Leita í fréttum mbl.is

Skutu máf sem veiddi laxa

Í sveitinni minni er nafntoguð laxá. Afi minn og nú frændi leigja alltaf ánna til veiðifélags, og við nýttum aldrei veiðidaga. En samt borðuðum við stundum lax úr ánni hér á árum áður.

Lykillinn var að vakta veiðibjölluna sem veiddi lax. Þegar bóndinn eða vinnumaðurinn voru að vinna á sléttunum við ánna, fylgdust þeir með atferli máfsins. Það var a.m.k. ein veiðibjalla sem gat nefnilega veitt lax. 

Hún sveif yfir fisknum, dýfði sér síðan niður og hjó í hann. Við vitum ekki alveg hvernig hún fór að, en það var sem hún stýrði fisknum upp á grynningar. Þar sá bóndinn til hennar gæða sér á fisknum, óð út í ánna og hirti fenginn.

Síðan fékk veiðifélagið byssumenn til að fækka fuglum, og eftir það fundum við ekki fleiri laxa á þennan hátt. Mögulegt er að þeir hafi skotið mávinn sem kunni að veiða lax.

Vitanlega er e.t.v. líklegra að veiðibjallan hafi ekki veitt laxinn sjálf, heldur bara kunnað að nýta sér sjálfdauða (eða örþreytta og slæpta fiska sem veiðimenn slepptu...undarleg hegðun veiðimanna...spurning hverjar lífslíkurnar eru hjá fiski sem sleppt er?).

Mér fannst laxinn alltaf ágætur biti. Jafnvel þótt að hann hafi e.t.v. verið sjálfdauður var hann sannaræega betri en soðin gömul hæna.


mbl.is Skjóta máva sem éta hvali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróun í hellum

Rannsóknir á þróun lífsins eru stundaðar á margvíslegan hátt. Hægt er að kanna hvernig skyldar tegundirnar eða stofnar breytast vegna umhverfisþátta. Nálgunin byggist á því að fylgjast með þróuninni þegar hún gerist.

Spurningin sem eftir stendur er hvort að þróunin leiti alltaf á sömu brautir, eða hvort að það geti verið tilviljun háð hvaða lausn verður ofan á. Þetta má skýra með dæmi. Hvað gerist þegar stofn fiska kemur í nýtt umhverfi, þar sem lítil fæða er í boði og hitinn lágur? Búast má við hraðari kynþroska, að fiskarnir verði minni og e.t.v. breytingum á formi þeirra.

Þetta er einmitt það sem gerist í bleikjustofnum hérlendis, í litlum tjörnum og hellum. Bjarni Kr. Kristjánsson, Prófessor við Hólaskóla, hefur rannsakað dvergbleikjur hérlendis undanfarin ár, og nú byrjað að kanna hellableikjuna við Mývatn sem Árni Einarsson og félagar við Náttúrurannsóknarstöðina á Mývatni hafa kortlagt.

Hellableikjan er sérstök að því leyti að umhverfis Mývatn eru margar tjarnir í hraunhellum, og í mjög mörgun finnast dvergvaxta hellableikjur. Þetta er sérstaklega heppilegt fyrir rannsóknir á þróun, af því að mögulegt er að í hverjum helli hafi einangrast stofn sem þróist sjálfstætt. Hellableikjan gæti því verið nokkurskonar náttúruleg tilraun í þróunarfræði, svona dálítið eins og þegar fólk gerir tilraunir í 10 aðskildum túbum af bakteríum á tilraunastofunni.

Fyrstu niðurstöður úr rannsókn Bjarna og félaga voru ræddar í fréttum Rúv 26. ágúst síðastliðinn (Hellableikja rannsökuð í Mývatni.). Þar segir Bjarni frá því að  erfðafræðilegur munur hafi fundist milli hellana (25 voru skoðaðir), sem bendir til þess að í þeim séu "erfðafræðilega aðgreindir stofnar af bleikju, þeir eru margir hverjir mjög litlir (50 veiddir)". Fiskarnir eru einnig frekar svipaðir að útliti, sem er vísbending um að samskonar aðlaganir hafi orðið í mismunandi hellum við vatnið.

Spurningarnar sem fyrirhugað er að rannsaka í framhaldinu (með orðum fréttamans RÚV) er "Hvenær og hvernig bleikjan komst í hellana?" og "Hvernig eru hún erfðafræðilega skyld bleikjunni í vatninu og innbyrðis?"

Bjarni er ungur og upprennandi vísindamaður sem fékk einmitt nýstirnisverðlaun Líffræðifélagsins árið 2011.


Auglýst eftir ritstjóra fyrir Náttúrufræðinginn

Tilkynning: Hið íslenska náttúrufræðifélag óskar eftir að ráða starfsmann til að ritstýra félagsriti sínu Náttúrufræðingnum. Náttúrufræðingurinn er alþýðlegt fræðslurit um náttúru Íslands og náttúrufræði og hefur tímaritið komið út samfleytt í 82 ár...

Rýnt í gegnum drífuna: rannsóknir á vistfræði mörgæsa

Breytingar á umhverfinu hafa margvísleg áhrif á lífverur, og geta leitt til minnkunar stofna og jafnvel útdauða. Erfitt hefur reynst að rannsaka mörgæsir og vistfræði þeirra, vegna náttúrulegra aðstæðna, og því er lítið vitað um sögu þeirra og sveiflur í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband