna hafi farið á stefnumót og uppskorið ávöxt ásta sinna.
Gögnin benda til þess að kynblöndun þessi hafi átt sér stað utan Afríku, þ.e. einhvern tímann eftir að forfeður okkar Evrópubúa fluttu frá Afríku með sitt hafurtask. Blöndunin er ekki mikil, það er álitið að einhver prósent af erfðamengi Evrópubúa eigi uppruna í Neanderdal.
Ef til vill er einhver breytileiki í dreifingunni, kannski eru einhverjir hérlendis með 10% af sínu DNA frá Neanderdal? Væri það ekki skemmtilegt? Opna spurningin er, ef við skoðum alla núverandi Evrópubúa, hversu stór hluta erfðamengisins má rekja til þessara ættingja. Eru það kannski bara partar af litningi 1, 4 og 7 sem eru ættaðir úr Neanderdal?
Ítarlegar er fjallað um kynblöndun okkar og Neanderdalsmanna í pistli fyrir Vísindavefinn:
Getur verið að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?
![]() |
Leitar EKKI að konu til að bera Neanderthals-barn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2013 | 10:52
Hluti af þroskaðri heimsýn
David Attenborough er heimsþekktur sjónvarpsmaður. Hann hefur ferðast um veröldina og kynnst lífríki á öllum meginlöndunum, sem og í hafdjúpunum.
Nýlega kom út ný þriggja þátta sería, sem kallast Lífssögur Attenboroughs (Attenboroughs Life Stories). Í fyrsta þættinum er fjallað um framvindu í myndtækni, frá fyrstu þáttunum sem BBC og Attenborough gerðu, til þeirra stórbrotnu myndatöku sem sést t.d. í Líf með köldu blóði. Í öðrum þætti er fjallað um samspil kvikmyndatækni og vísindalegra rannsókna, m.a. hvernig myndskeið frá BBC hafa staðfest vísindalegar niðurstöður. Í þriðja þættinum er fjallað um áhrif mannsins á náttúruna. Þeir sem hafa fylgst með þáttum Attenborough í gegnum tíðina eru ekki undrandi að sjá slíkan þátt. Þetta viðfangsefni hefur birst í mörgum þáttum, bæði sem aukaatriði og kjarni málsins.
David Attenborough hefur ferðast um heiminn og fylgst með lífríki stranda, skóga og fjalla. Starfsferill hans spannar áratugi, sem gefur honum tækifæri á að sjá og meta breytingar samfara fjölgun mannkyns. Ef hann telur að offjölgun mannkyns sé vandamál, þá ættum við að leggja við hlustir.
NY TIMES A Life of Being Smitten With This Species, That Habitat By NEIL GENZLINGER January 22, 2013.
Ágrip af ævi David Attenboroughs - heiðursdoktors við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ.
![]() |
Vill hefta fjölgun mannkyns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2013 | 11:09
Flóttinn mikli og ofurgen eldmauranna
15.1.2013 | 11:03
Heiðraða móðir og æsir allir
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó