17.10.2011 | 16:20
Maður og jörð í ríkissjónvarpinu
Maðurinn er ein stórkostlegasta tegund sem lifir á jörðinni. Menn búa um alla jörðina, í heitustu eyðimörkum, hæstu fjöllum og köldustu útnárum. Þessi tengsl eru viðfangsefni nýrra fræðsluþátta frá BBC sem byrja í kvöld í ríkissjónvarpinu. Þeir kallast maður og jörð og kynnir er leikarinn John Hurt.
http://www.bbc.co.uk/nature/humanplanetexplorer/
Fyrsti þátturinn fjallar um fólk sem lifir í nærveru hafsins.
Sýnt: mánudagur 17. okt. 2011 kl. 20.00.
Endursýnt: 23. okt. 2011 kl. 13.55Af því að mannskepnan andar að sér lofti er hún illa til þess fallin að lifa í sjó en fólk hefur fundið leiðir til þess að lifa með sjónum og nýta sér auðlindir hans. Í þættinum sjáum við hákarlahvíslara á Kyrrahafi og brasilíska fiskimenn sem veiða röndunga með aðstoð höfrunga. Hrúðurkarlasafnarar í Galisíu tefla djarft á klettaströndum fyrir feng sem gefur þeim um 35 þúsund krónur á kílóið. Í Indónesíu veiða menn enn búrhvali með gamla laginu, á smábátum og með skutlum. Bajau-sæsígaunarnir á Súlúhafi eru svo mikið á sjó að þeir verða landveikir þegar þeir stíga á þurrt. Við köfum 40 metra niður í djúpin með Pa-aling-fiskimönnum sem anda í gegnum langar slöngur tengdar díselvél og veiða smáfiska í stór net. Og við sjáum brimreiðar í Pólýnesíu og fylgjumst með skutulveiðimanni sem kafar 20 metra niður á hafsbotninn án nokkurra hjálpartækja til að sækja sér í soðið.
Björk söng það er "allsekkert, allsekkert, allsekkert vit í mannlegri hegðun" ("There's definitely, definitely, definitely no logic to human behaviour"*) í fyrsta laginu á Debut. En við vitum að mannfólk hefur áorkað ýmsu, og slíkt er næstum ómögulegt ef hegðunin er algerlega röklaus. Mannfólk hefur fundið upp margar snjallar lausnir, til að gera sér lífið auðveldara og til að forðast áhrif náttúruaflanna.
Björk var spurð að því hvað hún ætti við með þessari setningu, af lesanda the Guardian sem kennir mannfræði. Svar hennar var:
... at the time I wrote it I was referring to my childhood and probably talking about how I felt more comfortable on my own walking outside singing and stuff than hanging out with humans ... I experienced harmony with kids, the mountains and the ocean surrounding Reykjavik and animals I guess but found grown ups rather chaotic and nonsensical. When I went into sixth form school I choose science, math and physics and thought psychology, anthropology, sociology and history and such was for sissies. A huge majority of Icelanders do the same thing. They call subjects in school about people "kjaftafog" which means nattersubjects. As I got older and became a grown up myself I have learned to appreciate nattersubjects and recently read many books for the first time about psychology and I guess my last album volta had a anthropology angle on it ... so I have learned a little about humans. Now I can keep up a conversation (still rubbish at small talk though) and through my experience probably understand them a little better ...
*Þýðingin er ekki orðrétt, en vonandi nær hún inntakinu.
14.10.2011 | 16:04
Rafræn lífást á tónum
Björk Guðmundsdóttir er stórmerkilegur tónlistamaður. Verk hennar eru alltaf hugvekjandi og fersk, og hún er sannarlega innblástur þeim sem upplifa skapandi kenndir og vilja finna þeim farveg.
Samkvæmt viðtekinni skilgreiningu merkir hugtakið lífást (Biophilia) að fólk hafi ást á lífinu. Nánar tiltekið að fólk þarfnist samneytis við lífverur og að upplifa náttúruna. Edward O. Wilson gaf árið 1984 út bók um hugtakið og sagði að biophilia fæli í sér "að menn leita eftir tengingum við aðrar lífverur eða náttúruna" ("the connections that human beings subconsciously seek with the rest of life"). Tilvitnanir í Wilson undirstrika þetta mjög vel:
Most children have a bug period, and I never grew out of mine.
Humanity is exalted not because we are so far above other living creatures, but because knowing them well elevates the very concept of life. (Biophilia, 1984, p. 22)
Í nútímasamfélagi hafa tengsl fólks og náttúru rofnað að miklu eða öllu leyti. Rétt tæpur helmingur nemenda minna í líffræði hafa verið viðstödd fæðingu dýrs (hvolps, kálfs, lambs...) og margir nútímamenn hafa aldrei út af malbiki stigið. David Suzuki lagði á það áherslu í erindi sínu í vor og haust, og í kvikmyndinni Force of Nature að menn væru að missa sambandið við náttúruna. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, því að náttúran hefur áhrif á okkur og við á hana. Skilningur á náttúrunni er lykillinn að því að verjast henni og að verja hana. Í þessu markmiði lagði E.O. Wilson nafn sitt við sérstakan Biophilugarð (E.O. Wilson biophilia center) þar sem amerísk börn fá að kynnast náttúrunni.
Tilraun Bjarkar felur í sér að blanda saman tækni og náttúrusýn, vefsíðan og apparötin hafa öll yfir sér náttúrulegan og líffræðilegan blæ. Það var sannarlega ekki tilviljun að Björk fékk David Attenborough til að lesa kynninguna fyrir Biophiliu. Myndbandið við hollow gæti allteins verið kennslumyndband í sameindaerfðafræði, þar sem áhorfandinn fylgir myndavél inn í iður frumunar og fylgist með hökti og skrölti ensímanna sem eftirmynda DNA (Drew Berry höfundur myndbandsins vann/vinnur hjá BBC).
Biophilia Bjarkar á að tvinna saman náttúru, tækni og tónlist. Náttúran hefur vissulega verið listamönnum viðfangsefni um töluverða tíð, hellamálverk, málverk af kúm og eplum og líkamspartalist síðustu aldar. Tónlist er hinsvegar sérstök, því hún er nær eingöngu bundin við mannfólk. Fuglar syngja vissulega, en þeir syngja sjaldan saman eða tileinka sér ný lög af sömu áfergju og við. Þessi sérkennilega ást og tónlistarþörf er líklega eitt af einkennum tegundar okkar. Oliver Sacks talar um tónást (Musicophilia) í þessu samhengi og lýsir í bók sinni bæði ótrúlegri tónlistarþörf og furðulegum tónlistarsjúkdómum. Bók Olivers er stórkostleg, vonandi get ég rætt hana frekar á þessari síðu þegar um hægist á síldarplaninu. Á meðan hlusta ég á lífástarveröld Bjarkar.
![]() |
Björk flytur Biophiliu í fyrsta sinn hérlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2011 | 17:28
Ávaxtafluga leitar að maka
22.9.2011 | 14:19
Vísindavaka – stefnumót við vísindamenn 23. september 2011
Vísindi og fræði | Breytt 17.10.2011 kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó