23.10.2011 | 17:16
Er hægt að vera bæði fræðari og sérfræðingur?
Vísindi síðustu áratuga ára, hafa einkennst af frekari sérhæfingu fræðasviða og viðfangsefna vísindamanna. Sannarlega eru til forvitnilegar undantekningar, þar sem eðlisfræðingar hlaupa yfir í líffræði, læknar í tölfræði og fuglafræðingar í felur. En á öld sérhæfingar, hvaða möguleika eiga sérfræðingar á því að verða fræðarar? Eðlilega stendur þessi spurning mér dálítið nærri, þar sem ég stunda rannsóknir dagvinnu og leitast við að fræða með pistlum mínum. Vandamálið er alls ekki nýtt af nálinni, eins og Steindór J. Erlingsson rekur í pistli á vísindavefnum stóð Julian Huxley í sömu sporum í upphafi síðustu aldar (Hver var Julian Huxley og hvert var hans framlag til líffræðinnar?). Pistillinn hefst svo:
Julian Huxley (1887-1975) er einn af þekktustu líffræðingum Breta á 20. öld. Kom hann víða við en er líklega kunnastur fyrir Evolution, Modern Synthesis (1942).
Fisher og Wright höfðu leyst gátuna um erfðafræði Mendels og þróunartilgátur Darwins, en sameinaða þróunarkenningin (the new synthesis) þarfnaðist frekari tenginga við almenna líffræði, steingervinga og grasafræði. Í bók sinni og alþýðlegum skrifum kynnti Julian samþættingu erfðafræði Mendels og þróunarfræði Darwins fyrir vísindamönnum og öðrum. Framlag hans til vísinda var hins vegar minna, eins og Steindór rekur:
Í sjálfsævisögu Hogbens getur hann þess að á meðan Huxley starfaði í Bandaríkjunum hafi hann haft einstakt tækifæri til þess að kynna sér það nýjasta sem var að gerast þar innan dýrarfræðinnar. Eftir fyrri heimsstyrjöldina kynnti hann þessar nýjungar, sem enn höfðu ekki haft nein áhrif á breska dýrafræði, í fyrirlestrum víða um Bretland. Hogben bendir hins vegar á að áhrif Huxleys á upprennandi kynslóð líffræðinga hafi á engan hátt endurspeglað nýmæli rannsókna hans. Þetta má glöggt sjá í þeirri staðreynd að á tímabilinu 19211925 átti Huxley í nokkrum erfiðleikum með að fá niðurstöður rannsókna sinna birtar.
Vinir hans voru vel meðvitaðir um þetta vandamál. Töldu þeir skýringuna liggja í endalausum ritstörfum og annarri vinnu sem beindi orku hans frá vísindarannsóknum, eins og Hogben komst að orði í bréfi árið 1922. Breski líffræðingurinn George P. Bidder (18631953) var ekkert að skafa utan af því í bréfi til Huxleys síðla sumars 1925 þegar hann bað Huxley í guðanna bænum að gera upp við sigHér komum við að kjarna málsins. Þó Huxley hafi verið ötull talsmaður nýju dýrafræðinnar í Bretlandi hlýddi hann ekki kalli samtímans um að kafa djúpt ofan í vel skilgreind rannsóknaverkefni. Það þarf því ekki að koma á óvart að alþýðleg skrif Huxleys og efasemdir um gæði rannsóknavinnu hans komu í tvígang á síðari hluta þriðja áratugarins í veg fyrir að hann næði kjöri í Konunglega félagið í London, virtasta breska vísindafélaginu. Huxley var loks kjörinn árið 1938.í hvaða grein líffræðinnar þú ert sérfræðingur. Enginn getur núorðið verið allsherjar sérfræðingur, nokkuð sem þykir svo víst að ef einhver reynir að kynna sig sem slíkan, mun fólk að ósekju telja hann ótraustan á öllum sviðum. Þú mátt ekki láta hugdettuna um að herma eftir afa þínum [T.H. Huxley] leiða þig af réttri braut; við ráðum yfir tíu sinni meiri líffræðilegri þekkingu nú en þá, ef til vill tuttugu sinnum.
Að mínu viti eru kosningar í félög og stjórnir bara eitt birtingarform framlags vísindamannsins. Starf að skipulagi, geta til framkvæmda, ritstjórn og stjórnarseta eru allt mikilvæg atriði í vísindastarfi, en allir vísindamenn vilja einnig uppgötva eitthvað verulega nýtt og spennandi. Til þess þarf maður eiginlega að vera sérfræðingur, jafnvel það mikill sérfræðingur að bara hinir 5 fluguvængjasérfræðingarnir eigi séns á að skilja hvað þú ert að fara.
Steindór J. Erlingsson. Hver var Julian Huxley og hvert var hans framlag til líffræðinnar?. Vísindavefurinn 27.9.2011. http://visindavefur.is/?id=60745. (Skoðað 23.10.2011).
Vísindi og fræði | Breytt 24.10.2011 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2011 | 12:10
Svar við hræðsluáróðri
Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að sérmerkja skuli allar matarafurðir sem unnar eru úr erfðabreyttum lífverum. Það finnst mér óþarfi, svona svipað og að merkja lambið eftir því hvort háls þess var skorinn af hægri eða vinstrihandar manni eða merkja kálplöntur eftir því hvort þær séu vökvaðar með plastslöngu eða stálúðara.
Einn andstæðingur erfðafbreyttra lífvera, Sandra B. Jónsson skrifaði grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni: Matvælaöryggi fórnað fyrir pólitík (7. okt. 2011) og sagði meðal annars:
Því síður getur ráðuneytið hafa vanmetið heilsufarsáhrif þess að fresta gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir fjórum mánuðum var ráðuneytið upplýst um ritrýndar niðurstöður nýrrar tímamóta heilsufarsrannsóknar við Sherbrooke-háskólasjúkrahúsið í Quebec í Kanada sem birtust í Journal of Reproductive Toxicology. Í rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Niðurstaða hennar var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum vegna þess að mæðurnar neyttu venjulegs kanadísks fæðis, en drjúgur hluti þess inniheldur ómerkt erfðabreytt matvæli. Erfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum eða sterkari rök fyrir merkingum erfðabreyttra matvæla.
Þessari staðhæfingu svaraði Jón Hallsteinn Hallson í Fréttablaði dagsins í dag (20. okt 2011) Hræðsluáróður gegn erfðabreyttum matvælum:
Þann 7. október sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Söndru B. Jónsdóttur þar sem hún skammar íslensk stjórnvöld fyrir seinagang við setningu reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Til að undirstrika mikilvægi reglugerðarinnar vísar Sandra í niðurstöður sem nýverið birtust í tímaritinu Reproductive Toxicology (1) en þar er fullyrt að mælst hafi próteinið Cry1Ab í blóði hjá hópi kvenna í Kanada. Framsetning Söndru á þeim niðurstöðum er með slíkum endemum að ekki verður orða bundist og langar mig að benda á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara.
Ég skora á fólk að lesa gagnrýni Jóns, og læt eitt dæmi úr grein hans duga hér:
Sandra telur að hér hafi verið á ferðinni tímamóta heilsufarsrannsókn. Hið rétta er að hér var ekki um að ræða heilsufarsrannsókn þar sem niðurstöður mælinga voru ekki tengdar við heilsufar þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni. Í greininni kemur aðeins fram að konurnar, sem sumar voru þungaðar, voru heilbrigðar við sýnatöku, að engin vandamál komu fram í fæðingu og að öll börnin voru af eðlilegri stærð. Hvernig Sandra kemst að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða heilsufarsrannsókn er mér hulin ráðgáta.
Mér þykir mikilvægt að benda á að Bt eitrið sem um ræðir er virkt gagnvart skordýrum sem herja á nytjaplöntur, eins og maís. Það hefur verið notað um áratuga skeið í hefðbundinni og lífrænni ræktun, og oft í mjög miklum mæli. Það er álitið hafa væg áhrif á hryggdýr, nema í stórum skömmtum. Með því að framleiða Bt-skordýraeitrið í plöntunni, þá þarf ekki lengur að nota jafn mikið af því og áður, og möguleg skaðleg áhrif þess á aðra náttúru væru mun minni en ella.
Ítarefni:
Bt Pesticide No Killer on Its Own, Overturning Orthodoxy
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
19.10.2011 | 10:46
Dauðar rósir rísa
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2011 | 13:32
Mikilvægi eggjastærðar fyrir fjölbreytileika hjá laxfiskum
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó