Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Málverk af plöntum og þroskun lungna

Ég vil benda fólki á tvö erindi um líffræðileg efni í vikulokin.
 
Fimmtudaginn 6. des. mun Þórarinn Guðjónsson fjalla um hlutverk miRNA í þroskun lungna.
Kl. 12:10 í stofu 343  í Læknagarði. Erindið heitir "MicroRNA in breast epithelial morphogenesis" og verður flutt á ensku, sbr. ágrip:

We have recently shown that D492, a breast epithelial cell line with stem cell properties undergoes epithelial to mesenchymal transition (EMT) in 3D coculture with endothelial cells. This is evidenced by formation of spindle-like phenotype, suppression of keratin expression and cadherin switch from E- to N-cadherin. MicroRNA (miRs) are highly conserved, small RNA molecules that regulate key biological processes. miRs can act as tumor suppressors or oncogenes and their expression is often deregulated in cancers. Downregulation of the miR200 family has been linked to EMT and recent studies show that members of this family are regulators of epithelial integrity in many tissues. The miR200 family is found in two clusters at chromosome 1 (miR200ba-429) and 12 (miR200c-141). In this seminar I will discuss our data that show that overexpression of miR-200c-141 in D492 and D492M inhibits and reverses EMT, respectively, which support the view that miR200c-141 may be a potent tumor suppressor and important regulator of epithelial integrity in the human breast.

Föstudaginn 7. desember 2012 mun Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í grasafræði við Líf og umhverfisvísindastofnun HÍ mun fjalla um blómamyndir Eggerts Péturssonar.

Erindið heitir Plöntur og grös í verkum Eggerts Péturssonar, og byggir á erindi sem Þóra flutti á málþingi um verk Eggerts (Blómstrandi list - Málþing um Eggert Pétursson) sem haldið var af Verkfræði og náttúruvísindasviði HÍ í nóvembermánuði 2012. Þóra mun leggja út frá sýn grasafræðingsins, og fjalla um byggingu blómahluta, plantna og einnig um samsetningu gróðursamfélaga.

Erindið verður flutt á íslensku. Dagskrá erinda líffræðistofu haustið 2012 má sjá á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar. Erindið hefst kl. 12:30 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.


Tillaga til þingsályktunar um heildrænar meðferðir græðara

Fyrir alþingi liggur tillaga til þingsályktunar um heildrænar meðferðir græðara.

141. löggjafarþing 2012–2013. Þingskjal 566  —  452. mál.

Þar segir meðal annars:

Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að skipa starfshóp sem kanni hvort niðurgreiða skuli heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu og/eða undanþiggja þær greiðslu virðisaukaskatts. Í starfshópnum verði einn fulltrúi frá hverjum eftirtalinna: Bandalagi íslenskra græðara, embætti landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands, ríkisskattstjóra og velferðarráðuneyti og verði sá síðasttaldi jafnframt formaður starfshópsins. Hópurinn skili niðurstöðu til velferðarráðherra fyrir árslok 2013.

Úr greinargerð:

  Með aukinni notkun almennings á heildrænum meðferðum er hægt að spara stórar fjárhæðir sem annars mundu fara í lyfjakostnað hjá ríkinu. Í nágrannalöndum Íslands er í auknum mæli ávísað hreyfiseðlum við ýmsum lífsstílsvandamálum sem ágerast mjög með tímanum ef ekki er gripið tímanlega inn í og kunna að lenda þungt á heilbrigðiskerfinu á komandi árum. Hér geta heildrænar meðferðir komið almenningi öllum til góða. Bæði vísa læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fólki að leita til græðara vegna ýmissa vandamála og fólk leitar einnig í auknum mæli til þeirra að eigin frumkvæði til að leita annarra leiða en hið almenna heilbrigðiskerfi býður upp á. Því miður er þó staðan sú í dag að Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í kostnaði fólks við heildrænar meðferðir né eru þær undanþegnar greiðslu virðisaukaskatts eins og á við um almenna heilbrigðisþjónustu, sem og t.d. þjónustu hnykkjara. Þetta gerir það að verkum að heildrænar meðferðir eru dýrar og því má ætla að fleiri gætu nýtt sér þjónustuna ef hún yrði niðurgreidd.

Það væri skelfilegt ef þessi þingályktunartillaga væri samþykkt.

Svanur Sigurbjörnsson tók saman frábær rök gegn þessari tillögu og sendi nefndasviði Alþinigis (skoðið einnig tengla á síðu hans).

Mín fyrstu drög að andsvari fylgja hér að neðan.

1) Heilbrigðisþjónusta á að byggja á vísindalegum grunni. Það á ekki að beita meðferðum sem sannað er að hafi engin áhrif, eða hreinlega neikvæð áhrif á batahorfur eða líðan sjúklings.

2) Erlendis hafa farið fram ítrekaðar prófanir á mörgum heildrænum meðferðum, og þær fá mjög slæma útreið. Bandaríska stofnunin um óhefðbundnar lækningar (National Center for Complementary and Alternative Medicine*) hefur styrkt margar rannsóknir á þessu sviði, en niðurstöðurnar hafa alltaf verið neikvæðar. Einu rannsóknirnar sem sýna einhver jákvæð merki eru á efnum úr plöntum, sem í sumum tilfellum hafa jákvæð áhrif á ákveðna sjúkdóma. En það er ekki beinlínis óhefðbundin læknisfræði, það er að sumu leyti rót lyflæknisfræðinnar.

3) Það er varasamt og stundum hreinlega hættulegt að beina sjúklingum til kuklara. Í skásta falli líður sjúkdómurinn hjá. Í versta falli líður lengri tími þangað til sjúklingur fær rétta greiningu af alvöru lækni, sem getur jafnvel dregið til dauða.

4) Skattgreiðendur krefjast þess að peningum þeirra sé varið á skynsaman hátt. Skattgreiðandur myndu ekki styðja það ef ríkið myndi eyða milljarði króna í að kaupa lottómiða.

5) Ríkið á ekki að stroka út línuna á milli raunveruleika og skáldskapar. Með því að votta aðilla sem stunda kukl myndu yfirvöld þyrla upp ryki sem gerir fólki erfitt fyrir að taka upplýstar ákvarðanir. Í veröld nútímans er offramboð á ólýsingum (röngum "upplýsingum": misinformation) og stjórnvöld verða að draga skýra línu í því máli. Því miður telja sumir stjórnmálamenn að það sé þeim í hag að blása upp óvissu um ákveðin mál málstað sínum til framdráttar. Þeir verða að skilja að hér verður ekki bæði sleppt og haldið.

Ég skora á alla að mótmæla þessari tillögu í bréfi til nefndarsviðs alþingis (nefndasvid@althingi.is).

* Það má ræða tilurð þeirra stofnunar og hvort að réttlætanlegt sé að eyða $100 á ári í að prófa brjálaðar tilgátur. T.d. enginn myndi veita styrk til að leita að sniglum á tunglinu.Sjá t.d. umfjöllun skepdic.com.

Ítarefni eða skyldir pistlar:

Trú á yfirnáttúru og kraftaverkalyf er meinsemd

Högun tilrauna og smáskammta"lækningar"

Að tigna forheimskuna

 

Leiðréttingar.

Atriði 3,4 og 5 voru umorðuð (leiðrétt) 4. des, ónafngreindum yfirlesara er þakkaðar ábendingar.


Erfðamengi hveitis raðgreint

Í nýjasta tölublaði Nature er greint frá frumraðgreiningu á erfðamengi hveitis ( Triticum aestivum ). Hveiti er sérstakt að mörgu leyti. Brauðhveiti sem við þekkjum best er álitið 6 litna. Sem þýðir að 6 eintök eru af hverjum litningi. Ástæðan er sú að...

Rafdráttur til gæðagreininga á kjarnsýrum

Hans G. Þormar doktorsnemi við læknadeild HÍ og forstjóri Lífeindar/ Biocule mun fjalla um Rafdrátt til gæðagreininga á kjarnsýrum (Electrophoresis to assess quality of nucleic acid samples). Erindið verður föstudaginn 30. nóvember 2012 frá 12:30 til...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband