Leita í fréttum mbl.is

Eflum samkeppnissjóði Vísinda og tækniráðs

Settur hefur verið upp undirskriftarlisti á vefnum til að hvetja stjórnvöld til þess að efla samkeppnissjóði vísinda og tækniráðs. Áskorunin er svo hljóðandi:

Opinber stuðningur við vísindastarfsemi er fjárfesting sem skilað hefur íslensku samfélagi miklum arði, m.a. í formi hratt vaxandi þekkingariðnaðar. Til að efla þekkingarsamfélagið enn frekar er mikilvægt að hlúa vel að rótunum, þ.e. vísinda og rannsóknastarfi. Þetta er best gert með því að efla rannsóknasjóði sem nota jafningjamat við úthlutun fjár. Með því er fjármunum beint til þeirra verkefna sem líklegust eru til að ná árangri skv. alþjóðlegum viðmiðum.  Einnig er mikilvægt að styrkja efnilega unga vísindamenn sérstaklega til að tryggja eðlilega nýliðun. Samkeppnissjóðir eru mjög veikir á Íslandi og eru hlutfallslega mun minni en sambærilegir sjóðir í nágrannalöndunum. Auk þess hefur fjármagn til sjóðanna dregist verulega saman undanfarin ár sem þegar hefur valdið stöðnun í rannsóknum og er viðbúið að muni hindra framþróun íslensks þekkingariðnaðar á næstu árum ef ekki verður brugðist tafarlaust við.

Við undirrituð hvetjum því Ríkisstjórn Íslands til að:
·         Stórauka framlög til rannsóknasjóða Vísinda- og tækniráðs. Til að ná svipuðu hlutfalli og í nágrannalöndunum þyrfti að þrefalda Rannsóknarsjóð. Mikilvægt er að tryggja vöxtinn til frambúðar í samræmi við verðþróun í landinu.
·         Styrkja sérstaklega efnilegt ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref sem sjálfstæðir vísindamenn.

Ég hvet alla sammála áskoruninni til að skrifa undir.

Skylt efni og pistlar:

Háskólarannsóknir á tímum kreppu (1) Hlutverk háskóla

Háskólarannsóknir á tímum kreppu (2) Fjármögnun vísindarannsókna.

Háskólarannsóknir á tímum kreppu (3) Gæði rannsókna

Háskólarannsóknir á tímum kreppu (4) Doktorsnám á Íslandi

Háskólarannsóknir á tímum kreppu (5) Staða raun- og heilbrigðisvísinda

Sameiginleg hlutverk og baráttumál vísindafólks


Ný-útdauðir frummenn

Steingervingasagan er mjög gloppótt. Engu að síður er hægt að átta sig á stórum dráttum, t.d. tilkomu ákveðinna dýra og plöntuhópa.

Steingervingasaga mannsins er fyllri en margra annara lífvera, líklega vegna áhuga okkar á eigin fortíð (frekar en sögu sæsporðdreka t.d.). Það er staðreynd að maðurinn er skyldastur simpönsum. Reyndar sýna nýjar upplýsingar sýni að hluti af erfðamengi okkar er skyldara górillum en simpönsum, en það er vegna þess i) að genin hafa hvert sína sögu og ii) þess að það leið stuttur tími frá því að forfaðir manna og simpansa skildi við sameiginlegan forfaðir okkar og górilla. 

Ættartré manntegunda er ríkulega greinóttur runni. Þekktustu meiðarnir eru suðurapinn, Homo erectus og Homo neanderthalensis. Neanderdalsmenn eru t.t.l. náskyldir manninum, en dóu út fyrir um 35000 árum (en skildu reyndar eftir erfðaefni í mannfólki utan Afríku. Getur verið að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?). Reyndar fannst einnig beinagrind smágerðrar mannveru á eyjunni Flores í Indónesíu en deilt er um hvort um sé að ræða nýja tegund eða afbakað mannveru Dvergar á Flores og á Íslandi).

Nýverið birtist grein í PLoS ONE sem bætir nýrri steingerðri beinagrind í safnið. Sú ku vera um 13000 ára gömul og harla ólík Homo sapiens. Sum einkenni eru áþekk venjulegu mannfólki en önnur segja höfundar greinarinnar að séu of ólík til að um sömu tegund geti verið að ræða. Út frá þeim beinum sem fundust og einkennum þeirra er ekki hægt að skera úr um hvort að þetta sé djúp greina á þróunartré manntegunda (homo greininni okkar) eða hvort að þetta sé bara sérstaklega umbreyttur (úrkynjaður) hópur af tegundinn H. sapiens.

Beinin fundust í tveimur Kínverskum hellum árin 1979 og 1989, en lágu órannsökuð til ársins 2008. Annar hellana heitir Rauða dádýrshellir, og því fengu nýju (eða nýútdauðu) mennirnir heitið Rauðadádýrsfólkið (Red deer cave people). 

Mér finnst alltaf jafn svekkjandi að neanderdalsmenn hafi dáið út. Ímyndið ykkur hversu fjölskrúðugari staður jörðin væri, ef hér byggju 2-5 tegundir manna. Ef til vill var ómögulegt fyrir þær að búa saman í friði, en sem afkomandi hippa má ég alveg leyfa mér drauma.

Frumheimild

Darren Curnoe o.fl.  Human Remains from the Pleistocene-Holocene Transition of Southwest China Suggest a Complex Evolutionary History for East Asians PLoS ONE 7(3): e31918. doi:10.1371/journal.pone.0031918

Umfjöllun the Guardian

 

Red Deer Cave people' may be new species of human The guardian Ian Sample 14 mars 2012

Skyldir pistlar: athugið að í pistlunum hér á eftir er misræmi, sem starfar af því að gögn sem birtust 2010-2011  staðfestu kynblöndun manna og neanderdalsmanna.

Úr Svínadal eða Neanderdal

Adam neanderthal og Eva sapiens

Getur verið að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?

Er sjálfsofnæmi arfleifð frá Neanderdalsmönnum?


Visnu og mæðirannsóknir á Keldum fyrir hálfri öld

Það var sem vitrun að læra frumulíffræði hjá Halldóri Þormar prófessor. Hann kenndi mikið út frá spurningum, á borð við: Hér er fruma, hvernig getum við greint mismunandi hluta hennar? Er þessu prótíni seytt út úr frumunni eða ekki? Síðan rakti hann...

Hvar er genið mitt tjáð?

Stundum ber svo við að maður landar geni en veit fjarska lítið um það. Ein fyrsta spurningin sem kemur upp í hugan er, hvar er genið tjáð? Tjáning er margþætt ferli, en fyrst er myndað mRNA afrit af geninu, í ferli sem kallast umritun (transcription)....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband