11.9.2012 | 09:14
Erindi: Kerfislíffræði og sameindaræktun
Mig langar til að benda fólki á tvö erindi um líffræði í þessari viku, bæði um mjög framsækin efni.
Einar Mäntylä frá ORF líftækni mun fjalla um Sameindaræktun í erindi fimmtudaginn 13. september, kl. 12:20, í bókasafni Tilraunastöðvarinnar.
Með sameindaræktun er venjulega átt við notkun plantna sem framleiðslulífvera fyrir verðmætar sameindir, einkum prótein, með hjálp erfðatækni. Í erindinu verður fjallað um ýmsar hliðar sameindaræktunar og uppbyggingu sameindaræktunar hér á landi. Margvíslegur árangur hefur náðst frá því að menn fyrst sáu fyrir sér hagkvæma framleiðslu stórsameinda með þessum hætti. Eins og aðrar greinar líftækni byggir sameindaræktun á bæði grunn- og hagnýtum rannsóknum í lífvísindum. Leiðin frá grunnrannsóknum, um tækniyfirfærslu til hagnýtingar í atvinnulífi og verðmætasköpunar í samfélaginu getur verið löng og torfær. En hún er fær.
Síðan mun Steinn Guðmundsson fjalla um efnaskiptalíkön, byggð á blágrænþörunginum Synechocystis í föstudagsfyrirlestri líffræðistofu (14. september 2012, kl 12:30, í stofu 130 í Öskju Náttúrufræðahúsi HÍ).
Steinn er lektor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ og stundar rannsóknir sínar á kerfislíffræðisetri HÍ. Þar hefur að undanförnu verið unnið að rannsóknum á þörungum þar sem markmiðið er að nota þá til að binda koldíoxíð í útblæstri jarðvarmavirkjana og framleiða jafnframt verðmæt efni. Þetta má gera á hagkvæman máta með því að nýta ljósdíóður (LED) til lýsingar.
Við rannsóknirnar eru m.a. notuð stærðfræðileg líkön af efnaskiptum lífveranna, þ.á.m. ljóstillífun. Í þessum fyrirlestri mun Steinn lýsa gerð líkans af efnaskiptum blágrænþörungsins Synechocystis PCC6803 og hvernig nota megi líkanið til að spá fyrir um áhrif ljósmagns á vöxt, afleiðingar þess að slá út gen ofl. Í lokin mun hann fjalla um hvernig slík líkön geta nýst við að hönnun á erfðabreyttum lífverum. Mynd af líkani um ljóstillífun, himnur, prótín og efnaskipti er fengin frá Steini Guðmundssyni (höfundarréttur er hans).
Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.9.2012 | 11:11
Eins árs afmæli LUVS
Fyrir ári síðan var Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn, á afmælisdegi Ómars Ragnarsonar 16. september.
Á þeim degi var Líf- og umhverfisvísindastofnun HÍ stofnuð, og nú heldur hún upp á eins árs afmæli sitt með dagskrá föstudaginn 14. September 2012 (14:00 til 16:00). Þema afmælishátíðarinnar er hnattræn umhverfismál. Þrír sérfræðingar stofnunarinnar fjalla um það viðfangsefni, hver frá sínu horni.
Anna Karlsdóttir lektor í land- og ferðamálafræði - Hagræn og samfélagsleg áhrif loftslagsbreytinga á Norðurslóðum
Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor í líffræði - Áhrif loftslagsbreytinga á gróður norðlægra slóða
Snæbjörn Pálsson dósent í líffræði - Loftslagsbreytingar, erfðalandfræði og uppruni tegunda á Íslandi
Aðgangur á afmælishátíðinina er ókeypis og hún er öllum opin.
Vísindi og fræði | Breytt 11.9.2012 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2012 | 11:00
Decode hvað, ENCODE er miklu stærra
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
3.9.2012 | 12:32
Steingervingur frá Svalbarða afhjúpar sögu hvítabjarna
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó