Leita í fréttum mbl.is

Hrafnaþing: Erfðabreytt náttúra

Af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

-------------------------------------------------------------

Kristinn P. Magnússon sameindaerfðafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands mun á síðasta Hrafnaþingi vormisseris, miðvikudaginn 25. apríl, flytja erindi sitt Erfðabreytt náttúra.

Í erindinu verður fjallað um líffræðilega fjölbreytni, sem er undur lífsins, hráefni þróunar og grundvöllur þess að lífverur og vistkerfi geti aðlagast breyttum aðstæðum. Grunneining líffræðilegrar fjölbreytni er erfðabreytileiki einstaklingsins. Stofnar, tegundir, og heilu vistkerfin standa og falla með fjölbreytileika erfðamengja einstaklinganna. Þannig endurspeglar erfðabreytileiki lýðfræðilega byggingu og þróunarsögu stofns.

-------------------------------------------------------------

KP var einn kennara á nýafstöðnu námskeiði um Erfðatækni, umhverfi og samfélag, sem haldið var í samstarfi HÍ, LBHÍ og HA. Það lukkaðist ljómandi vel, ég lærði amk. helling og umræðan var þroskuð og á yfirveguðum nótum.

Erindi Náttúrufræðistofnunar eru aðgengileg á vefnum, á sérstakri youtube rás. Um er að ræða slæðusýningu og upptaka af erindinu samhliða. Þetta er flott framtak og vonandi taka fleiri skipuleggjendur fyrirlestra um vísindi þetta upp.  Það væri akkur í því fyrir leikmenn og lærða að geta horft á fyrirlestra um forvitnileg og brýn efni.


Með fróðleik í fararnesti - Kræklingaferð í Hvalfjörð

Af vef Háskóla Íslands. Ferð farin 21. apríl 2012.

---------------------------------------------------------------------------------------

Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, leiða ferð á slóðir kræklingsins í Hvalfirði. Kræklingi verður safnað og fræðst um hann og verkun hans.

Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 10.30. Hægt verður að sameinast þar í bíla. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um það bil þrjár klukkustundir að akstrinum í Hvalfjörð meðtöldum.

Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir sem efnt var til í tilefni aldarafmælis skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum og nú hjólaferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Ferðirnar verða fimm talsins og tekur hver um tvær klukkustundir. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

Markmiðið með samstarfinu er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskólans og Ferðafélagsins.

------------------------------------------

Næstu ferðir:

5. maí kl. 11 - Karl Benediktsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, leiðir hjólaferð um miðborgina og nágrenni. Staldrað verður við á nokkrum stöðum og fjallað um ýmis atriði borgarumhverfisins með augum landfræðinga.

27. maí kl. 14 - Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands, og Sigurður Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, leiða gönguferð við Vífilsstaðavatn. Ferðin er sérstaklega sniðin að börnum, ungmennum og fjölskyldum þar sem skoðaður verður gróður, lífríki vatnsins og fuglar sem verða á vegi okkar.

8. september kl. 11 - Kristín Einarsdóttir, aðjunkt í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild, leiðir hjólaferð, með aðstoð Þjóðbrókar, félags þjóðfræðinema, þar sem þjóðsögur, draugasögur, hjátrú sjómanna, vikivaki og óvæntar uppákomur verða á vegi okkar.

6. október kl. 11 - Helga Gottfreðsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, leiðir gönguferð um slóðir 250 ára sögu ljósmæðra. Gengið verður frá Skólavörðustíg 11 og komið við á þremur til fjórum áfangastöðum í miðbæ Reykjavíkur sem tengjast sögu ljósmæðra.


Eflum samkeppnisjóði - eflum vísindin

Ég hvet alla til að skrifa undir áskorun á vefnum til að hvetja stjórnvöld til þess að efla samkeppnissjóði vísinda og tækniráðs . ALLIR VINNA...TIL LENGRI TÍMA LITIÐ! sagði góður maður nýlega um þetta átak. Framfarir í vísindum verða fyrir tilstuðlan...

Borgarskipulag gegn þunglyndi

Nýleg samantekt skoskra vísindamanna sýnir að gönguferðir draga úr einkennum þunglyndis. Samantektin byggir á greiningu á 8 eldri rannsóknum, sem eru reyndar ansi misjafnar hvað varðar uppsetningu og samsetningu "sjúklinga" og viðmiðunar hópa. En...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband