18.10.2012 | 11:45
Andvísindastefna til hægri og vinstri
Mikael Allan Mikaelsson sálfræðingur og bloggari á Eyjunni ritaði langan og ítarlegan pistil um sögu andvísindalegrar afstöðu Republikanaflokksins. Pistillinn heitir Krossferð repúblika gegn vísindum og er bæði vandaður og fróðlegur (þó sannarlega hefði mátt prófarkalesa hann betur). Þar segir Mikael meðal annars:
Í dag hafa framsæknir og hófsamir repúblikar fundið sjálfa sig á hliðarlínunni á meðan hægrisinnuð öfgahyggja Teboðshreyfingarinnar stýrir stefnu flokksins. Þessi hættulega þróunn hefur umturnað allri heilbrigðri stjórnmálaumræðu og skapað óvissu um það sem ætti teljast til grundvallar þekkingu.
Sverrir Jakobsson hefur einnig fjallað um hverfuleika Upplýsingarinnar.
Efling menntunar á 20. öld er kannski mesta afrekið, en það væri ofmælt að líta svo á að arftakar upplýsingarmanna hafi unnið fullnaðarsigur á andvísindalegri hugsun. Og á Vesturlöndum er vísindaleg hugsun í kreppu. Barátta sköpunarsinna gegn kenningum Darwins hefur áorkað því að náttúrufræðikennsla í Bandaríkjunum er að hverfa 300 ár aftur í tímann.
Ég fjallaði um þetta í pistli fyrir nokkrum árum (Að tigna forheimskuna).
Þetta er alls ekki sér íslenskt fyrirbæri, og hefur oft skotið upp kollinum í mannskynsögunni (t.d. barðist Kaþólska kirkjan gegn vísindum á fyrri öldum, eins og Stalínistarnir í Sovétríkjunum og George W. Bush á sínu kjörtímabili). Susan Jacoby hefur ritað bók um þessi efni, i lauslegri þýðingu, öld Amerísku rökleysunnar (The Age of American Unreason).
Eins og rakið er í nýlegri grein í New York Times, þá er andvitsmunaleg viðhorf mjög algeng í vestrænum samfélögum (það er reyndar huggun harmi gegn að þessi grein var mest lesna greinin eina nýliðna helgi, en ekki einhver "frétt" um Porche sem vafðist um tré). Það sem Jacoby bendir á í bók sinni er önnur, ef ekki hættulegri skoðun sé í uppsveiflu. Þetta er rökleysuhyggja (mín þýðing á orðinu "anti-rationalism"), sem staðhæfir að það sé ekki til neinn sannleikur eða staðreyndir, bara skoðanir (á ensku the idea that there is no such things as evidence or fact, just opinion).
Þessi andvísindastefna, er ekki bundin við repúblikanaflokkinn, því vinstri menn sýna sömu einkenni í öðrum málaflokkum. Hægri menn gagnrýna þróunarkenninguna, loftslagsvísindi og félagsvísindi. Vinstri menn gagnrýna læknisfræði, hefðbundin landbúnað og efnatækni.
Michael Specter ritar um þetta í Denialism, þar sem hann tekur dæmi um sókn hægri og vinstri afla gegn vísindum og þekkingu. Michael kafar reyndar ekki djúpt í orsakir fyrir þessari auknu andúð á vísindum, en við víkjum að því síðar í almennilegri bókarýni.
Mig grunar að ástæðað sé að heimurinn er orðinn mjög flókinn. Við skiljum ekki hvernig margar tækniframfarir (læknismeðferðir, fæðuframleiðsla, raftæki) eða stjórnkerfi heimsins (stjórnsýsla ríkis, EB, SÞ, eða stórfyrirtækja) virka. Um leið og óvissan tekur völdin, þá læðist óttinn inn og hann framkallar ýkt viðbrögð.
Hérlendis fylgja hægri og vinstri menn í fótspor erlendra starfsbræðra sinna. Beinharðir vinstrimenn gagnrýna erfðabreyttar lífverur af nánast trúarlegri sannfæringu, og sumir bólusetningu sem allra meina rót*. Sanntrúaðir kapítalistar gagnrýna loftslagsvísindin og virðast sumir hverjir tilbúnir að gagnrýna þróunarkenninguna (Guðfinna Bjarnadóttir t.d.) eða vistfræði sem stöðvar virkjanir. Mér fannst frábært að Þorgerður Katrín fyrrverandi menntamálaráðherra skyldi vara hægri menn við því að brugga sama seyði og teboðshreyfingin Bandaríska. Mér fannst hins vegar sorglegt að hún skyldi hætta í pólitík. Sjálfur á ég bágt með að trúa samsæriskenningum, ég vona að henni hafi ekki verið bolað út fyrir ummælin.
Ef þið hafið ekki lesið þennan pistil, og farið strax að lesa pistil Mikaels (Krossferð repúblika gegn vísindum), þá er ég mjög sáttur. Ef þið hafið lesið pistilinn til enda, þá ætla ég að biðja ykkur um að fylgja öðrum klikkandi lesendum. Þeir sem bara klikka og lesa ekki, standið upp - hreyfingaleysi er banvænt.
*Þetta er dálítið skemmtilegur orðaleikur. Ég fann tvö dæmi um þessa orðnotkun, í Þjóðviljanum frá 1937 "Nei, það á að banna lt slíkt, eins og Hitl,er hefir gert. Almúginn hefir ekkert vit á. stjórnmálum, og það er allra meina rót, ef honum. er leyft að afa nokkra hönd í bagga með slíkui." og í Lesbók morgunblaðsins frá 1947.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2012 | 11:32
Hið viðkvæma lífríki Mývatns
Landsvirkjun hefur hafði undirbúningsframkvæmdir fyrir virkjun í Bjarnarflagi. Landvernd og aðrir aðillar fara fram á að aðgerðum sé hætt, á meðan umræða um Rammaáætlun fer fram.
Lífríki Mývatns byggist á innstreymi af kísilríku heitu vatni. Lífríkið er einnig viðkvæmt, sem birtist í sveiflum í mývargi, og þar með anda og fiskistofnum. Einnig bárust fréttir um að kúluskíturinn, hin sérkennilega boltalaga vatnaplanta sem finnst í vatninu sé á hröðu undanhaldi. (Kúluskíturinn er að hverfa Spegillinn 28. júní 2012).
Japanski plöntulífeðlisfræðingurinn Isamu Wakana er hér á landi í sjötta sinn til þess að rannsaka kúluskítinn í Mývatni en þessi sérstaka vatnaplanta finnst einungis þar og í Akanvatni í Japan. Í dag var hann að við köfun í vatninu að viðstöddu starfsfólki Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn og kom það ekki til af góðu.
Við fengum grunsemdir fyrir tveimur árum síðan að kúluskítnum hefði fækkað svo mikið núna að það væri nánast ekkert eftir af honum," segir Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn. Þegar við fundum hann hér fyrst 1978 þá var mjög mikið af honum, þá voru tugir milljóna af kúluskít í Mývatni, núna eru þetta nokkur hundruð sem virðast vera eftir."
Ljóst er að lífríkið er mjög viðkvæmt, og því spurning hvort ekki þurfi nýtt umhverfismat fyrir Bjarnarflagsvirkjun. Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn mælti með því í viðtali við Spegilinn (15. október 2012). Sjá einnig umfjöllun á vef stöðvarinnar.
16.10.2012 | 12:17
Barnalegir vísindamenn...vísindaleg börn
Vísindi og fræði | Breytt 17.10.2012 kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2012 | 09:24
Erfðatækni, umhverfi og samfélag
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó