3.9.2012 | 12:32
Steingervingur frá Svalbarða afhjúpar sögu hvítabjarna
Hvítabirnir lifa á norður heimskautinu, á íshellunni og einnig á föstu landi hluta ársins. Ólafur Ingólfsson prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands og nemendur hans, fundu fyrir nokkrum árum steingerðan kjálka hvítabjarnar á Svalbarða (sjá meðfylgjandi mynd Ólafs). Í ljós kom að beinið var um 110.000-130.000 ára gamalt.
Í kjölfarið hóf Ólafur samstarf við erlenda erfðafræðinga, sem tókst að einangra DNA úr beininu og þar með að kanna uppruna og sögu hvítabjarna. Nýverið birtu Ólafur og samstarfsmenn rannsókn sem sýnir að hvítabirnir komu fram fyrir 4-5 milljónum ára. Hún leiðir einnig í ljós að stórfelldar loftslagsbreytingar og flæði erfðaefnis milli hvítabjarna og brúnbjarna hafa haft mikil áhrif á þróun hvítabjarna.
Ólafur mun rekja sögu þessara rannsókna í erindi 7. september 2012. Erindið kallast "From dirt to DNA - A chance fossil find on Svalbard sheds light on the natural history of the Polar Bear" og verður flutt á ensku.
Erindið er undir formerkjum líffræðistofu, Líf og umhverfisvísindastofnunar HÍ. Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Skyldir pistlar.
Ættartré tegunda, einstaklinga og gena
Ísbirnir og pöndur að fornu og nýju
30.8.2012 | 10:03
Skutu máf sem veiddi laxa
Í sveitinni minni er nafntoguð laxá. Afi minn og nú frændi leigja alltaf ánna til veiðifélags, og við nýttum aldrei veiðidaga. En samt borðuðum við stundum lax úr ánni hér á árum áður.
Lykillinn var að vakta veiðibjölluna sem veiddi lax. Þegar bóndinn eða vinnumaðurinn voru að vinna á sléttunum við ánna, fylgdust þeir með atferli máfsins. Það var a.m.k. ein veiðibjalla sem gat nefnilega veitt lax.
Hún sveif yfir fisknum, dýfði sér síðan niður og hjó í hann. Við vitum ekki alveg hvernig hún fór að, en það var sem hún stýrði fisknum upp á grynningar. Þar sá bóndinn til hennar gæða sér á fisknum, óð út í ánna og hirti fenginn.
Síðan fékk veiðifélagið byssumenn til að fækka fuglum, og eftir það fundum við ekki fleiri laxa á þennan hátt. Mögulegt er að þeir hafi skotið mávinn sem kunni að veiða lax.
Vitanlega er e.t.v. líklegra að veiðibjallan hafi ekki veitt laxinn sjálf, heldur bara kunnað að nýta sér sjálfdauða (eða örþreytta og slæpta fiska sem veiðimenn slepptu...undarleg hegðun veiðimanna...spurning hverjar lífslíkurnar eru hjá fiski sem sleppt er?).
Mér fannst laxinn alltaf ágætur biti. Jafnvel þótt að hann hafi e.t.v. verið sjálfdauður var hann sannaræega betri en soðin gömul hæna.
![]() |
Skjóta máva sem éta hvali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.8.2012 | 09:37
Þróun í hellum
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2012 | 09:02
Auglýst eftir ritstjóra fyrir Náttúrufræðinginn
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó