Líffræðistofa Háskóla Íslands stendur fyrir málþingi þann 8. febrúar n.k. um bókina Tilviljun og nauðsyn, meistaraverk franska nóbelsverðlaunahafans Jacques Monod.

Jacques Monod var einn fremsti sameindalíffræðingur sögunnar. Á yngri árum vann hann við rannsóknir á lífríki sjávar. Hann var í áhöfn rannsóknarskipsins Pourquois Pas, fyrir hinstu för þess til Íslands. Örlögin leiddu til þess að Monod fór ekki til Grænlands og Íslands heldur til Kaliforníu og kynntist erfðafræði.
Rannsóknir hans og Francois Jacob á sykurnámi E. coli gerla ollu straumhvörfum í líffræði. Þeir félagar fengu Nóbelsverðlaunin 1965 (ásamt Andre Lwoff) fyrir að uppgötvanir sínar á genastjórnun. Monod velti fyrir sér sameindalíffræði í víðu samhengi í bók sinni Tilviljun og nauðsyn sem kom út árið 1970. Guðmundur Eggertsson prófessor emeritus við Háskóla Íslands þýddi bókina úr frönsku og Hið íslenska bókmenntafélag gaf hana út 2012.
Á málþinginu verða flutt fjögur stutt erindi um Monod, verk hans og áhrif þeirra. Guðmundur Eggertsson mun kynna Jacques Monod og bók hans Tilviljun og nauðsyn. Ólafur S. Andrésson prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands mun ræða sérstaklega rannsóknir Monod og félaga á genastjórn sykurnýtingar E. coli. Björn Þorsteinsson sérfræðingur við Heimspekistofnun HÍ ræðir og gagnrýnir hugtak Monods um siðfræði þekkingarinnar. Jafnframt mun hann huga að sambandi þessa hugtaks við skoðanir Monods á samfélagsmálum. Að síðustu mun Luc Fuhrmann sendiráðunautur flytja erindið The impact of Chance and Necessity in the 70s. Fundarstjóri verður Eva Benediktsdóttir, forseti Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.
Málþingið verður haldið 8. febrúar 2013, milli kl. 16:00 og 18:00 í Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis. Erindin verða fyrsta klukkutímann í stofu 132 og boðið verður upp á léttar veitingar að þeim loknum.
Málþingið er styrkt af eftirtöldum aðillum:
Sendiráði Frakklands á Íslandi
29.1.2013 | 12:05
Langtíma breytileiki í erfðasamsetningu þorsks (Gadus morhua) við Ísland
Tilkynning frá HÍ.
--------------------------------
Þriðjudaginn 29. janúar n.k. fer fram doktorsvörn við Líf- og umhverfisvísindadeild. Þá ver Klara Björg Jakobsdóttir doktorsritgerð sína: Langtíma breytileiki í erfðasamsetningu þorsks (Gadus morhua) við Ísland (á ensku: Historical genetic variation in Atlantic cod (Gadus morhua) in Icelandic waters).
Andmælendur eru Svein-Erik Fevolden, prófessor við Háskólann í Tromsø, Noregi og Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum
Leiðbeinendur eru Guðrún Marteinsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Daniel E. Ruzzante, prófessor við Dalhousie háskólann í Halifax, Kanada og Dr. Christophe Pampoulie, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni.
Dr. Eva Benediktsdóttir, dósent við Líf- og Umhverfisvísindadeild og forseti Líf- og Umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands, mun stjórna athöfninni.
Tengill á ritgerð: http://skemman.is/handle/1946/13858
Ágrip
Þekking á erfðafræðilegri stofngerð þorsks hefur aukist til muna á undanförnum áratugum. Hins vegar er enn lítið vitað um sögulegar breytingar í erfðasamsetningu þessa fisks eða möguleg áhrif fiskveiða á hana, hvort sem er í tíma eða rúmi. Markmið þessa doktorsverkefnis var að kanna erfðabreytileika þorsks á seinni hluta síðustu aldar og meta áhrif fiskveiða.
Unnt er að nýta gamlar kvarnir sem hefur verið safnað af Hafrannsóknastofnun til aldursgreininga, til að nálgast erfðaefni. Í fyrsta hluta verkefnisins er fjallað um notkun nýrra erfðamarka en léleg gæði erfðaefnis sem einangrað var úr uppþornuðum vefjaleifum af yfirborði kvarnanna kallaði á þróun nýrra aðferða til að auðvelda notkun þess.
Í öðrum hluta ritgerðarinnar var hið valbundna Pan I erfðamark notað til að aðgreina erfðafræðilega tvo hópa þorsks sem sýnt hafa ólíkt atferli m.t.t. til fæðunáms. Þannig var sýnt fram á að Pan IAA arfgerð einkennir grunnfarsþorsk, sem heldur sig á grunninu allt árið um kring en Pan IBB arfgerð virðist einkenna djúpfarsþorsk sem leitar í dýpri sjó og í hitaskil til fæðuöflunar.
Í megin hluta ritgerðarinnar var notað erfðaefni af kvörnum sem safnað var á árunum um 1948-2002 auk líffræðilegra upplýsinga til að kanna langtíma breytingar á arfgerðatíðni Pan I erfðamarksins sem og hlutlausra erfðamarka (örtungl) í hrygnandi þorski við Ísland. Helstu niðurstöður voru þær að jafnframt því sem að meðalaldur fiska lækkaði á tímabilinu urðu breytingar á arfgerðatíðni Pan I erfðamarksins. Þessar niðurstöður bentu eindregið til þess að hlutfall Pan I BB arfgerðar sem einkennir djúpfarshópinn hafi minnkað í kjölfar aukins fiskveiðiálags á rannsóknartímabilinu.
Ítarleg rannsókn á langtíma breytileika í hlutlausum erfðamörkum (örtungl) leiddi í ljós töluverðan breytileika og erfðafræðilegan mun á milli ára, sér í lagi yfir seinni hluta tímabilsins. Erfðafræðileg stofnstærð (Ne) var metin vera á bilinu nokkur hundruð til þúsunda fiska sem er mjög lág miðað við eiginlegan hrygningarstofn. Niðurstöður bentu til þess að sá mikli breytileiki sem einkennir ýmis lífsöguleg atriði í íslenska þorskinum endurspeglist í breytilegri erfðasamsetningu en um leið tiltölulega lágri erfðafræðilegri stofnstærð. Jafnframt sýna niðurstöður fram á mikilvægi endurtekinnar söfnunar yfir lengri tímabil svo greina megi erfðafræðilegar langtímabreytingar frá skammtímasveiflum.
------------
sjá einnig Aðlögun að dýpi og Intense Habitat-Specific Fisheries-Induced Selection at the Molecular Pan I Locus Predicts Imminent Collapse of a Major Cod Fishery
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2013 | 09:31
Erindi: af flugum og þorskum
23.1.2013 | 14:01
Við erum afkomendur Neanderdalsmanna
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó