Leita í fréttum mbl.is

Mikilvægi þróunkenningarinnar fyrir læknisfræði

Þau tíðindi bárust um helgina að norskur geðlæknir hafi verið gefnar bætur vegna meintrar mismununar á grundvelli trúarskoðanna. Honum var ekki boðið starf, af því að hann trúði ekki á þróunarkenninguna. 

 

Hvað er þróunarkenningin?

Kenning er nafn á víðtækri útskýringu í vísindum. Fyrst kemur tilgáta, ef henni er ekki hafnað er e.t.v. komið lögmál, og mörg lögmál eru samþætt í stærri kenningu sem getur útskýrt margvísleg fyrirbrigði og tilfelli. Sbr. þyngdarlögmál Newtons og almennu afstæðiskenningu Einsteins.

Þróunarkenning Darwins felur í sér tvennt. Í fyrsta lagi lífsíns tré, að allr lífverur á jörðinni séu skyldar að meira eða minna leyti. T.d. eru menn og apar svipaðari í útliti en menn og flugur, vegna þess að við erum skyldari öpum en flugum. Í öðru lagi settu Darwin og Wallace fram hugmyndina um náttúrulegt val, sem útskýrir hvers vegna lífverur passa við umhverfi sitt, og hvers vegna þær eru með augu, laufblöð, typpi.

Náttúrulegt val er fjarska einfallt. Það byggist á fjórum atriðum.

1. Breytileika - einstaklingar eru ólíkir.

2. Erfðir, breytileiki milli einstaklinga er tilkomin vegna erfða (að einhverju leyti).

3. Mismunadi æxlunar-árangri (það er ekki nóg að æxlast - þú verður að geta af þér börn, því annars komast genin þín ekki áfram).

4. Baráttu fyrir lífinu, einstaklingar eru misjafnlega góðir í því að hlaupa, veiða, elda, þrífa sig, finna maka, búa til afkvæmi með makanum, verja afkvæmið o.frv.

Fleira þarf ekki til að útskýra fjölbreytileika lífsins, eiginleika lífvera og hvers vegna þær bila.

 

Darwinísk læknisfræði

Þróunarkenningin kastar einstöku ljósi á læknisfræðina, því hún hjálpar okkur að skilja byggingu lífvera, hvernig samskiptum sýkla og hýsla er háttað, hvernig erfðagallar viðhaldast í stofnum og togstreitu á milli kerfa lífverunnar. Hún sýnir okkur hvaða eiginleikar eru gamlir, hvað er sameiginlegt öllum dýrum/hryggdýrum/spendýrum/mannöpum, og hvað er nýtilkomið. Mjólkurkirtlar birtust í einum hópi lífvera, næringarsepar sæhestanna eru önnur leið að sama marki (nema hvað þeir eru á karldýrinu).

Þróunarkenningin útskýrir hvernig skaðlegar stökkbreytingar viðhaldast, þær eru fjarlægðar af náttúrulegu vali en það megnar aldrei að hreinsa allt burt (m.a. vegna þess að alltaf verða nýjar breytingar í hverri kynslóð).

Þróunarkenningin sýnir hvernig áhrif stökkbreytinga veltur á umhverfinu - ef umhverfi breytist þá getur það sem var gott orðið skaðlegt. Ekki allir sjúkdómar vegna erfða, umhverfisþættir valda mörgum sjúkdómum (sígarettur og asbest búa til lungnakrabbamein). Náttúrulegt val getur ekki varið okkur fyrir slíku, bara vitsmunaleg hegðun fólks (svona eins og að setja sílikon í poka og smeygja undir húðina....).

Og ef við notum of mikið af sýklalyfjum, þá mun þol gagnvart þeim þróast vegna náttúrulegs vals.  Það er því mikilvægt að læknar kunni þróunarfræði.

Það er hægt að hafna útskýringum þróunarkenningarinnar á fjölbreytileika lífsins og sýklalyfjaóþoli, og skírskota til yfirnáttúrulegra krafta. En þá ertu búinn hafna vísindalegri aðferð og opna dyrnar fyrir allskonar yfirnáttúrulegar skýringar á þyngdaraflinu, jarðskjálftum, getnaði, gangi tunglsins og sigri eða tapi í íþróttum.

 

Líkamspartavélvirkjar eða fræðimenn?

Það er reyndar praktísk spurning, hversu mikið þarf einstakur starfsmaður að vita. Ef hlutverk þitt er að greina lungnasjúkdóma í 30 einstaklingum á dag, hversu oft þarft þú að nýta þér þekkingu á þróunarkenningunni? Ef um er að ræða fjölónæman stofn baktería, sem þolir öll þekkt sýklalyf, þá er það gott. Ef um er að ræða 50 ml af steinolíu sem sjúklingurinn andaði að sér af því hann vildi vera eldgleypir, þá þarftu ekki að nýta þér þekkingu um þróunarkenninguna.

Norski læknirinn starfar á sviði geðlæknisfræði. Vera má að þróunarkenningin gagnist honum ekkert í sínu starfi. Spyrja má hefði umsókn viðkomandi verið hafnað er hann hefði efasemdir um erfðalögmál Mendels? Þyngdarlögmál Newtons? Taugalíffræði tuttugustu aldar?

 

Eru læknar líkamspartavélvirkjar*, sem þurfa ekki að vita neitt um þau lögmál sem móta líkama? Eða þurfa þeir að kunna skil á bestu útskýringum á því hvernig líkamar virka, ekki bara einkennum sem koma fram þegar þeir bila.

Kveikjan að pistlinum var upphringi frá Frosta og meðreiðarsveini hans í Harmageddon.

 

* Með þessari líkingu er ekki verið að kasta rýrð á starf vélvirkja, en mér skilst á kunningjum að margir nútímavélvirkjar þurfi ekki að skilja starfsemi véla, bara skipta um partana sem tölvan segir að séu bilaðir. Þar liggur grunnurinn að líkingunni.

 

Ítarefni:

George C. Williams og Randolph M. Nesse  Why We Get Sick: The New Science of Darwinian Medicine

Darwinian medicine, Nesse, RM et al. (2009). "Making evolutionary biology a basic science for medicine". Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America. 107 (PNAS) Suppl 1 (suppl_1): 1800–7.


Vistheimt á Íslandi í eina öld - hvað höfum við lært?

Hið íslenska náttúrufræðifélag stendur fyrir röð erinda um fróðleg og forvitnileg efni. Í dag mun Ása L. Aradóttir, vistfræðingur og prófessor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, fjalla um vistheimt á Íslandi. Úr tilkynningu:

Erindið verður flutt mánudaginn 30. janúar kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.  Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Ágrip

Vistheimt hefur verið skilgreind sem ferli er stuðlar að endurheimt vistkerfa sem hefur hnignað, hafa skemmst eða eyðilagst. Skipulegt tarf að vistheimt á Íslandi spannar rúma öld, frá því að sett voru
lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands árið 1907. Í kjölfar þess var meðal annars skógarleifum bjargað á nokkrum stöðum og birkiskóglendi endurheimt í nágrenni þeirra. Mikinn hluta síðustu aldar var einkum lögð áhersla á að stöðva sandfok og græða upp örfoka land til þess að vernda byggð, bæta búskaparskilyrði og „greiða skuldina við landið”. Þær aðgerðir leiddu oft til vistheimtar, þó hún hafi í fæstum tilvikum verið upphaflegt markmið þeirra. Á síðustu áratugum hefur áhersla á endurheimt mikilvægra vistkerfa í íslenskri náttúru, svo sem votlendis og birkiskóga, farið vaxandi. Sú áhersla tengist meðal annars verndun líffræðilegrar fjölbreytni og viðleitni
til að binda kolefni og draga þannig úr gróðurhúsaáhrifum.“
asa_20a_bigMynd af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Á síðasta ári gáfu Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðsla ríkisins út ritið Vistheimt á Íslandi. Þar er í fyrsta sinn birt samantekt yfir vistheimt á Íslandi og rannsóknir í hennar þágu. Alls er í ritinu lýst 85 vistheimtarverkefnum sem ná yfir um 1700 km2. Í erindinu verður stiklað á stóru um sögu og árangur vistheimtar hér á landi síðustu öldina og rætt um lærdóma sem draga má af þeirri reynslu.

Ása L. Aradóttir fæddist árið 1959. Hún lauk B.S. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1981, M.S. prófi í líffræði frá Montana State University 1984 og doktorsprófi í vistfræði og stjórnun úthaga (Rangeland Ecology and Management) frá Texas A&M University 1991. Ása starfaði við Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá 1991-1998, var sviðsstjóri rannsóknarsviðs Landgræðslu ríkisins 1998-2006 en hefur verið prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands síðan 2006.


Afkoma lunda í Vestmannaeyjum með tilliti til aldurs

Hálfdán H. Helgason heldur meistarafyrirlestur frá Líf- og umhverfisvísindadeild. Efni ritgerðar hans fjallar um afkomu lunda í Vestmannaeyjum með tilliti til aldurs Erindið er þann 26. janúar kl. 15:40 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Í...

Sagan um saltið

Salt er einfaldur kristall natríums og klórs. Þessi tvö frumefni eru eitruð ein og sér, það er alls ekki mælt með því að drekka klór.* Salt er samofið sögu mannkyns og er lífverum nauðsynlegt. Fílar ganga mörg hundruð kílómetra leið að úfnum hömrum. Þar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband