Leita í fréttum mbl.is

Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, stofnun og málþing

Næstkomandi föstudag 16. september 2011 verður haldið upp á dag íslenskrar náttúru í fyrsta skipti. Af því tilefni tekur ný stofnun til starfa, líf og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, og haldið verður málþing um stöðu og mikilvægi íslenskrar náttúru.

Stofnunin og málþingið fara fram í stofu 132, í Öskju náttúrufræðihúsi HÍ, og eru allir velkomnir.

14:00-14:30

Formleg stofnun Líf- og umhverfisvísindastofnunar

Fundarstjóri prófessor Gísli Már Gíslason prófessor.

Ávörp:

  • Ráðherra umhverfis- og menntamála.
  • Rektor mun segja stofnunina formlega tekna til starfa.
  • Forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.
  • Forseti Líf- og umhverfisvísindadeildar.

14:30 – 16:30

Málþing.  Íslensk náttúra og gildi hennar.

Erindi:

  1. Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor: Um verðmæti íslenskrar náttúru.
  2. Anna Dóra Sæþórsdóttir dósent:  Gildi náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist.
  3. Brynhildur Davíðsdóttir dósent:  Náttúra Íslands, hagsæld og lífsgæði.
  4. Formaður stjórnar segir frá hinni nýju stofnun og hlutverki hennar.
  5. Umræður.
Í kjölfarið verður veggspjaldasýning og tækifæri til að rabba.

Hin nýja stofnun verður vettvangur rannsókna starfsfólks við líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, sem inniheldur m.a. kennara í líffræði, ferðamálafræði og landfræði. Líffræðingarnir störfuðu undir merkjum líffræðistofnunar, einni af þessum litlu fjársveltu stofnunum sem virka aðallega sem regnhlífar utan um ákveðið starf en eiginleg umgjörð. Starfsfólk líffræðistofnunar gerði ágæta hluti, m.a. voru birt 75 rit í röðinni rit líffræðistofnunar (skýrslur og stakar rannsóknir), og einnig vann það að þjónusturannsóknum á lífríki landsins. Gamla vefsíða Líffræðistofnunar er enn aðgengileg - en er sannarlega komin til ára sinna. Viðbúið er að nú þurfi einhverjir sleðar að spinna vef fyrir Líf og umhverfisvísindadeild.

Fuglablik

Mér var bent á að Fuglavernd stendur fyrir ljósmyndasýningu í ráðhúsi Reykjavíkur (frá 9. til 29. september 2011). Tilkynning af vef Fuglaverndar:

Fuglablik - Ljósmyndasýning Fuglaverndar tileinkuð Hjálmari R. Bárðarsyni

Fuglavernd stendur nú fyrir annarri ljósmyndasýningu sinni.  Að þessu sinni er sýningin tileinkuð velunnara félagsins, Hjálmari R. Bárðarsyni, sem lést í mars 2009.  Hjálmar var brautryðjandi í fuglaljósmyndun og gaf út fyrstu stóru ljósmyndabókina um íslenska fugla árið 1986.  Hjálmar, ásamt Grétari Eiríkssyni, var af annarri kynslóð íslenskra fuglaljósmyndara en það var Björn Björnsson frá Norðfirði sem ruddi brautina.  Hjálmar var gríðarlega áhugasamur, iðinn, nákvæmur og listrænn í ljósmyndun sinni.  Myndir hans á sýningunni eru allar teknar á 6x6 cm filmu.

image002

Þegar stafræna byltingin varð á fyrstu árum aldarinnar fjölgaði mjög í hópi fuglaljósmyndara, eins og sést á því að þátttakendur í sýningunni eru 18, auk Hjálmars, þar á meðal margir af helstu myndasmiðum þjóðarinnar á sínu sviði.  Aldurinn spannar frá 14 ára til 87 ára.  Viðfangsefni þeirra eru ærið misjöfn en sammerkt með verkunum er aðdáun og virðing á íslenskri náttúru og íslenskum fuglum.  Í verkunum leika ljósmyndararnir sér að litum, ljósi og skugga, sýna fugla að leik og starfi, í aksjón eða kyrra, portrett eða sem hluta af náttúrunni.  Efnistökin eru jafn margbreytileg og ljósmyndararnir eru margir og býður sýningin uppá afar skemmtilega upplifun.

Sýningin opnar föstudaginn 9. september kl. 17:00 og stendur til 29. september. Sýningin er opin virka daga frá 8-19 en um helgar frá 12-18. 

Umhverfisráðuneytið styrkti sýninguna og Ljósmyndasafn Íslands (Þjóðminjasafnið) veitti góðfúslega aðgang að ljósmyndasafni Hjálmars.

Ég kíkti við á göngu um miðbæin nú um helgina og get vel mælt með sýningunni. Það er skemmtilegt að skoða myndir af fuglum í Ráðhúsinu og síðan lifandi fugla á tjörninni.

Í mér blundar sá draumur að setja upp ljósmyndavef fyrir íslenskar vísinda og náttúrulífsmyndir, en ekkert hefur orðið úr framkvæmdum enn. Þegar maður sækir ráðstefnur sér maður nefnilega oft ótrúlega flottar myndir, af iðandi maðkasúpu, DNA flókum á geli eða blómabreiðum í skugga jökla. Lífríkið er innblástur margra listamanna, eins og t.d. Bjarna Helgasyni sem hannaði boli með líffræðilegu ívafi.


Hvert stefnir Tyrkland?

Pistill þessi fjallar ekki um deilur Ísraels, Tyrklands og Palestínumanna. Tyrkland nútímavæddist snemma á síðustu öld þegar Ataturk leiddi frelsisbaráttu tyrkja og stofnaði nútímalegt lýðveldi ríki á rústum gamla Ottoman heimsveldisins. Aðferðir hans...

Gloppur í erfðamengi þess gula

Þorskurinn ( Gadus morhua ) sem stundum er kallaður sá guli er einn mikilvægasti nytjafiskur veraldar. Þorskveiðar hafa verið stundaðar um allt norðanvert Atlantshaf undangengnar aldir, með þeim afleiðingum að stofnarnir hafa látið á sjá. Frægast er að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband