5.2.2013 | 13:10
Tveimur sögum fer af fundi Ríkharðs konungs
Í vikunni tilkynntu vísindamenn við Háskólann í Leicester að þeir hefðu fundið bein sem væru leifar Ríkharðar konungs III, sem lést í orrustu 1485.
Gögnin sem liggja ályktun þeirra til grundvallar eru, aldur beinann, áætlaður aldur mannsins, verksumerki um sár og högg, hryggskekkja og DNA gögn (úr beinunum og núlifandi ættingjum Ríkarðs).
Sagnfræðingar og erfðafræðingar eru ekki fyllilega sannfærðir um ályktanir Leicester-manna. Ég vík hér stuttlega að erfðafræðinni. Milli Ríkharðs III og núlifandi ættingja eru 18 kynslóðir, sem þýðir að frekar litlar líkur eru á að finna erfðamerki sameiginlegt þeim tveimur. Í hverri kynslóð fær maður helming erfðaefnis síns frá hvoru foreldri. Þannig að genin sem Ríkharður og ættinginn deila eru mjög fá.
Vísindamennirnir sýna 30 basa bút af hvatberalitningi sem er eins á milli þessara tveggja. Það er vísbending um að þeir séu skyldir, en ekki sönnun. Aðal málið er hveru algeng þessi útgáfa af hvatbera litningnum er í Englandi. Það er gagnrýnin sem Alok Jha vísindablaðamaður á The Guardian útskýrir (Richard III skeleton raises bone of contention over DNA evidence).
Þegar ég lærði sögu í barnaskóla var mikil áhersla á kónga og stórveldi, hernaðarsögu og landvinninga. Mér fannst þetta reyndar afburða skemmtilegt, og lúslas bækur um sigra Alexanders mikla, rómaveldi og egyptana. Hins vegar er ljóst að sagnfræði nútímans er öllu þroskaðara fag.
Þess vegna kemur töluvert á óvart að fólk skuli leggja mikið á sig til að finna bein horfinna konunga. Já eða sannfæra sig og aðra um að bein sem þeir fundu, séu úr dauðum konungi.
Ítarefni:
![]() |
Ríkharður III. er fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Líffræðistofa Háskóla Íslands stendur fyrir málþingi þann 8. febrúar n.k. um bókina Tilviljun og nauðsyn, meistaraverk franska nóbelsverðlaunahafans Jacques Monod.

Jacques Monod var einn fremsti sameindalíffræðingur sögunnar. Á yngri árum vann hann við rannsóknir á lífríki sjávar. Hann var í áhöfn rannsóknarskipsins Pourquois Pas, fyrir hinstu för þess til Íslands. Örlögin leiddu til þess að Monod fór ekki til Grænlands og Íslands heldur til Kaliforníu og kynntist erfðafræði.
Rannsóknir hans og Francois Jacob á sykurnámi E. coli gerla ollu straumhvörfum í líffræði. Þeir félagar fengu Nóbelsverðlaunin 1965 (ásamt Andre Lwoff) fyrir að uppgötvanir sínar á genastjórnun. Monod velti fyrir sér sameindalíffræði í víðu samhengi í bók sinni Tilviljun og nauðsyn sem kom út árið 1970. Guðmundur Eggertsson prófessor emeritus við Háskóla Íslands þýddi bókina úr frönsku og Hið íslenska bókmenntafélag gaf hana út 2012.
Á málþinginu verða flutt fjögur stutt erindi um Monod, verk hans og áhrif þeirra. Guðmundur Eggertsson mun kynna Jacques Monod og bók hans Tilviljun og nauðsyn. Ólafur S. Andrésson prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands mun ræða sérstaklega rannsóknir Monod og félaga á genastjórn sykurnýtingar E. coli. Björn Þorsteinsson sérfræðingur við Heimspekistofnun HÍ ræðir og gagnrýnir hugtak Monods um siðfræði þekkingarinnar. Jafnframt mun hann huga að sambandi þessa hugtaks við skoðanir Monods á samfélagsmálum. Að síðustu mun Luc Fuhrmann sendiráðunautur flytja erindið The impact of Chance and Necessity in the 70s. Fundarstjóri verður Eva Benediktsdóttir, forseti Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.
Málþingið verður haldið 8. febrúar 2013, milli kl. 16:00 og 18:00 í Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis. Erindin verða fyrsta klukkutímann í stofu 132 og boðið verður upp á léttar veitingar að þeim loknum.
Málþingið er styrkt af eftirtöldum aðillum:
Sendiráði Frakklands á Íslandi
29.1.2013 | 12:05
Langtíma breytileiki í erfðasamsetningu þorsks (Gadus morhua) við Ísland
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2013 | 09:31
Erindi: af flugum og þorskum
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó