6.2.2012 | 16:03
Þroskunarfræðilegur grunnur afbrigðamyndunar bleikju
Fræðsluerindi á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Fyrirlesari: Sigurður Snorrason, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Í íslenskum vötnum hafa forvitnileg afbrigði bleikju ítrekað myndast frá lokum síðustu ísaldar. Ferlin virðast tengd skilyrðum á hverjum stað. Þannig hafa orðið til fjölmargir dvergbleikjustofnar í lindum og í stöðuvötnum má oft finna tvö afbrigði eða fleiri sem nýta mismunandi búsvæði. Svipfarsbreytileiki sá sem afbrigðin markast af er að þónokkru leyti tengdur erfðum og því blasir við að spyrja hvaða gen eða genakerfi það eru sem liggja til grundvallar. Rannsóknir þær sem kynntar verða í fyrirlestrinum miða að því að kanna tengsl milli náttúrulegs breytileika í beinum og vöðvum og mismunar í tjáningu gena milli afbrigða á mismunandi stigum þroskaferilsins. Aukinn skilningur á þessum tengslum mun varpa nýju ljósi á gangvirki aðlögunar og afbrigðamyndunar.
Erindið verður haldið fimmtudaginn 9. febrúar kl. 12:20, í bókasafni Tilraunastöðvarinnar.
2.2.2012 | 16:49
Guð, fræði og geðveiki
Er geðlæknisfræðin í raun trúarbrögð? Þannig spurði Rob Whitley við Darthmouth háskóla, og Steindór J. Erlingsson ræðir í nýlegum pistli (hann skrifar nú pistla innihald.is). Þar segir Steindór meðal annars:
Jákvætt svar höfundarins, sem er alls ekki hafið yfir gagnrýni, kveikti strax áhuga minn enda mikill áhugamaður um trúarbrögð og trúargagnrýni. Var þó meðvitaður um það að ef ég hygðist skapa mér marktæka rödd í gagnrýnni umræðu um geðlæknisfræði væri ekki heillavænlegt að flagga þessu sjónarmiði. Púkinn innra með mér var ekki á því að sleppa tækifærinu enda hafði ég á undangengnum árum skrifað fjölda greina þar sem trúarbrögð voru gagnrýnd. Það hlakkaði í púkanum að geta líkt geðlæknum við presta.
Steindór er fljótur að hrista púkann af sér, og kafar á skemmtilega í þessa spurningu. Hann veltir upp tengslum sálfræði og trúarbragða, þótt að hann rýni ekki mikið í ástæður þess að fólk trúi. Michael Shermer, forkólfur Skeptic society, hefur fjallað um þá spurningu, nú síðast í bókinni Believing brain. Þar segir hann m.a.
Im a skeptic not because I do not want to believe, but because I want to know. How can we tell the difference between what we would like to be true and what is actually true? The answer is science.
Skarpasti punkturinn er samt sá að allt mannfólk er útsett fyrir trú. Við trúum fyrst, en þurfum að hugsa til að efast. Það er ótal dæmi um að fólk hafi gifst hugmyndum sínum, og túlki allar staðreyndir í ljósi lífskoðanna/trúar/sannfæringar sinnar. Sbr. nær allar umræður í íslenskum fjölmiðlum og netheimum (t.d. umræða um ESB).
.. our most deeply held beliefs are immune to attack by direct educational tools, especially for those who are not ready to hear contradictory evidence.
Þetta er raunverulegt vandamál. Þorri fólks myndar sér skoðanir og ver þær með sínum bestu rökum.
Vísindin eru lituð af þessu vandamáli, það eru fjölmörg dæmi um langvinnar þrætur á vissum fagsviðum, þar sem einstaklingar stóðu við sína tilgátur og hvikuðu eigi. Það er sannarlega andstætt vísindalegri heimspeki, að geta ekki hvikað frá tilgátu ef gögn hlaðast upp sem afsanna hana. En engu að síður eru vísindin eina leiðin til að yfirvinna slíka skoðanafestu einstakra vísindamanna. Uppsöfnun þekkingar vísindanna heldur áfram þótt einstaka mammútar hangi í hvönninni eins og Þorgeir Hávarson í Gerplu (á þrjóskunni einni saman og ófær um að leita sér aðstoðar).Er hægt og þá hvernig má best mennta fólk til að vega á móti þessum eiginleikum heilans?
Er hægt að gera fólk meðvitað um hversu auðveldlega við myndum okkur skoðanir?
Er hægt að fá fólk til að leggja tilfinningar sínar til hliðar og meta málefni á staðreyndum einum saman.
Trúarhneigð er ekki endilega slæmur eiginleiki. Hann gæti mögulega hafa þróast, líklega sem aukaafurð af aukinni getu til að greina mynstur og áhrifavalda í umhverfinu. Margir þróunarfræðingar og sálfræðingar hafa rætt þessa hugmynd, og hún hefur náð fótfestu í guðfræðinni einnig. Áhugasömum er bent á mjög athyglisvert viðtal við guðfræðinginn Guðmund I. Markússon. Hann skrifaði einnig kafla um þetta efni í Arfleifð Darwins.
1.2.2012 | 13:03
Erfðatækni, umhverfi og samfélag
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó