Leita í fréttum mbl.is

Enn skal banna útiræktun erfðabreyttra lífvera - Hefur eitthvað breyst?

Opið bréf til flutningsmanna þingsályktunartillögu um bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera.

Fram er komin á Alþingi tillaga til þingsályktunar um bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum (Þskj. 1073 – 667. mál). Flutningsmenn tillögunnar eru þingmennirnir Þuríður Backman, Mörður rnason, Álfheiður Ingadóttir, Þór Saari, Ólína Þorvarðardóttir, Birgitta Jónsdóttir, Þráinn Bertelsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Samkvæmt tillögunni skal „skipa starfshóp er vinni að breytingum á lögum og reglugerðum í þeim tilgangi að banna útiræktun á erfðabreyttum plöntum eigi síðar en 1. janúar 2013“. Rökin eru eftirfarandi: „Að mati flutningsmanna er nauðsynlegt að leggja af útiræktun á erfðabreyttum plöntum til þess að vernda hreinleika íslenskrar náttúru og með tilliti til siðferðislegrar skyldu núlifandi kynslóðar til að koma í veg fyrir að einkenni hennar glatist.“

Sambærileg tillaga var lögð fram á löggjafarþingi 2010-2011 (Þskj. 737 – 450. mál) og voru flutningsmenn þeir sömu nema í stað Atla Gíslasonar og Ólafs Þórs Gunnarssonar eru komnar þær Álfheiður Ingadóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Í bréfi til nefndarsviðs Alþingis 10. febrúar 2011 gerðu 37 sérfræðingar í erfðafræði og skyldum greinum athugasemdir við tillöguna. Í bréfinu sagði m.a.: „Við teljum að tillaga þessi sé með öllu óþörf enda gilda þegar ströng lög og reglur um erfðabreyttar lífverur á Íslandi. Meðal annars starfar sérstök nefnd sem fer yfir hverja erfðabreytingu fyrir sig og metur hana og áhættuna af henni í hverju tilviki á vísindalegum forsendum. Engin ástæða er til að banna útiræktun erfðabreyttra lífvera þegar engin hætta er talin stafa af slíkri ræktun.“

Okkur er ekki kunnugt um að fram hafi komið ný fræðileg rök um hættuna sem erfðabreyttrar plöntur geti haft á „hreinleika íslenskrar náttúru“ sem gefa tilefni til þess að endurskoða þetta álit. Endurupptaka umræddrar tillögu á dagskrá Alþingis án nýrra gagna hlýtur að vekja þá spurningu hvaða upplýsingar og rök liggja að baki því að alþingismennirnir átta kjósa að halda tillögunni til streitu og taka því ekki tillit til álits helstu sérfræðinga þjóðarinnar í erfðafræði og skyldum greinum. Við þessari spurningu hljóta flutningsmenn tillögunnar að bregðast áður en Alþingi tekur efnislega afstöðu til málsins.

Arnar Pálsson, dósent, Háskóla Íslands
Áslaug Helgadóttir, prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands
Eiríkur Steingrímsson, prófessor, Háskóla Íslands
Guðmundur Eggertsson, prófessor emeritus, Háskóla Íslands
Jón Hallsteinn Hallsson, dósent, Landbúnaðarháskóla Íslands
Magnús Karl Magnússon, prófessor, Háskóla Íslands
Már Másson, prófessor, Háskóla Íslands
Ólafur S. Andréssson, prófessor, Háskóla Íslands
Þórunn Rafnar, Íslenskri erfðagreiningu


Björg C. Þorláksson náði eyrum erlendra líffræðinga

Í vísindum nútímans er smættunarhyggja (reductioninsm) ríkjandi. Hún gegnur út á að greina undirliggjandi ástæður, oftast með því að finna og rannsaka einstök ferli sem móta þá eiginleika sem verið er að rannsaka. T.d. í atferlisfræðinni, er nú alsiða að leita að genum sem hafa áhrif breytileika í hegðun dýra.

Heildarhyggja (holism) er andstæður póll við smækkunarhyggjuna. Samkvæmt henni er mikilvægt að rannsakan heildina, ekki stakar einingar. Steindór J. Erlingsson fjallar aðeins um togstreitu á milli þessara öfga í nýlegri grein um íslenska vísindakonu (Björg C. Þorláksson náði eyrum erlendra líffræðinga). Þar segir hann:

Enginn er spámaður í sínu föðurlandi, allra síst ef hann er kona! Þetta fékk Björg C. Þorláksson (1874–1934) að reyna á sinni lífsleið, eins og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir lýsir vel í ævisögu Bjargar. Þegar ég hafði fyrst spurnir af rannsóknum Sigríðar Dúnu heyrði ég því fleygt að ekki væri mikill fengur í því að fást við fræðistörf Bjargar þar sem hún birti lítið sem ekkert á Íslandi, auk þess sem hún fékkst við hálf vafasamar rannsóknir, en hún blandaði saman líffræði, heimspeki og sálfræði.

Pistillin er endurprentun á 10 ára gamalli grein Steindórs í morgunblaðinu, en ekkert verri fyrir vikið.


Fluga á væng fiðrildis

Ótrúlega flott mynd Stephen Paddock, af vef Nikon. Ávaxtafluga á væng fiðrildis. http://www.microscopyu.com/featuredmicroscopist/paddock/paddockgallery.html Frekari flugu og myndadýrkun... naktar ávaxtaflugur og geislandi gen. Ég hef bara ekkert...

Bólusetningar og einhverfa - samantekt

Fyrir nokkru þá reifuðum við mögulegar orsakir einhverfu í stuttum pistli ( Orsakir á huldu ), sem kveikti ansi miklar umræður. Hér reifa ég mína sýn á þessa umræðu, frá sjónarhóli líffræðings og áhugamanns um vísindalega umræðu. Í stutt máli þá má...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband