Leita í fréttum mbl.is

Tonn af mykju og áfram reikningur

Þessa dagana erum við að kenna lífmælingar, sem er námskeið í tölfræði fyrir líffræðinema.

Eitt af því sem við leggjum áherlsu á er að það getur verið varhugavert að framreikna (extrapolate). Aðhvarfsjafna sem gildir fyrir ákveðin hluta gagna gildir ekki endileg fyrir annan hluta. Áhrif áburðar er ágætt dæmi, það má ná auknum vexti plantna með því að gefa þeim húsdýra áburð. Bunagrös sem fá 1, 2, 3 eða 4 grömm af húsdýraáburði vaxa þeim mun betur eftir því hversu mikið þau fá. En það þýðir ekki að tonn af mykju gefi af sér himinháa baunagrasið hans Jóa. Þetta er útskýrt ljómandi vel af xkcd.org.

extrapolating

Úr því ég er byrjaður, þá verð ég að skella inn þremur gullkornum í viðbót. Fyrst muninum á vísindamönnum og "eðlilegu" fólki.

the_difference

 

Síðan hættunni við endurtekin próf (galdur sem  bæði lyfjarisar og skottulæknar beita).

significant

 

Síðasta myndin fjallar um tilgátu prófun, líklega bara fyrir harðhausa.null_hypothesis

 

 

 


Erindi: kerfislíffræði, heiðursdoktorinn Margrét Guðnadóttir og líffræðiráðstefnan

Á næstu viku verður töluvert framboð á erindum á sviði líffræði. Á morgun, fimmtudaginn 3. nóvember 2011, mun kerfislíffræðisetur HÍ halda fund um efnaskipti hvítrablóðfruma. Það fer fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar (frá 14:00 til 15:30). Nokkrir gestir frá læknadeild háskólans í Lúxemborg munu  halda erindi, meðal annars um stjórn ónæmiskerfisgena á efnaskiptum frumunar.

10. nóvember næstkomandi mun Margrét Guðnadóttir veirufræðingur vera sæmd heiðursnafnsbót við Læknadeild HÍ. Að því tilefni verður haldið málþing henni til heiðurs, sem mun standa frá kl 15:00. 

Margrét Guðmundsdóttir, prófessor emeritus við Læknadeild Háskóla Íslands, verður sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Læknadeild Háskóla Íslands þann 10. nóvember nk. Nafnbótina hlýtur hún fyrir vísindaframlag á sviði veirufræði og greiningu veirusýkinga. Með rannsóknum sínum hefur hún um áratugaskeið lagt af mörkum mikla þekkingu á fjölmörgum veirusýkingum, m.a. rauðum hundum, mislingum, hettusótt og cytomegalo-veirusýkingum. Þá hafa rannsóknir hennar á hæggengum veirusjúkdómum í sauðfé, eðli visnu-mænuveikisýkingar og gerð bóluefnis við þeirri sýkingu skipað Margréti í röð fremstu vísindamanna og borið merki Háskóla Íslands hátt í hinum alþjóðlega vísindaheimi.

Daginn (11. nóvember 2011) eftir hefst síðan líffræðiráðstefnan. Fyrst verða þrjú yfirlitserindi í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar og eftir hádegið hefjast samhliða málfundir í Öskju.

Yfirlitserindi verða flutt af Kára Stefánssyni forstjóra ÍE, Halldóri Þormar prófessor emeritus við HÍ og þriðju persónu.

Nánar verður skýrt frá dagskrá ráðstefnunar undir lok vikunnar.


Fiskurinn í okkur

Fiskurinn í okkur (Your inner fish) eftir steingervingafræðinginn Neil Shubin er kominn út á íslensku. Ég las bókina fyrir nokkru á engilsaxnesku, en nýt hennar engu síður á íslensku (í ágætri þýðingu Guðmundar Guðmundssonar). Ég mun birta ritdóm um...

sá 77 milljarðasti í röðinni

Reiknivél BBC sem helguð eru hinum ófædda 7 milljarðasta jarðarbúanum er mjög skemmtilegt leiktæki. Sem afurð ársins 1970 komst ég að því að þá hefði mannkynið verið komið næstum hálfa leið í sjö milljarðana (reyndar skeikar hundrað þúsund manns á mati...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband