Leita í fréttum mbl.is

Hluti af þroskaðri heimsýn

David Attenborough er heimsþekktur sjónvarpsmaður. Hann hefur ferðast um veröldina og kynnst lífríki á öllum meginlöndunum, sem og í hafdjúpunum.

Nýlega kom út ný þriggja þátta sería, sem kallast Lífssögur Attenboroughs (Attenborough’s Life Stories). Í fyrsta þættinum er fjallað um framvindu í myndtækni, frá fyrstu þáttunum sem BBC og Attenborough gerðu, til þeirra stórbrotnu myndatöku sem sést t.d. í Líf með köldu blóði. Í öðrum þætti er fjallað um samspil kvikmyndatækni og vísindalegra rannsókna, m.a. hvernig myndskeið frá BBC hafa staðfest vísindalegar niðurstöður. Í þriðja þættinum er fjallað um áhrif mannsins á náttúruna. Þeir sem hafa fylgst með þáttum Attenborough í gegnum tíðina eru ekki undrandi að sjá slíkan þátt. Þetta viðfangsefni hefur birst í mörgum þáttum, bæði sem aukaatriði og kjarni málsins.

David Attenborough hefur ferðast um heiminn og fylgst með lífríki stranda, skóga og fjalla. Starfsferill hans spannar áratugi, sem gefur honum tækifæri á að sjá og meta breytingar samfara fjölgun mannkyns. Ef hann telur að offjölgun mannkyns sé vandamál, þá ættum við að leggja við hlustir.

NY TIMES A Life of Being Smitten With This Species, That Habitat By NEIL GENZLINGER January 22, 2013.

Ágrip af ævi David Attenboroughs - heiðursdoktors við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ.

 


mbl.is Vill hefta fjölgun mannkyns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flóttinn mikli og ofurgen eldmauranna

Síðasta mánudag fjallaði ég um notagildi erfðafræði við rannsóknir á þroskun lífvera. Erfðafræðin getur nefnilega afhjúpað hvaða gen, prótín og ferli eru nauðsynleg til að byggja tiltekna vefi eða líffæri.

Síðasti punkturinn í erindinu var sá að erfðafræðin nýtist einnig við að rannsaka lífeðlisfræði og hegðun lífvera. Þegar ég nam í Norður Karólínu var hópur atferlisfræðinga  að beita erfðafræði til að kanna atferli ávaxtaflugna, t.d. hvaða gen tengjast taugaveiklun, viðbragði við fýlu og nikotíni. Í nýjasta hefti nature er skýrt frá tveimur rannsóknum á erfðum atferlis.

Mýs skipuleggja flóttann mikla

Villtar mýs í Norður ameríku eru mjög margvíslegar í útliti en einnig í hegðan. Einn músategund (svokölluð Olíuvallamús - Peromyscus polionotus) grefur sér langar holur, og alltaf neyðarútgang. Náskyldur stofn Dádýrsmúsa (Deer mouse P. maniculatus) grefur styttri holur en aldrei neyðarútgang.

Hopi Hoekstra og félagar æxluðu saman þessum stofnum og skoðuðu göngin sem afkomendurnir byggðu. Göngin voru öll með neyðarútgangi. Það bendir til að erfðaþáttur móti þetta atferli, og að hann sé ríkjandi.

Til að kanna þetta frekar, æxluðu þeir kynblendingunum við Dádýrsmýs, og könnuð göngin sem afkomendur þeirra byggðu. Niðurstöðurnar voru mjög skýrar. Sumar þessara músa byggðu löng göng, en aðrar stutt. Einnig gerðu sumar neyðarútgang en aðrar ekki. Eiginleikarnir tveir, (hæfileiki/vilji til að grafa löng göng eða til að grafa neyðarútgang) erfðust hins vegar óháð hvor öðrum. Það sýnir að óháðir erfðaþættir hafa áhrif á þessa tvo eiginleika. (sjá einnig umfjöllun BBC Mouse burrowing 'in their genes')

Ofurgen í eldmaurum

Eldmaurar (Solenopsis invicta) eru landlægir í Suður ameríku, en numu land í suðuríkjum BNA á fjórða áratug síðustu aldar. Þeir byggja sér bú, þar sem ein drottning ríkir, eins og algengt er meðal félagskordýra. Nema hvað töluverður fjöldi eldmaurabúa er með fleiri en eina drottningu, að því er virðist án vandkvæða. Þróunarfræðileg líkön sýna að togstreita er á milli drottningar og afkomenda hennar í búinu. Einnig verða oft blóðug átök þegar drottningin fellur frá. Því er frekar sjaldgæft að finna bú með fleiri en eina drottningu.

712px-solenopsis_invicta_casent0005804_head_1.jpgMynd af eldmaur S. invicta af vef Wikimedia commons og © AntWeb.orgCC-BY-SA-3.0

Áður hafði verið sýnt fram á að muninn á eindrollu og fjöldrollu búum mátti útskýra með einum erfðaþætti (Gp-9). Wang og félagar beittu sameindaerfðafræðilegum aðferðum við að  finna þennan erfðaþátt og skilgreina hann.

Í ljós kemur að þetta er ekki einn erfðaþáttur, heldur nokkurskonar ofurgen. Ofuregen eru ruma margra gena, líklega 616 stk. í eldmaurum,  sem erfast saman og öll taka þátt í að móta einn eiginleika. Í þessu tilfelli hversu margar drottningar eru leyfðar í búinu. 

Wang og félagar gerður ítarlegri rannsóknir á þessu ofurgeni, og litningnum sem það liggur á. Í stuttu máli hegðar þetta ofurgen sér hliðstætt kynlitningum  t.d. í spendýrum (XX: kvendýr, XY: karldýr). Þernur með BB  mynda einnar drottningar bú, en Bb gerðin fjöldrottningabú. Engir bb einstaklingar finnast í stofninum. Sem er áþekkt og hjá okkur, ekkert okkar hefur hitt YY manneskju eða YY hamstur.

Ítarefni og heimildir:

BBC Mouse burrowing 'in their genes'

Jesse N. Weber, Brant K. Peterson & Hopi E. Hoekstra  Discrete genetic modules are responsible for complex burrow evolution in Peromyscus mice Nature 493, 402–405 (17 January 2013) doi:10.1038/nature11816

John Wang, Yannick Wurm, Mingkwan Nipitwattanaphon, Oksana Riba-Grognuz, Yu-Ching Huang, DeWayne Shoemaker & Laurent Keller A Y-like social chromosome causes alternative colony organization in fire ants Nature (2013) doi:10.1038/nature11832


Heiðraða móðir og æsir allir

Nöfn skilgreindra tegunda lífvera fylgja kerfi sænska grasafræðingsins Carl von Linné (1707-1773). Nöfnin eru samsett úr tveimur orðum, sem eru skáletruð til auðkenningar. Fyrra orðið skipar tegund til ættkvíslar, en hið seinna er auðkenni hennar....

Að senda í PLoS One

Það er ótrúlegur léttir að senda loks frá sér handrit að vísindagrein, eftir kannski margra ára vinnu. Í síðustu viku sendi ég handrit til PLoS One um rannsókn á erfðabreytileika í ónæmisgenum Þingvallableikjunnar, og samanburð á nokkrum öðrum stofnum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband