Leita í fréttum mbl.is

Vísindavaka – stefnumót við vísindamenn 23. september 2011

Úr tilkynningu:

Vísindavaka 2011 verður haldin föstudaginn 23. september 2011 í Háskólabíói. Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS, stendur fyrir Vísindavöku en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins. Evrópusambandið styrkir verkefnið, en Vísindavaka verður haldin samtímis í fjölmörgum borgum Evrópu. Sjá evrópska heimasíðu verkefnisins. 

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.

Föstudaginn 23. september kl. 17:00-22:00 í Háskólabíói

http://www.rannis.is/visindavaka/visindavaka/


Heyr heyr, lokum bakdyrunum

Það er ákaflega mikilvægt að fólk og þá sérstaklega nemendur átti sig á því hvernig mannkynið hefur öðlast skilning á veröldinni og efnisheiminum. Besta aðferðin til þess atarna er hin vísindalega aðferð, og hún hefur meðal annars sýnt okkur að besta skýringin á tilurð mannsins sé þróun vegna náttúrulegs vals.

Því miður er stór hópur kristinna og múslimskra öfgamanna sem telja sér skylt að boða sköpunarkenningu biblíunar meira eða minna útvatnaða.

Áróður og atgangur þessa hóps er kveikjan að ákalli 30 breskra vísindamanna, þar á meðal þriggja nóbelsverðlaunahafa, sem vilja láta banna kennslu sköpunarhugmynda í breskum skólum. Sköpunarsinnarnir senda helling af vísindalega útlítandi kennsluefni á skóla, heimsækja skóla og leitast eftir því að fá að ræða við nemendur (t.d. í trúarbragðatímum), og dæla út netgreinum og bloggfærslum með vísindalegu orðfæri ef ekki innihaldi.

Ég er fyllilega fylgjandi því að settur verði slagbrandur fyrir bakdyrnar, og lokað á sköpunarsinnana sama hvaða hempu þeir klæðast (þ.a.m. sjali vithönnunar).

Hef þetta ekki lengra núna, visa í umfjöllun Riazat Butt, hjá the Guardian um málið (sjá úrklippur hér að neðan). Afsakið að þetta fylgi hér óþýtt.

A group of 30 scientists have signed a statement saying it is "unacceptable" to teach creationism and intelligent design, whether it happens in science lessons or not. The statement claims two organisations, Truth in Science and Creation Ministries International are "touring the UK and presenting themselves as scientists and their creationist views as science".

"Creationism and intelligent design are not scientific theories, but they are portrayed as scientific theories by some religious fundamentalists who attempt to have their views promoted in publicly funded schools," the scientists say.

"There should be enforceable statutory guidance that they may not be presented as scientific theories in any publicly funded school of whatever type."

The scientists claim organisations such as Truth in Science are encouraging teachers to incorporate intelligent design into their science teaching.

"Truth in Science has sent free resources to all secondary heads of science and to school librarians around the country that seek to undermine the theory of evolution and have intelligent design ideas portrayed as credible scientific viewpoints. Speakers from Creation Ministries International are touring the UK, presenting themselves as scientists and their creationist views as science at a number of schools."

Free schools and academies were not obliged to teach the national curriculum and so were "under no obligation to teach evolution at all," it added.

Scientists demand tougher guidelines on teaching of creationism in schools

Leiðrétting:

Í fyrstu útgáfu pistils voru nokkrar skyssur í einni setningunni. Upphaflega stóð "Áróður og atgangur þessa hóps er kveikjan að ákalli 30 (ekki þriggja) breskra vísindamanna sem vilja láta banna sköpunarkenninguna í breskum skólum." 

Bestu þakkir til Vals Hafsteinssonar fyrir ábendinguna.


mbl.is Vilja banna sköpunarkenninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erindi: Saga rauðgrenis og Charcot fyrirlestur

Í hádeginu í dag (19 september 2011) verður fluttur fyrirlestur um rauðgreni. Thomas Källman, við Vist- og erfðafræðideild Uppsalaháskóla, heldur fyrirlestur mánudaginn 19. sept kl 12.30 í stofu 131 í Öskju. Disentangling the roles of history and local...

Dagur íslenskrar náttúru

Er frábær hugmynd sem varð að veruleika. Það er ákaflega viðeigandi að ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hljóti ein umhverfisverðlaun fyrir starf sitt. Hann hefur sýnt borgarbúum og landsmönnum öllum fegurð öræfa og skóga, baráttu dýra og mann við...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband