Leita í fréttum mbl.is

Trú á yfirnáttúru og kraftaverkalyf er meinsemd

Hví trúir fólk furðulegum hlutum? spurði Michael Shermer í bók sem kom út i lok síðustu aldar (Why  people believe weird things). Þar fjallar hann um fólk sem trúir undarlegum hlutum, t.a.m. þá sem afneita helförinni, dýrka djöfla, trúa sköpunarsögu biblíunar, sem smíða samsæriskenningar og aðra sértrúarsöfnaði í öllum regnbogans litum.

Shermer hefur mestan áhuga á því hvað fær fólk til að trúa undarlegum hlutum, t.d. talandi runnum, tilgátum um samsæri gyðinga eða því að geimverur  hafi numið þá á brott.

Hin hliðin á málinu er sú að með einstrengingslegri trú á kjaftæði verður sumt fólk að meinsemd í mannlegu samfélagi. Skýr dæmi um hvernig trúarofstæki leiðir til hörmunga eru krossferðirnar, spænski rannsóknarrétturinn og fávitarnir sem flugu á tvíburaturnanna.

Önnur dæmi eru kannski ekki eins skýr, eins og trúa smáskammtalækningar (homeopathy) óhefðbundnar lækningar, bænir eða Atkinskúrinn. Nýjasta dæmið er trú sumra Laosbúa á að duft mulið úr beinum ljóna hafi lækningamátt.

Þetta er bara eitt dæmið af mörgum þar sem óhefðbundnar lækningar, (kannski sérstaklega í Asíu, en þó þoli ég ekki að fullyrða það) geta haft slæmar afleiðingar. Það eru engin vísindaleg gögn sem benda til þess að ljónabeinaduft hafi lækningarmátt, en engu að síður er komin upp þörf og þar með þrýstingur á síminnkandi ljónstofna. Deyjandi gamalmenni í Laos er örugglega alveg sama hvort að duftið sem hann fái sé úr síðasta ljóninu eða því næst síðasta, svo lengi sem hann trúi því að það bæti lífslíkur hans eitthvað. Þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum verða örlög annara, sérstaklega annara dýra, harla léttvæg.

Hérlendis er hæpið að nokkur muni kaupa ljónabeinaduft sér til hressingar, en í staðinn er nóg framboð af öðrum snákaolíum og hressingarlyfjum.  Ég vona að til þess komi ekki að íslenskir kraftaverkalyfja-neytendur taki þátt í útrýmingu ljóna, eða annara tegunda í útrýmingarhættu. Hins vegar eru sumar pillur sem seldar eru í heilsubúðum úr fágætum tegundum, sem eru ofnýttar í náttúrunni , t.d sólhatti (Echinacea ).

Því er mikilvægt að við áttum okkur á því að ekki öll vandamál hafa lausnir. Stundum getum við ekkert gert við sjúkdómum annað en lina þjáningar. Við viljum leita lausna, en lausnin kann að vera líkn frekar en ljónabeinaduft.


mbl.is Vilja mala ljónabein í lyf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættartré tegunda, einstaklinga og gena

Erfðamengjabyltingin gerir okkur kleift að greina erfðamengi einstaklinga, ekki bara manna heldur einnig annara lífvera. Nú berast fregnir af rannsókn á erfðamengjum 23 hvítabjarna og nokkura brúnbjarna. Markmiðið er að meta aldur hvítabjarna - hvenær aðskildust þeir frá sameiginlegum forföður hvítabjarna og brúnbjarna? Einnig er hugmyndin að kanna erfðabreytileika innan hvítabjarnarstofnsins, og með einstöku ~120.000 ára gömlu beini úr hvítabirni sem Ólafur Ingólfsson fann, kanna nýlega sögu stofnsins. 

IsbjarnarKjalki_OlafurIngolfssonMynd af beininu tók Ólafur Ingólfsson jarðfræðingur. 

Rannsóknin birtist í hinu virta tímariti PNAS, og er helstu niðurstöðum hennar gerð ágæt skil í nýlegri fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands Hvítabirnir blandaðri brúnbjörnum en áður var talið (birtist meðal annars nær orðrétt á mbl.is -Hvítabirnir eldri en áður var talið).

Ein niðurstaða greinarinnar er að aldur hvítabjarna er mun meiri en áður var talið. Fyrra mat var um 150.000 ár, en nýjustu tölur benda til að um 3-4 milljón ár séu síða hvíta og brúnbirnir aðskildust í tegundir. Hví þessi mikli munur?

Munurinn liggur í því að mismunandi hlutar erfðamengisins voru skoðaðir. Fyrra matið á aldri hvítabjarna byggði á erfðaefni úr hvatberanum - og benti til þess að sameiginlegur uppruni tegundanna hafi verið fyrir um 150.000 árum. Seinna matið byggði á öllu erfðamenginu, og þá sést að flest gen og litningabútar aðskildust fyrir um 3-4 milljónum ára. Seinni talan er rétt, því hún byggir á næstum öllu erfðamenginu. En ég legg áherslu á að flest gen sýna þennan mikla aldur, því önnur gen sýna lægra gildi. Eðlileg frávik í svona aldursmati umtalsverð, geta skeikað þúsundum ára ef ekki hundrað þúsund árum. En munur upp á 150.000 til 4.000.000 ár kallar á aðrar skýringar.

Greinin lýsir því að þessi náni skyldleiki milli hvítabjarna er mestur við brúnbirni frá ákveðnu svæði í vestaverðu Kanada. Svarið við gátunni er genaflæði, afrakstur kynmaka (og jafnvel ásta) hvítabjarna og brúnbjarna. Sum gen, m.a. hvatbera litningurinn virðist hafa flætt frá hvítabjörnum til brúnbjarna, líklega þegar dýrin á þessu landsvæði hittust í kjölfari hlýnunar og búferlaflutninga.

Lykilatriðið er að ættartré gena, einstaklinga og tegunda eru ekki þau sömu. Við erfum gen og litningabúta frá foreldrum okkar, ömmum, öfum og öðrum forfeðrum. Erfðamengi einstaklings er blanda af genum forfeðra. Gen hvers okkar eru handahófskennd blanda af genum fjögurra langafa og fjögurra langamma*. Við kunnum að fá eintök af einu geni frá ömmunni í Bárðardal, og afanum frá Bæ, en eintök næsta gens geta verið frá Arkangelsk og Dýrafirði.

Erfðafræðirannsóknir hafa nú afhjúpað slík mynstur í mörgum tegundum. Aldur hvatberalitnings mannsins er annar en aldur Y-litningsins (þannig að Askur og Embla voru tæplega samtíða). Einnig sjást skýr merki um kynblöndun Neanderdalsmanna og forfeðra okkar utan Afríku (Getur verið að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?).

* að því gefnu að engin skyldleikaæxlun hafi verið!

Ítarefni

Polar and brown bear genomes reveal ancient admixture and demographic footprints of past climate change Millera o.fl. 2012 PNAS www.pnas.org/cgi/doi/10.1073/pnas.1210506109

Ísbirnir og pöndur að fornu og nýju

Getur verið að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?


mbl.is Hvítabirnir eldri en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðursdoktor við Háskóla Íslands

David Attenborough er flestum vel kunnugur, sem dásamleg sjónvarpspersóna og ástríðufullur talsmaður náttúru og fræða. Færri vita að þann 24. júní 2006 var David Attenborough gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Kristín Ingólfsdóttir rektor sagði...

Kapphlaupið um 1000 dollara erfðamengið

X prize sjóðurinn stendur fyrir keppni með það markmið að raðgreina erfðamengi einstaklings fyrir innan við $1000 stykkið. Ástæðan er sú að þeir vilja hvetja til þróunar á tækjum og hugbúnaði til að raðgreina DNA á sem ódýrastan og nákvæmastan hátt,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband