10.11.2011 | 01:51
Hin stjarnfræðilega smæð frumunar
Gengið á stjörnufræðivefnum hefur oftar en ekki fleygt manni fram af hengiflugi, með því að sýna manni hversu agnarsmár maður er á jörð, í sólkerfi og vetrarbraut á fleygiferð um geim sem er ÓENDANLEGA stór.
Hann Pétur sendi mér mynd sem steypir manni fram af bjarginu í hina áttina. Ekki út í risastórar óravíddir, heldur inn í veröld hins agnarsmáa.
Ég skora á ykkur að fylgja tenglinum og smeygja ykkur milli fruma, baktería og síðan inn í þessar smæstu einingar lífsins og sjá legókubbana sem við og sniglarnir erum búin til úr.
Cell size and scale af Learn genetics síðu háskólans í Utah.
9.11.2011 | 13:52
Hið glænýja Blávatn
Efst á jöklinum Ok hefur myndast nýtt stöðuvatn. Vatnið myndast í gígopinu við bráðnun jökulsins árið 2007. Þar finnast meira að segja lífverur, m.a. þörungar og bessadýr. Vatnið er í 1114 metra hæð yfir sjávarmáli, sem þýðir að Blávatn stendur hæst íslenskra vatna. Botn vatnsins er ísilagður, en með tíma mun það bræða sig niður að jarðveg eða bergi sem myndar gíg Oksins.
Hilmar Malquist og samstarfsmenn við Náttúrustofu Kópavogs hafa kannað lífríki vatnsins, og stefna á að fylgjast með framvindu lífríkisins þegar frá líður.
Hilmar mun kynna fyrstu niðurstöður rannsóknanna á Líffræðiráðstefnunni 2011. Áhugasömum bendi ég sérstaklega á umfjöllun Spegilsins: Blávatn, nýjasta stöðuvatn landsins
Hinir furðulegustu íbúar vatnsins eru hin harðgeru bessadýr (sjá mynd af Wikimedia commons). Þau hafa einmitt skipað sér sess í rannsóknum á lífi í geimnum, vegna þess að þau geta lagst í dvala og þraukað við svakalegar aðstæður (Sjá umfjöllun á Vísindavefnum Vísindavefurinn: Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade?)
8.11.2011 | 17:08
Haustfagnaður líffræðifélagsins
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2011 | 15:32
Dagskrá líffræðiráðstefnunar 2011
Vísindi og fræði | Breytt 10.11.2011 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó