14.12.2012 | 14:41
Máttur tómarúmsins togar þig inn
Ég stóð á hengiflugi. Upp þverhnípt bjargið blés ofsalegur vindur. Ef ég hallaði mér fram gat ég ekki dottið niður, þvílíkur var krafturinn.
Einstaka sinnum upplifum við augnablik þar sem öfl náttúrunnar gnæfa yfir okkur, og við finnum til smæðar, aðdáunar, gleði eða hræðslu. Mitt augnablik, lýst hér að ofan, var haustið 2010 þegar við vinnufélagarnar gengum upp á Esjuna vestan við Móskarðshnjúkana.
Svipaða upplifun er hægt að fá af vel skrifaðri eðlisfræði. Þannig leið mér þegar ég las Sögu tímans eftir Stephan Hawking fyrst. Máttur tómarúmsins, higgseindin fundin (Higgs Discovery) eftir Lisu Randall fellur einnig í þennan flokk. Bókin lýsir meiriháttar uppgötvun í eðlisfræði, sem tilkynnt var 4. júlí 2012. Lisa Randall snaraði saman stuttri bók sem lýsir því hvernig Higgs eindin (eða eitthvað sem hegðar sér eins og higgs eind) var fundin.
Bókin er snaggarlega skrifuð og snýst að mestu um spurningar sem Lísa fékk frá fréttamönnum og almenningi í kjölfar þess að tilkynnt var um fund eindarinnar. Það, ágætur stíll höfundar, snyrtileg þýðing Baldurs Arnarsonar og inngangur Sveins Ólafssonar, tryggja að lykilatriðin komast til skila.
Maður fær að upplifa spennuna á tilraunastofunni, þegar ögurstundin nálgast. Tilraunin sem tók 10 ár í undirbúningi er að hefjast. Einnig því hvers eðlis gögnin eru sem ofurhraðallinn í CERN býr til, með því að dúndra saman eindum á gríðarlegum hraða.
Það er frekar sjaldgæft að gefnar séu út bækur um raunvísindi og náttúrufræði hérlendis. Í ár eru það bækurnar Tilviljun og nauðsyn eftir Jaques Monod (í þýðingu Guðmundar Eggertssonar, gefin út af HIB - sjá Tilviljun er nauðsyn) og Upphafið, bók frá DK um upphaf og sögu lífsins á jörðinni sem JPV gefur út.
Því ber sérstaklega að fagna Mætti tómsins. Þeir sem vilja panta eintak geta fylgt slóð á vefsíðu Tifstjörnunar. Mynd er af sömu vefsíðu.
12.12.2012 | 11:42
Að yngjast með aldrinum
Ríkisútvarpið birti nýlega frétt af dýri sem yngist í stað þess að eldast.
Þar segir meðal annars.
Turritopsis dohrnii er ljósum prýtt og gegnsætt sjávardýr, ekki ólíkt klukkulagaðri marglyttu, og heyrir til svokallaðra hydromedusa-sjávardýra, það er hveldýra. Vísindamenn sem rannsakað hafa dýrið hafa komist að því að í stað þess að það verði gamalt og deyi verður dýrið yngra og yngra. Það breytir sér loks í lirfu og endurfæðist. Það er rétt eins og ef kjúklingur breytti sér í egg, klektist út á ný og endurfæddist.
Japanski sjávarlíffræðingurinn Shin Kubota hefur rannsakað þessi dýr. Hann segir að þau geti hjálpað mönnum við að finna lykilinn að eilífu lífi. Aðrir segja það geti verið gagnlegt við að berjast við sjúkdóma, og við að gera mönnum ellina bærilegri. Vísindamennirnir hafa séð að á yngingarferlinu getur dýrið breytt hlutverki sérhæfðra fruma, t.d. gert húðfrumu að taugafrumu.
Morgunútvarpið ræddi við Snæbjörn Pálsson um þessar skepnur í upphafi vikunnar (Morgunútvarpið: Dýr sem yngist með aldrinum).
Einnig var ítarleg umfjöllum um þetta á vef The New York Times (Can a Jellyfish Unlock the Secret of Immortality?). Um er að ræða mjög ítarlega úttekt, samtal við japanska vísindamanninn sem leiddi rannsóknina (mjög forvitnilegur náungi) og þar var lögð áhersla á mikilvægi þróunarlegs skyldleika, við að skilja djúpstæð líffræðileg fyrirbæri og sjúkdóma. Bútur úr greininni:
Until recently, the notion that human beings might have anything of value to learn from a jellyfish would have been considered absurd. Your typical cnidarian does not, after all, appear to have much in common with a human being. It has no brains, for instance, nor a heart. It has a single orifice through which its food and waste pass it eats, in other words, out of its own anus. But the Human Genome Project, completed in 2003, suggested otherwise. Though it had been estimated that our genome contained more than 100,000 protein-coding genes, it turned out that the number was closer to 21,000. This meant we had about the same number of genes as chickens, roundworms and fruit flies. In a separate study, published in 2005, cnidarians were found to have a much more complex genome than previously imagined.
5.12.2012 | 13:38
Græðarar í míní-pilsi á B5
5.12.2012 | 09:32
Tilviljun er nauðsyn
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó