13.9.2011 | 11:54
Fuglablik
Mér var bent á að Fuglavernd stendur fyrir ljósmyndasýningu í ráðhúsi Reykjavíkur (frá 9. til 29. september 2011). Tilkynning af vef Fuglaverndar:
Fuglablik - Ljósmyndasýning Fuglaverndar tileinkuð Hjálmari R. Bárðarsyni
Fuglavernd stendur nú fyrir annarri ljósmyndasýningu sinni. Að þessu sinni er sýningin tileinkuð velunnara félagsins, Hjálmari R. Bárðarsyni, sem lést í mars 2009. Hjálmar var brautryðjandi í fuglaljósmyndun og gaf út fyrstu stóru ljósmyndabókina um íslenska fugla árið 1986. Hjálmar, ásamt Grétari Eiríkssyni, var af annarri kynslóð íslenskra fuglaljósmyndara en það var Björn Björnsson frá Norðfirði sem ruddi brautina. Hjálmar var gríðarlega áhugasamur, iðinn, nákvæmur og listrænn í ljósmyndun sinni. Myndir hans á sýningunni eru allar teknar á 6x6 cm filmu.
Þegar stafræna byltingin varð á fyrstu árum aldarinnar fjölgaði mjög í hópi fuglaljósmyndara, eins og sést á því að þátttakendur í sýningunni eru 18, auk Hjálmars, þar á meðal margir af helstu myndasmiðum þjóðarinnar á sínu sviði. Aldurinn spannar frá 14 ára til 87 ára. Viðfangsefni þeirra eru ærið misjöfn en sammerkt með verkunum er aðdáun og virðing á íslenskri náttúru og íslenskum fuglum. Í verkunum leika ljósmyndararnir sér að litum, ljósi og skugga, sýna fugla að leik og starfi, í aksjón eða kyrra, portrett eða sem hluta af náttúrunni. Efnistökin eru jafn margbreytileg og ljósmyndararnir eru margir og býður sýningin uppá afar skemmtilega upplifun.
Sýningin opnar föstudaginn 9. september kl. 17:00 og stendur til 29. september. Sýningin er opin virka daga frá 8-19 en um helgar frá 12-18.
Umhverfisráðuneytið styrkti sýninguna og Ljósmyndasafn Íslands (Þjóðminjasafnið) veitti góðfúslega aðgang að ljósmyndasafni Hjálmars.
Ég kíkti við á göngu um miðbæin nú um helgina og get vel mælt með sýningunni. Það er skemmtilegt að skoða myndir af fuglum í Ráðhúsinu og síðan lifandi fugla á tjörninni.
Í mér blundar sá draumur að setja upp ljósmyndavef fyrir íslenskar vísinda og náttúrulífsmyndir, en ekkert hefur orðið úr framkvæmdum enn. Þegar maður sækir ráðstefnur sér maður nefnilega oft ótrúlega flottar myndir, af iðandi maðkasúpu, DNA flókum á geli eða blómabreiðum í skugga jökla. Lífríkið er innblástur margra listamanna, eins og t.d. Bjarna Helgasyni sem hannaði boli með líffræðilegu ívafi.
9.9.2011 | 12:38
Hvert stefnir Tyrkland?
Pistill þessi fjallar ekki um deilur Ísraels, Tyrklands og Palestínumanna.
Tyrkland nútímavæddist snemma á síðustu öld þegar Ataturk leiddi frelsisbaráttu tyrkja og stofnaði nútímalegt lýðveldi ríki á rústum gamla Ottoman heimsveldisins. Aðferðir hans voru all harkalegar, ofbeldi og ofsóknir, en markmiðið var að færa Tyrkland fram í timann. Hann setti upp lýðveldi með öflugt stjórnkerfi, laust við ívilnanir presta og aðalsmanna, iðnvæddi og menntaði þjóð sína. Hann klauf þjóðríkið frá Íslam, bannaði trúardómstóla sem byggðu á sharia lögum.
Þeir tyrkir sem ég kynntist í Bandaríkjunum (þegar ég var við nám í Norður Karólinu) voru allir trúir þessari sýn á Tyrkland. Landsmenn voru sannarlega múhameðstrúar, en þessir nemar sem við kynntumst voru fyrst of fremst stoltir Tyrkir sem vildu mennta sig og gera vel fyrir land sitt. Margir þeirra fengu styrki til náms erlendis, sem þeir urðu að endurgreiða með eins konar þegnskyldu vinnu. Læknar sem sóttu sérmenntun til Ameríku, urðu að vinna einhver ár á spítala í Tyrklandi (ellegar endurgreiða styrkinn að fullu).
Í stjórnartíð Erdogans og félaga í hinum íslamska AKP flokki (kosnir til valda árið 2002) virðist sem Tyrkland hafi sveigt af braut Ataturks. Það er ekki slæmt í sjálfu sér, því í Tyrklandi var herinn með of mikil ítök, en þeir hafa einnig lagt til atlögu við dómskerfið og menntakerfið.
Í Nature vikunnar er fjallað um tvær atlögur stjórnar Erdogans að vísindastarfi í Tyrklandi. Með tilskipun var rannsóknaráði Tyrklands (TÜBİTAK, the Scientific and Technological Research Council of Turkey) breytt á þann hátt að ítök stjórnmálamanna voru aukin (svipaðar breytingar voru gerðar á 10 öðrum ráðum og stofnunum sem eiga að vinna á vísindalegum grunni). Það segir sig sjálft að leppar skipaðir af stjórnmálamönnum eru tæplega færustu sérfræðingar á hverju sviði, og því viðbúið að fagleg vinnubrögð séu á undanhaldi.
Annað útspil var tilskipun um Tyrknesku vísindaakademíuna (Turkish Academy of Sciences TÜBA), sem er/var sjálfstætt ráð Tyrkneskra vísinda og tæknifélaga. Samkvæmt tilskipuninni færist TÜBA undir menntamálaráðaneyti Tyrklands, sem skipar þriðjung fulltrúa, þriðjungur er skipaður af Menntaráð Tyrklands (sem er hæl stjórnvalda og forsætisráðherrans) og þriðjungur eru "frjálsir" fulltrúar vísinda og tækni í Tyrklandi. Með þessu gerræðislega inngripi er hérmeð búið að svipta Tyrkneska vísindamenn sjálfstæðinu. Þetta væri svona svipað og ef Menntamálaráðaneytið tæki yfir KSÍ, Fuglavernd eða líffræðifélagið.
Því miður eru þessir atburðir ekki einsdæmi, stjórn Erdogans hefur hoggið niður sjálfstæðar vísindastofnanir og lamað rannsóknir í sameindalíffræði með fáranlega ströngum lögum um erfðabreyttar lífverur. Nú er skammt að bíða að íslömsku sköpunarsinnarnir banni rannsóknir á þróun, eða jafnvel náttúrulegt val á tyrkneskri grundu.
Ítarefni:
Editorial A very Turkish coup Nature 477, 131 (08 September 2011) doi:10.1038/477131a
Egypt: Doubts cast on Turkish claims for model democracy Robert Tait guardian.co.uk, Sunday 13 February 2011
![]() |
Vilja ekki svara Erdogan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.9.2011 | 15:45
Gloppur í erfðamengi þess gula
6.9.2011 | 13:06
Líffræðirannsóknir á Íslandi 2011
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó