Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Fléttur og óstöðug erfðamengi

Nokkur spennandi erindi á sviði náttúrufræða og erfðafræði eru á döfunni:

Stephen Meyn fjallar um óstöðugleika erfðamengis og sjúkdóma því tengdu

Miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 12-13.

Stephen mun ræða um óstöðugleika erfðamengis og tvo sjúkdóma því tengdu, Fanconi anemia og ataxia telangiectasia. Í erindi sínu mun hann leggja sérstaka áherslu á sameindalíffræðilegar hliðar þessara sjúkdóma.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu 343, Læknagarði, og verður fluttur á ensku. Allir velkomnir.

Fræðsluerindi Náttúrustofanna "Samanburður breytinga á stofnum lunda og sílis við Ísland og í Norðursjó

Fimmtudaginn 23. febrúar nk. kl. 12:15-12:45 flytur Erpur Snær Hansen, líffræðingur á Náttúrustofu Suðurlands erindi.

Á sama tíma verður flutt erindi um erfðamengi samlífis.

Fyrirlesari: Ólafur Andrésson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Heiti erindis:  Erfðamengi samlífis: Hvað býr hið innra með fléttum?
 
Erindið verður haldið fimmtudaginn 23. febrúar kl. 12:20, í bókasafni Tilraunastöðvarinnar á Keldum.
Enda þótt fléttur séu víða áberandi og hafi mikla þýðingu í mörgum vistkerfum auk þess að vera sérlega áhugaverðar þróunarfræðilega, þá hefur enn ekkert erfðamengi fléttu verið birt. Við erum því í ákjósanlegri aðstöðu til að vinna ítarlega lýsingu á erfðamengi, umritamengi og próteinmengi fléttusamlífis. Í heild munu þessar upplýsingar veita djúpan og margbrotinn skilning á fléttusamlífi og þróun þess og leggja grunn fyrir frekari rannsóknir, svo sem á efnaskiptamengi, efnaflæði, smíði kerfislíkana og prófun þeirra. Auk þess gefast tækifæri til að greina ný efni og hvernig þau eru framleidd.
Efniviður rannsóknanna er himnuskóf (Peltigera membranacea) sem safnað er í Keldnagili. Gerð verður stutt grein fyrir hvernig erfðamengi fléttunnar og umritunarmengi (mRNA) hafa verið raðgreind og hvers konar ályktanir má draga af því, m.a. um eðli samlífisins. Einnig verður gerð grein fyrir óvenjulegu efni sem fundist hefur í fléttunni. 

Eilífðarsmáblóm í tímavél

Sumar plöntur mynda mjög harger fræ sem endast áratugi, og spíra oft löngu eftir að foreldri þeirra runnu sitt skeið. Tilgátur eru uppi um að þetta sé leið plantna til að dreifa áhættunni, þrauka erfið ár eða kuldaskeið. Ef veðrátta er nægilega rysjótt eða umhverfi óstöðugt, þá mun veljast fyrir eiginleikum sem tryggja að fræin spíri ekki öll á sama tíma, heldur muni sum liggja í dvala lengur en önnur.

Hins vegar er ljóst að venjuleg fræ geta ekki legið í dvala í 30.000 ár. Ávextirnir sem rússnesku vísindamennirnir fundu árið 2007 í sífrera voru heldur ekki með fullþroskuð fræ. Lykillinn virðist hafa verið íkornar sem söfnuðu ávöxtum í forðabúr sín, þar sem þeir frusu og héldust frosnir til dagsins í dag. Tilraunir til að fá fræin til að spíra lukkuðust ekki, en vefjarækt kom þá til bjargar.

Vefjarækt gengur út að fá frumur plantna, t.a.m. úr fræbelg eða laufblaði, til að fjölga sér og mynda nýjan einstakling. Plöntur eru merkilegar að því leyti að þær má einrækta á þennan hátt (margar plöntur gera þetta alveg sjálfar!), og þetta hefur verið notað markvisst í plöntukynbótum.

Þetta er í fyrsta skipti sem tekst að lífga við smáblóm sem lá í sífreranum. Margir hafa reynt að koma til gömlum fræjum sem fundist hafa á túndrunni, og e.t.v. fundu rússnesku líffræðingarnir hér leið til að ferðast um tímann. Rannsóknir sem þessar gefa okkur nefnilega tækifæri á að skoða eiginleika, erfðir og líffræði tegunda sem nú eru horfnar (eða allavega breyttar).

Þannig getum við kannað eiginleika eilífðarsmáblóms sem afhjúpast okkur í kjölfar merkilegs ferðalags. Það er skemmtilegt að hugsa til þess að íkornar voru við stjórnvölin á tímavélinni.

Leiðréttingar á orðalagi.

Eins og Benjamín benti á þá eru "loðnir einhyrningar" reyndar "loðnir nashyrningar" (woolly rhinoceros), sbr. einhyrningar og mammútar frá tímum mammúta

"kornum ávaxtanna" á líklega að vera "fræ ávaxtana"

"mammútar" eru "loðfílar"

Einnig er erfitt að skilja að það "fundust smávægileg frávik í formi blaðanna og kyns blómanna"? Í útgáfu BBC, sem var þýdd hér nánast hugsunarlaust, er sagt " found subtle differences in the shape of petals and the sex of flowers". Mér þykir líklegast að um sé að ræða mun á kynvef plantnanna, en hvorki BBC (Richard Black environmental correspondent) né mbl.is (NN) reyna að útskýra það almennilega.

Ítarefni:

Pistill Ed Young (Not exactly rocket science) um þetta efni: Flowers regenerated from 30,000-year-old frozen fruits, buried by ancient squirrels

BBC 21. febrúar 2012  Frozen plants spring back to life

Frumheimildin:

Yashina, Gubin, Maksimovich, Yashina, Gakhova & Gilichinsky. 2011. Regeneration of whole fertile plants from 30,000-y-old fruit tissue buried in Siberian permafrost. PNAS http://dx.doi.org/10.1073/pnas.1118386109


mbl.is Ræktuðu upp úr 30.000 ára ávexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkaminn sem vígvöllur

Mannslíkaminn hefur verið sýndur á RÚV síðustu mánudagskvöld . Í kvöld er síðasti þátturinn í þessari vönduðu BBC þáttaröð, sem heitir " inside the human body " á frummálinu. Í þáttunum hefur verið kafað í byggingu og starfsemi mannslíkamans, hvernig...

Litli vísindamaðurinn og voldugi risinn

Vísindamenn stunda rannsóknir og kynna fyrir öðrum með erindum, bókum en aðallega ritrýndum vísindagreinum. Það felur í sér að vísindamaðurinn skrifi skýrslu um rannsókn sína, með inngangi, aðferðalýsingu, niðurstöðum og ályktunum. Allt þarf þetta að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband