10.4.2012 | 15:10
Naktar ávaxtaflugur og geislandi gen
Kjarni vísindagreina eru niðurstöðurnar, sem hjálpa til við að svara rannsóknarspurningum sem upp var lagt með. Niðurstöðurnar eru af ýmsu tagi, tölur, töflur, gröf og myndir.
Myndir er eitt mikilvægasta form niðurstaðna, og upp á síðkastið hafa myndbönd einnig komist á þennan stall. Myndband sem lýsir atferli dýrs segir meira en mörg orð, og stakar myndir geta einnig afhjúpað djúpstæða líffræði.
Þroskun er eitt af þeim sviðum sem myndbönd hjálpa mikið við. Þroskun fósturs ávaxtaflugunar, yfir í starfhæfa lirfu tekur 24 klst. Á þeim tíma skipta frumurnar sér í ofboði og skipa sér upp í vefi og líffæri, sbr myndband á DNAtube.
Ávaxtaflugufræðingar efna til myndakeppni árlega, í tengslum við fund sinn. Hér fylgja nokkur dæmi um myndir sem unnu til verðlauna, eða komust á virðingarlista.
Tissue elongation requires oscillating contractions of a basal actomyosin network.
He L, Wang X, Tang HL, Montell DJ. Nat Cell Biol. 2010 Dec;12(12):1133-42. Epub 2010 Nov 21.
Bhutkar, A. J., S.W. Schaeffer, S. Russo, M. Xu, T. F. Smith, W. J. Gelbart (2008). Chromosomal rearrangement inferred from comparisons of twelve Drosophila genomes. Genetics 179: 1657-1680.
Weavers H, Prieto-Sánchez S, Grawe F, Garcia-López A, Artero R, Wilsch-Bräuninger M, Ruiz-Gómez M, Skaer H, Denholm B. The insect nephrocyte is a podocyte-like cell with a filtration slit diaphragm. Nature 2009 15;457:322-6
Denholm B, Skaer H. Bringing together components of the fly renal system. Curr Opin Genet Dev. 2009 19(5):526-3
5.4.2012 | 14:59
Af hverju að lesa biblíuna?
Persónulega skil ég ekki fólk sem nennir að lesa trúartexta eins og biblíuna. Jafnvel þeir sem eru yfirlýstir jésúitar, hafa aldrei lesið biblíuna, treysta frekar á túlkanir annara og niðursuðu presta og postula.
Sem fermingardrengur reyndi ég að lesa biblíuna (ég var alveg stappfullur af helgi...svo lá við slepju), en fannst Frank og Jói miklu skemmtilegri.
Félagi Steindór, sem ég vitna til oftar en biskupinn í biblíuna, birti nýlega pistil á innihald.is um Guðleysi og biblíuna. Steindór hefur nefnilega lesið tugi bóka um kristni, biblíuna, trú og trúleysi. Síðan las hann biblíuna, eða amk nýja testamentið. Hann segir:
Ég hef lesið um afbyggingu og ótrúlega smækkun Jesú, þróunarsögu djöfulsins, áhrif Adam og Evu á frumkristni, Tómasarguðspjall, illsku- og ofbeldisvandamál Biblíunnar, þjóðfræðilega greiningu á Biblíunni, Opinberunarbókina, og endalok Biblíurannsókna
Það sem mér þykir hins vegar mest um vert er að ég lét loksins verða af því að lesa Nýja testamentið (NT) og valda kafla úr því Gamla (GT). Það er sérkennileg tilfinning fyrir guðlausan mann að lesa NT. Hér er á ferðinni rit sem hefur haft gríðarleg áhrif á vestræna menningu undanfarin tvöþúsund ár og sér ekki fyrir endann á því. Þrátt fyrir þetta snerti lestur Biblíunnar ekki við mér tilfinningalega. Varð mér því stundum hugsað til einstaklinga á borð við Sophie Scholl sem sóttu styrk í Biblíuna til þess að berjast gegn ofurefli. Þetta mun ég líklega aldrei upplifa. Kjarkur minn kemur annars staðar frá. Innra með sjálfum mér.
Þó Biblían hafi ekki snert við mér tilfinningalega þá tendraði lesturinn upp vitsmunahliðina í mér. Ástæða þess liggur fyrst og fremst í því að ég var búinn að undirbúa mig vel og hóf því lesturinn með nokkuð ítarlegan leiðarvísi. Ég byrjaði t.d. ekki á Mattheusarguðspjalli, fyrsta riti NT, heldur Markúsarguðspjalli. Ástæðan er sú að Markús er elsta guðspjallið og byggja Mattheus og Lúkas að hluta til á því. Einnig var ég meðvitaður um þversagnir og falsanir í Biblíunni.
Þótt umfjöllun Steindórs sé skemmtileg þá mun ég frekar lesa Thinking fast and slow eftir Daniel Kahneman sem ég keypti í bóksölu stúdenta í vikunni (Heili 1 og heili 2) en biblíuna eða bækur um hana. Þótt sannarlega sé hún merkileg bók, þá vil ég frekar lesa um einhver djúp fræði en sögu trúartexta (hvort sem það sé talmúdd, nýja testamentið eða bókin um veginn).
Gleðileg súkkulaðiegg og páskalambasteik.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
4.4.2012 | 14:40
Kortlagning erfðaþátta í vorskriðnablómi
3.4.2012 | 12:12
Mennskir minkar við Galapagos
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó