Leita í fréttum mbl.is

Háskóladagurinn í Öskju 18. febrúar

Síðustu þrjú ár höfum við í líffræðinni opnað tilraunastofur okkar í Öskju á Háskóladeginum. Það hefur virkað mjög vel, við fengum mikið af gestum bæði framhaldskólanema og fjölskyldufólk.

Hveljurannsoknir_FannarTheyr

Í ár ætlum við að vera með svipaða dagskrá (milli 12 og 16 í þann 18. febrúar í Öskju - Náttúrufræðihúsi HÍ - gengið er inn Norrænahús megin):

 

 

 

  • Við sýnum nýjasta landnema við Ísland - grjótkrabbann
  • Við sýnum örverur, erfðabreytta sveppi og klónaðar plöntu
  • Sýndar verða höfuðkúpur mismunandi dýra, frá hrefnu til manns
  • Hægt að spreyta sig á því að einangra DNA úr lauk
  • Við sýnum verkfæri og aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á fiskistofnum
  • Fólk fær að kynnast DNA örflögum sem skoða tjáningu allra 21000 gena í erfðamengi okkar í einu
  • Dýrafræðingarnir sýna fuglshami, furðulega hryggleysingja og tennur úr hákarli.

visindavaka_2332.jpg

augndiskur Háskóladagurinn í HÍ verður í fleiri byggingum og í Öskju bætast við félagar okkar á Verk og náttúruvísindasviði.  Meðal þess sem er á boðstjólum eru: 

  • Vélaverkfræðinemar sýna líkan að kappakstursbíl sem þeir eru með í smíðum, einnig verður keppnisbrautin í hönnunarkeppninni til sýnis.
  • Byggingarverkfræðinemar kynna burðarþol brúa með skemmtilegum hætti.
  • Nýstárlegar kynningar verða á stærðfræði og eðlisfræði.
  • Jarðvísindamenn kynna tækjabúnað sem þeir nota á eldfjallavaktinni.
  • Grillaðar pylsur í boði frá hádegi og meðan birta leyfir.

Mynd 1. Fannar Þeyr Guðmundsson - tekin í Eyjafirði við rannsóknir. Mynd 2. tekin á vísindavöku 2010, af yðar æruverðugum. Mynd 3. Taugar og stoðfrumur í auga ávaxtaflugu´- mynd og copyright Sigríður Rut Franzdóttir.


Hræðilegt ástand fjölmiðla í íslenskri sæborg

Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur hefur kannað umfjöllun íslenskra prentmiðla um líftækni og skyld efni. Hún gerði þessu skil í kafla í bókinni Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika (2011). Bókin er hreinasta gersemi, þar sem Úlfhildur samþættir lítækni, bókmennta og poppkúltúr og veltir um leið upp siðferðilegum og praktískum spurningum um líkama og tækni.

Úlfhildur hélt erindi fyrir líffræðina í lok síðustu viku (Gengur skrímslið laust? Líftækni í ljósi bókmennta) og kom þá örlítið inn á það hvernig íslenskir prentmiðlar fjalla um líftækni. Hún viðhafði stór orð, sagði að umfjöllunin væri hörmung. Ályktun hennar er rækilega studd dæmum sem finna má í bókinni (og fleiri hundruð síðum sem fjarlægðar voru af ritstjóra). En hafi umfjöllun fjölmiðla verið döpur þá var orðaræðan sem greina má í skjölum (ræðum) alþingis um líftækni fyrir neðan allar hellur.

Guðrún Elsa (á druslubækur og doðrantar) segir í pistli:

Tveir síðustu kaflar bókarinnar eru um fræðilega og almenna umfjöllun um sæborgina á Íslandi, en þar færist áherslan yfir á líftækni. Síðasti kaflinn er sérstaklega skemmtilegur, en þar einbeitir Úlfhildur sér að umfjöllun um líftækni og tæknimenningu í íslenskum dagblöðum. Hún beitir orðræðugreiningu til að skoða hvernig fjallað er um þessi efni og veltir því fyrir sér hvort umfjöllunin sé upplýst/upplýsandi og hvernig skáldskapur móti hugmyndir okkar um þessi fyrirbæri. Raunar er fjallað töluvert um það fyrr í bókinni hvernig skáldskapur og raunveruleiki eiga í samræðu þegar kemur að sæborginni og sæborgskum fyrirbærum, en hér fáum við nokkur áhugaverð konkret dæmi. Í kaflanum ber hún íslensk blaðaskrif saman við umfjöllun um líftækni í The Guardian (mjög vandræðalegur samanburður), auk þess sem hún skoðar umræður tengdar líftækni sem farið hafa fram á Alþingi undanfarin ár (annarsvegar um gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar, hins vegar um rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum). Þennan kafla ættu áhugamenn um fjölmiðlun endilega að lesa, hann er fyndinn og svo afhjúpar hann líka hvað íslenskur fréttaflutningur getur verið hrikalega yfirborðskenndur. [feitletrun AP]

Á þessu bloggi höfum við nokkuð oft farið í þann leik að leiðrétta einstakar fréttir, benda á mistök og mistúlkanir. Hér höfum við safnað góðum slatta af dæmum um skelfilega einfaldar þýðingar, misvísandi fyrirsagnir og hráar eftirprentanir fréttatilkynninga, á mbl.is, visir.is og fleiri miðlum. 

Vandamálið birtist á nokkra vegu.

Grípandi fyrirsagnir ofar efni.

Deila tveggja aðilla, hann segir : hún segir, þar sem fréttamaður hefur hvorki getu né metnað til að greina rétt frá röngu.

Sama fréttin birtist tvisvar á sama miðli, undir mismunandi titlum.

Ekkert samhengi er milli frétta um sama efni.

Nýjungar eru ekki settar í stærra samhengi.


Vibrio cholerae í alþjóðlegu og íslensku samhengi - FRESTAÐ

Erindinu hefur verið frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Það verður flutt í mars eða apríl. Eva Benediktsdóttir dósent við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ mun fjalla um Vibrio cholerae í alþjóðlegu og íslensku samhengi föstudaginn 17. febrúar 2012 (kl....

Umhverfi, erfðir og andlegir eiginleikar

Eilífðarspurningin er sú hvort að erfðir eða umhverfi hafi meiri áhrif eiginleika mannfólks? Breytileiki í sumum eiginleikum er nær eingöngu undir áhrifum erfðaþátta, á þetta við um ýmis útlitseinkenni eins og fingraför (sem skipta litlu sem engu hæfni...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband