7.2.2012 | 10:12
Gengur skrímslið laust? Líftækni í ljósi bókmennta

Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur mun fjalla um tengsl líftækni og bókmennta í erindi föstudaginn 10. febrúar 2012 (kl. 12:30-13:10).
Erindið heitir Gengur skrímslið laust? Líftækni í ljósi bókmennta og verður byggt á bókinni Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika (2011). Bókin fjallar um um sæborgir (svo sem gervimenni, vélmenni, klóna) í bókmenntum og myndmáli. Líftækni er skoðuð í ljósi bókmennta og kvikmynda og kannað hvernig orðræða skáldskapar mótar hugmyndir okkar um líftækni. Tengsl tækni og menningar eru könnuð og þá sérstaklega birtingarmyndir þeirra í skáldskap. Hvaða áhrif hefur tæknin á einstakling og samfélag? Hvaða áhrif hefur tæknin á hugmyndir um mennsku? Hver er framtíð mannkyns í tæknivæddu samfélagi?
Föstudagsfyrirlestrar líffræðinnar haldnir í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ og eru öllum opnir. Erindin eru flutt á íslensku, nema annað sé tekið fram.
Dagskrá vorsins má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.
Úlfhildur stendur einnig að sýningu á myndverkum og munum tengdum Sæborginni í Gerðasafni út febrúarmánuð. Úr tilkynningu:(fylgið tenglinum á myndir)
Sæborgin: Kynjaverur og ókindur
Þema sýningarinnar byggir á nýútkominni bók Úlfhildar Dagsdóttur bókmenntafræðings, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika\\\". Bókin fjallar um þá ímynd er tæknimenning og líftækni taka á sig í vitund almennings. Þema sýningarinnar eru sæborgir í íslenskri myndlist, eins og þær birtast í meðförum 20 íslenskra myndlistarmanna. Þeir eru: Anna Hallin, Birgir Snæbjörn Birgisson, Bjarni Hinriksson, Davíð Örn Halldórsson, Erró, Finnbogi Pétursson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Helga Þórsdóttir, Hugleikur Dagsson, Inga María Brynjarsdóttir, Jóhann Ludwig Torfason, Jón Gunnar Árnason, Markmið, Olga Bergmann, Ólöf Nordal, Páll Thayer, Sara Björnsdóttir, Sigurður Örlygsson, Valgerður Guðlaugsdóttir.
Í stuttu máli endurspegla verkin á sýningunni hrifningu okkar og ótta við vélina og nærveru hennar í menningu nútímans. Í þeim getur meðal annars að líta kynjaverur og ókindur orðnar til við samruna ólífrænna og lífrænna efna, verur sem eru í senn lifandi og vélrænar.
Á sýningunni eru einnig myndbönd Bjarkar Guðmundsdóttur, gripir og bækur frá versluninni Nexus, Star Wars leikföng, ljósmyndir og myndbönd frá CCP auk stoðtækja frá Össuri.
Sýningarstjórar Helgi Hjaltalín Eyjólfsson myndlistarmaður og Úlfhildur Dagsdóttir.
Ljósmynd útvegaði Úlfhildur Dagsdóttir - hennar er prentrétturinn (picture copyright Ulfhildur Dagsdottir).
Viðbót 15. feb. 2012.
Fjallað var um myndasýninguna í Djöflaeyjunni af Goddi.
Vísindi og fræði | Breytt 15.2.2012 kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2012 | 16:03
Þroskunarfræðilegur grunnur afbrigðamyndunar bleikju
Fræðsluerindi á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Fyrirlesari: Sigurður Snorrason, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Í íslenskum vötnum hafa forvitnileg afbrigði bleikju ítrekað myndast frá lokum síðustu ísaldar. Ferlin virðast tengd skilyrðum á hverjum stað. Þannig hafa orðið til fjölmargir dvergbleikjustofnar í lindum og í stöðuvötnum má oft finna tvö afbrigði eða fleiri sem nýta mismunandi búsvæði. Svipfarsbreytileiki sá sem afbrigðin markast af er að þónokkru leyti tengdur erfðum og því blasir við að spyrja hvaða gen eða genakerfi það eru sem liggja til grundvallar. Rannsóknir þær sem kynntar verða í fyrirlestrinum miða að því að kanna tengsl milli náttúrulegs breytileika í beinum og vöðvum og mismunar í tjáningu gena milli afbrigða á mismunandi stigum þroskaferilsins. Aukinn skilningur á þessum tengslum mun varpa nýju ljósi á gangvirki aðlögunar og afbrigðamyndunar.
Erindið verður haldið fimmtudaginn 9. febrúar kl. 12:20, í bókasafni Tilraunastöðvarinnar.
2.2.2012 | 16:49
Guð, fræði og geðveiki
1.2.2012 | 13:03
Erfðatækni, umhverfi og samfélag
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó