20.4.2012 | 10:54
Með fróðleik í fararnesti - Kræklingaferð í Hvalfjörð
Af vef Háskóla Íslands. Ferð farin 21. apríl 2012.
---------------------------------------------------------------------------------------
Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, leiða ferð á slóðir kræklingsins í Hvalfirði. Kræklingi verður safnað og fræðst um hann og verkun hans.
Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 10.30. Hægt verður að sameinast þar í bíla. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um það bil þrjár klukkustundir að akstrinum í Hvalfjörð meðtöldum.
Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir sem efnt var til í tilefni aldarafmælis skólans 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum og nú hjólaferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Ferðirnar verða fimm talsins og tekur hver um tvær klukkustundir. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.
Markmiðið með samstarfinu er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskólans og Ferðafélagsins.
------------------------------------------
Næstu ferðir:
5. maí kl. 11 - Karl Benediktsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, leiðir hjólaferð um miðborgina og nágrenni. Staldrað verður við á nokkrum stöðum og fjallað um ýmis atriði borgarumhverfisins með augum landfræðinga.
27. maí kl. 14 - Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands, og Sigurður Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, leiða gönguferð við Vífilsstaðavatn. Ferðin er sérstaklega sniðin að börnum, ungmennum og fjölskyldum þar sem skoðaður verður gróður, lífríki vatnsins og fuglar sem verða á vegi okkar.
8. september kl. 11 - Kristín Einarsdóttir, aðjunkt í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild, leiðir hjólaferð, með aðstoð Þjóðbrókar, félags þjóðfræðinema, þar sem þjóðsögur, draugasögur, hjátrú sjómanna, vikivaki og óvæntar uppákomur verða á vegi okkar.
6. október kl. 11 - Helga Gottfreðsdóttir, dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, leiðir gönguferð um slóðir 250 ára sögu ljósmæðra. Gengið verður frá Skólavörðustíg 11 og komið við á þremur til fjórum áfangastöðum í miðbæ Reykjavíkur sem tengjast sögu ljósmæðra.
Vísindi og fræði | Breytt 23.4.2012 kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2012 | 12:28
Eflum samkeppnisjóði - eflum vísindin
Ég hvet alla til að skrifa undir áskorun á vefnum til að hvetja stjórnvöld til þess að efla samkeppnissjóði vísinda og tækniráðs.
ALLIR VINNA...TIL LENGRI TÍMA LITIÐ! sagði góður maður nýlega um þetta átak.
Framfarir í vísindum verða fyrir tilstuðlan atvinnumanna, sem finna mikilvægar rannsóknarspurningar og sem geta fundið svör við þeim með snjöllum tilraunum eða athugunum. Vísindamenn starfa flestir hjá hinu opinbera, kenna við háskóla og stunda rannsóknir samhliða því. Íslenskir háskólar styðja misvel við sína vísindamenn, skaffa þeim aðstöðu og stundum örlítið styrkfé. Stuðningur þeirra er samt lítill miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum, eða Bandaríkjunum.
Mestur er samt munurinn á samkeppnisjóðunum. Samkeppnissjóðir útdeila peningum til vísindamanna á grundvelli faglegs mats á umsóknum um tiltekin verkefni. Ef t.d. Rán Múladóttir vill rannsaka áhrif plastefna á greind músa, þá hannar hún þá tilraun og lýsir í ítarlegri umsókn. Ef fagráðið og yfirlesara telja spurninguna spennandi og mikilvæga, tillögur Ránar skynsamlegar og líklegt að verkefnið skili greinagóðu svörum fær hún pening til verksins. Nema auðvitað peningar séu af skornum skammti, eins og á Íslandi.
Vandamálin hérlendis eru einnig annars eðlis. Of stór hluti fjármagns hins opinbera til rannsókna er úthlutað á ógegnsæan hátt.
Vísinda og tækniráð leggur til í nýlegri skýrslu að samkeppnissjóðir verði efldir, sbr. tilkynningu á vef Rannís:
Hér á landi er 84% opinbers fjár til vísinda og nýsköpunar bundin í fjárveitingum til stofnana en aðeins 16% er veitt í samkeppni. Við teljum brýnt að það verði sýnilegt að skattfé þjóðarinnar renni til þeirra verkefna, háskóla og stofnana sem skila mestum árangri og að jafnræði sé tryggt. Breytt skipulag fjárveitinga kallar á virku gæðamat í kerfinu öllu, ekki aðeins innan háskóla sem hafa fylgst skipulega með rannsóknastarfi um árabil, heldur líka í rannsóknarstofnunum og öllu stuðningskerfinu.
Að auki er rannsóknasjóðirnir svo aðkrepptir að þeir geta ekki styrkt allar umsóknirnar sem fá besta einkunn.
Nú er svo komið að sjóðurinn hefur jafnvel ekki ráð á að styrkja umsóknir sem lenda í efsta gæðaflokki. Þetta er afleit þróun enda öðru rannsóknarfé í opinni samkeppni vart til að dreifa. Og jafnvel þótt Rannsóknasjóður veiti hæstu styrki sem veittir eru til rannsókna hér á landi eru þessir styrkir ekki nema hálfdrættingur á við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum og brot af því sem gerist í Bandaríkjunum. [Úr Íslenskt vísindasamfélag, rannsóknir og efling samkeppnissjóða. Eiríkur Steingrímsson, Hannes Jónsson, Magnús Karl Magnússon og þórólfur Þórlindsson prófessorar við Háskóla Íslands.]
Staðan er nefnilega ískyggileg. Alltof stór hluti styrkfjárins fer huldubrautir. Þeir fara beint til stofnanna eða í sjóði sem vinna eftir undarlegum eða pólitískum forsendum. Félagar mínir segja frá furðulegheitum eins og, styrkfé sem er búið að úthluta áður en umsóknarfresti er lokið og peningum sem settir eru í ákveðnar stofnanir án þess að þær hafi gert grein fyrir því hvernig eigi að verja fénu.
Ímyndið ykkur opinber innkaup sem fara eftir slíkum brautum. Ríkið vill byggja náttúruminjasafn óskar eftir tilboðum. Þeir úthluta verkinu síðan til einhvers gæðings áður en fresturinn rennur út! Eða að hluti fjármagns ráðaneytis sé settur í einhverja tiltekna stofnun, án þess að þeir þurfi að segja hvað þeir vilji gera við féð!
Vísindi og fræði | Breytt 24.4.2012 kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2012 | 10:47
Borgarskipulag gegn þunglyndi
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2012 | 13:49
Heimsendir í boði lyfjaframleiðenda
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó