14.12.2011 | 00:01
Heili 1 og heili 2
Mér finnst fáránlega gaman að læra um starfsemi heilans. Hvernig við tökum ákvarðanir eða leyfum skoðunum okkar að stýra ályktunum okkar? Mikið af því sem kallað er heilbrigðs skynsemi er alls ekki skynsamt og enn síður heilbrigt. Við misskiljum veröldina, stöðu okkar í henni og eigin getu (sjá t.d. Ertu viss eftir Gilovich).
Þróunarsálfræðingar hafa gert því skóna að það sé gott að vera of-jákvæður, og með útblásið sjálf. Þá sé maður líklegri til afreka. Það er sannarlega skemmtileg tilgáta en ég get ekki gleypt við henni að óathuguðu máli.
En þegar Daniel Kahneman skrifar bók um hugsun, þá verður maður að veita því eftirtekt. Kahneman hlaut nóbelsverðlaun í hagræði árið 2002 og er þekktur fyrir rannsóknir sínar með Amos Tversky. Ég ætla að leyfa mér að sleppa frekari útlistingum og vísa ykkur á grein um bók Kahnemans Thinking, fast and slow í the Guardian (Galen Strawson, Tuesday 13 December 2011 11.56 GMT)
We now know that we apprehend the world in two radically opposed ways, employing two fundamentally different modes of thought: "System 1" and "System 2". System 1 is fast; it's intuitive, associative, metaphorical, automatic, impressionistic, and it can't be switched off. Its operations involve no sense of intentional control, but it's the "secret author of many of the choices and judgments you make" and it's the hero of Daniel Kahneman's alarming, intellectually aerobic book Thinking, Fast and Slow.
System 2 is slow, deliberate, effortful. Its operations require attention. (To set it going now, ask yourself the question "What is 13 x 27?" And to see how it hogs attention, go to theinvisiblegorilla.com/videos.html and follow the instructions faithfully.) System 2 takes over, rather unwillingly, when things get difficult. It's "the conscious being you call 'I'", and one of Kahneman's main points is that this is a mistake. You're wrong to identify with System 2, for you are also and equally and profoundly System 1. Kahneman compares System 2 to a supporting character who believes herself to be the lead actor and often has little idea of what's going on.
12.12.2011 | 14:59
Er 1% munur á DNA manns og höfrungs?
Vísindavefurinn fékk eftirfarandi spurningu: Er það rétt sem Dr. House segir í einum þætti að ef DNA okkar breytist um 1% þá verðum við höfrungar? Það féll í minn hlut að svara, sbr. málsgreinar hér að neðan.
Sjónvarpspersónan Dr. House segir eitthvað á þessa leið í einum þætti: "Ef DNA okkar breytist um 1% þá verðum við höfrungar". Þessi setning felur í sér þá hugmynd að menn og höfrungar séu eins að upplagi. Það er rétt, menn (homo sapiens) og höfrungar eru bæði spendýr með áþekka grunnbyggingu og líkamsstarfsemi.
Dr. House, eða nánar tiltekið handritshöfundar þáttanna, fara hins vegar frjálslega með nokkrar staðreyndir. Höfrungur er nefnilega samheiti fyrir tugi tegunda smárra hvala í fjölskyldunni (Delphinidae) sem skipa má í nokkrar ættir. Innan ættarinnar rúmast meira að segja háhyrningar (Orcinus orca) og fimm aðrar tegundir sem í daglegu tali kallast hvalir, enda eru þær mjög stórvaxnar.
Ættartré þessara tegunda hafa verið afhjúpuð með samanburði á DNA-röðum, bæði hvatbera og annarra gena. Niðurstöðurnar eru þær að sumar tegundir höfrunga eru mjög náskyldar, en aðrar, eins og árhöfrungar í Amasón, aðskildust fyrir meira en 20 milljón árum. Á svipuðum tíma var uppi síðasti sameiginlegi forfaðir manna og Rhesusapa. Gögnin sýna einnig að höfrungar og flóðhestar nútímans áttu sameiginlegan forföður fyrir um það bil 50 milljón árum. Aðrir náskyldustu ættingjar höfrunga eru klaufdýr, sem innihalda meðal annars kýr og kindur.
En hversu mikill munur er þá á erfðamengi manna og höfrunga? Munurinn milli manna og simpansa er um það bil 1%, þegar við einskorðum okkur við samanburð á þeim hlutum genanna sem mynda prótín. Aðrir hlutar erfðamengisins breytast hraðar og eru ólíkari milli tegunda. Einungis eitt erfðamengi höfrungs hefur verið raðgreint í heild, það er erfðamengi stökkuls (Tursiops truncatus), en unnið er að raðgreiningu nokkurra annara. Verkefnið 10K genomes miðar að því að raðgreina alls 10.000 hryggdýr.
Mismunurinn á genum manna og höfrunga er mun meiri en það 1% sem Dr. House var lagt í munn. Sum gen eru ólík um 3%, önnur 7% og enn önnur mun ólíkari. Að auki hafa gen líka tapast eða orðið til í þróunarsögu þessara tegunda. Hluti af erfðamengi okkar er af sama meiði og erfðamengi höfrunga, en við höfum einnig tapað nokkrum genum sem höfrungar bera ennþá í sér. Að sama skapi höldum við í nokkur gen sem þeir hafa tapað. Einfalt bókhald á erfðamengjum manns og simpansa sýnir að okkur áskotnuðust einnig nokkrir tugir gena á undangengnum 3-5 milljón árum. Algengast er að slíkt verði þegar eitt gen tvöfaldast, en einnig verða til gen við samruna tveggja gena og jafnvel framandi DNA-búta.
Rannsóknir á þróun höfrunga og annarra spendýra afhjúpa að auki undarlegt mynstur. Hraði þróunar (fjöldi basabreytinga) er mismikill á ólíkum greinum þróunartrésins. Mælingar sýna að meðal spendýra breytist hvatberalitningurinn um 1% á hverjum milljón árum. Það þýðir að einn af hverjum 100 bösum í DNA breytist á þessum tíma. Hvalir og höfrungar eru hins vegar með mun lægri þróunarhraða í hvatberanum, um 0,25% á hver milljón ár. Ástæðan er líklega hinn langi kynslóðatími hvala miðað við meðal spendýrið.
Heimildir og ítarefni:
- Xiong Y, Brandley MC, Xu S, Zhou K, Yang G. Seven new dolphin mitochondrial genomes and a time-calibrated phylogeny of whales. BMC Evol Biol. 2009 Jan 25;9:20.
- Vefsíða 10K genomes (10.000 erfðamengi) verkefnisins.
- Jón Már Halldórsson. Hvað getið þið sagt mér um höfrunga? Vísindavefurinn. 17.1.2005.
- Stökkull. Wikipedia.
9.12.2011 | 16:45
Tengsl sjófugla við vistfræði sjávar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2011 | 12:36
Gul blaðra...sjáðu gul blaðra...sjáðu gul blaðra...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó