28.2.2012 | 17:22
Erindi: Landnám framandi grjótkrabba
Erindi hans kallast flutningur framandi lífvera og landnám grjótkrabba (Cancer irroratus) við Ísland (The transport of non-indigenous species and colonization of the Atlantic rock crab (Cancer irroratus) in Icelandic waters).
Landnám framandi tegunda er eitt af alvarlegustu umhverfis- og efnahagslegu vandamálum sem blasa við heimsbyggðinni í dag. Flutningur sjávarlífvera í kjölfestuvatni skipa er talin ein meginástæða þess. Á síðastliðnum árum hafa nokkrar tegundir sjávarlífvera numið land við Ísland, þar á meðal hinn norður-ameríski grjótkrabbi (Cancer irroratus). Farið verður yfir helstu flutningsleiðir sjávarlífvera auk þess sem greint verður frá landnámi grjótkrabbans hér við land.
Erindið er að hluta byggt á meistaraverkefni Sindra, sem hann vann í samstarfi við Jörund Svavarsson, Halldór P. Halldórsson í Sandgerði og Snæbjörn Pálsson.

Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru haldnir í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ og eru öllum opnir. Erindin eru flutt á íslensku, nema annað sé tekið fram.
Dagskrá vorsins má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.
27.2.2012 | 12:46
Gen frá mömmu, pabba og öllum hinum
Í helgarpistlinum "stökkbreyting írskra gena" veltir Jónas Haraldsson (17. feb. 2012, bls. 32) fyrir sér spurningum um uppruna íslendinga og mun á fegurð íra og íslendinga. Hann ber sérstaklega saman fegurð íslenskra kvenna og meintan ófrýnileik írskra karlmanna. Því næst tíundar Jónas uppl ýsingar um erfðafræðilegan uppruna íslendinga, sem honum finnst stangast á við dreifingu fegurðar í þessum hluta Evrópu. Jónas segir:
Þar kemur fram að um 60 prósent erfðaefnis Íslendinga er norrænt en um 40 prósent frá Bretlandseyjum. Hið skrýtna er samt að sömu mælingar segja okkur að um 80 prósent erfðaefnis íslenskra karla megi rekja til Noregs og annarra Norðurlanda en um 20 prósent til Bretlandseyja.....
...Þegar þetta liggur fyrir hættir maður að skilja. Íslenskar skvísur, fegurðarviðmið víða um heim, eru meira eða minna írskar, upprunalega dætur ljótustu karla í heimi....
....Vill ekki einhver rannsaka það?
Erfðarannsóknir hafa sýnt að 4 af hverjum 5 íslenskum körlum er með Y litning ættaðan frá Noregi. Á sama hátt sýna rannsóknir að u.þ.b. 2 af hverjum 3 hvatberalitningum eru ættaðir frá Bretlandseyjum. Hvatberalitningar erfast eingöngu frá móður og Y litningar eingöngu frá feðrum til sona. En það sem vantar í umfjöllun Jónasar er afgangurinn af erfðaefninu, hinir 23 litningarnir sem bera í sér 98% DNA frumna okkar.
Af hverju skiptir þetta máli? Jú, þessi 98% erfðamengisins, öll hin genin og litningarnir erfast óháð kyni. Það þýðir að erfðasamsetningin stokkast upp í hverri kynslóð. Þannig að þessar írsku ófrynjur sem Jónas lætur sig dreyma um, voru fljótar að umbreytast þegar írsku og norsku genin stokkast saman á þeim fjörtíu kynslóðum sem liðnar eru frá landnámi. Þetta sést best ef við skoðum bókhaldið í smáatriðum. Hvatberalitningurinn, sem erfist bara frá mæðrum, er u.þ.b. 16,570 basar. Y-litningurinn er u.þ.b. 50 milljón basar, en erfðamengi okkar í heild er u.þ.b. 3200 milljón basar.
Að endingu vill ég samt árétta, fyrir mitt leyti a.m.k., að margar írskar konur eru forkunnafallegar og rautt hár íslenskra kvenna mikil prýði. Einnig er ágætt að rifja upp að makaval gengur ekki eingöngu út frá snoppufegurð eða gullnum hlutföllum. Eins valdi stórabóla sér ekki skotmörk með hliðsjón af útliti. Stundum er betra að vera hraustur en sætur.
Skýring: Pistlinn þessi er aukinn og bætt útgáfa lesendabréfs sem birtist í Fréttatímanum 24. febrúar 2012, undir titlinum "Betra að vera hraustur en sætur".
Heimildir
http://genomics.energy.gov/
http://www.ornl.gov/sci/techresources/Human_Genome/posters/chromosome/faqs.shtml
Vísindi og fræði | Breytt 28.2.2012 kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2012 | 14:59
Eðli mannsins
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2012 | 10:10
ORF Líftækni: frá vísindum í vöru
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó