Leita í fréttum mbl.is

Kynlífsráðgjöf Dr. Tatíönu

Hvert leitar öfugugginn ráða varðandi kynlíf sitt (eða skort á því)?DrTatiana_cover

Ef öfugugginn er höfrungur þá myndi hann leita til Dr. Tatíönu. Höfrungar eru nefnilega svakalega opnir fyrir kynferðislegum tilraunum, þeir hnoðast á flestum dýrum sjávar og visitera jafnt leggöng og blástursop (líklega ekki vel tennta kjafta samt) - sjá neðst.

Dr. Tatíana varð fræg með bókinni, Dr Tatiana's Sex Advice to All Creation. Þar svarar hún fyrirspurnum dýra um kynlíf og makaval, eins og:

Dear Dr Tatiana,

I'm a queen bee, and I'm worried. All my lovers leave their genitals inside me and then drop dead. Is this normal?

Dear Dr. Tatiana,

I'm a European praying mantis, and I've noticed I enjoy sex more if I bite my lovers' heads off first. . . .Do you find this too?

I Like 'Em Headless in London

Dear Dr. Tatiana, 

My name's Twiggy, and I'm a stick insect. . . .My mate and I have been copulating for 10 weeks already. I'm bored out of my skull, yet he shows no sign of flagging. . . .How can I get him to quit?

Sick of Sex in India

Dr. Tatiana var sköpuð af Oliviu Judson, líffræðingi og atferlisfræðingi. Hún svarar hverju dýrir fyrir sig, útskýrir t.d. að það er algerlega eðlilegt að karlbýflugur skilji betri partana sína eftir. Býflugur geyma sæði, og ef karlinn nær að frjóvga eina kvenflugu og "loka á eftir sér", þá getur hann feðrað heilt bú!

Svipað getur verið í gangi hjá Twiggy. Karlinn vill ekki losna af, til að vera viss um að hún hlaupi ekki til einhvers annars karls sem myndi þá feðra fleiri afkvæmi.

Í hverju kafla bókarinnar tekur ræðir hún þekkingu okkar á makavali, kynatferli, kynfærum og hjálpartækjum dýraríkisins. Hún skrifar stórkostlega léttan og aðgengilegan stíl, lýsingar hennar á bandormum sem kokgleypa karldýrin sín verða jafn notalegar og skemmtilegar og atlot Popppunktsmanna.

Að síðustu verð ég vitja höfrunganna aftur, hér er viðtal við Dr. Tatiana/Oliviu:

CURWOOD: What example in the animal world do you think humans can learn the most from?

DR. TATIANA: If you sort of say, "Well, what animal would it be most fun to be if sexual gratification were what you were after," I think I’d go for the dolphin. The Atlantic bottlenose dolphin has been recorded trying to have sex with sharks, turtles, seals, eels, and even the occasional human. I think that dolphins will be my vote for the most sexually liberated organism.

Aðrir pistlar um skrif Oliviu Judson:

Vongott skrímsli - skrímsli á von

Smitandi krabbamein

Vistkerfi í einum ananas


Kynbundin áhrif og óþekktir umhverfisþættir

Þegar ég vann hjá íslenskri erfðagreiningu þá fékk ég að taka þátt í rannsókn á gáttatifi (atrial fibrilation). Tölfræðingarnir (klárustu kallarnir í Decode) höfðu fundið tengsl ákveðins svæðis í erfðamenginu við sjúkdóminn. Svæðið var fjarri genum, og ég fékk þann starfa að athuga hvort þar leyndust mögulega stjórnraðir og hvort að stökkbreytingarnar sem sýndu fylgni við sjúkdóminn hefðu áhrif á slíkar stjórnsvæði (stjórnsvæði eru nauðsynleg til að kveikja, slökkva og stýra framleiðslu á afurðum gena). Genið sem í þessari rannsókn var bendlað við gáttatif, er einmitt tjáð í öðrum helmingi hjartans. Og þegar það er skaddað í músum, þá þroskast og virkar gangvirki hjartans ekki eðlilega.

Gáttatif er kannski flestum framandi sjúkdómur en það skiptir máli, því það ýtir undir líkurnar á heilablóðfalli. Læknar og tölfræðingar LSH og Hjartaverndar könnuðu breytingar á tíðni sjúkdómsins meðal íslendinga síðastliðin tuttugu ár. Í ljós kemur að hlutfall landsmanna (prevalance) sem er með gáttaflökt hefur aukist á tímabilinu, sérstaklega í konum. Úr grein Hrafnhildar og félaga:

The age-standardized prevalence increased per year by 1.8% (95% CI 1.3–2.3) in men and 2.3% (95% CI 1.7–2.9) in women from 1998 to 2008.

Höfundar greinarinnar áætla einnig hvernig staðan getur orðið ef aukningin verður stöðug næstu 39 árin. Tíðni gáttatifs mun þá fara úr 2% í 3.8%. Það er sannarlega aukning, en tæplega faraldur. Framreikningur (extrapolation) sem þessi er alltaf háður ákveðnum forsendum og skorðum (þó íþróttamenn hafi hlaupið 100 metrana á sífellt styttri tíma, munu þeir aldrei hlaupa þá á 0 sekúndum eða -1 sekúndu).

Hitt þykir mér forvitnilegra, hvaða þættir hafa valdið aukningu í tíðni gáttatifs. Þetta skýrist að hluta af stærri hlutfalli eldri borgara hérlendis, en einnig skipta þættir eins og offita og sykursýki af gerð 2 máli. Ég veit ekki hvort að þessi þættir plagi kvenfólk meira en karlmenn. Hins vegar eru líkur á því að breytingar á matarvenjum og mögulega lifnaðarháttum þjóðarinnar hafi átt hér hlut að máli. Einnig er mögulegt að stökkbreytingar sem nú ýta undir gáttatif hafi verið einkennalausar á fyrri öldum. Áhrif genanna velta nefnilega á samspili þeirra við umhverfið (Það þarf erfðamengi til).

Ítarefni:

Líkur á faraldri hjartasjúkdómsins gáttatifs

Trends in the incidence and prevalence of atrial fibrillation in Iceland and future projections Hrafnhildur Stefansdottir, Thor Aspelund, Vilmundur Gudnason, and David O. Arnar Europace (2011) eur132 first published online May 7, 2011 doi:10.1093/europace/eur132

Það þarf erfðamengi til


mbl.is Ný rannsókn spáir faraldri gáttatifs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nám í sameindalíffræði og lífefnafræði

Sameindalíffræðin er ein yngsta grein líffræðinnar. Hún fjallar um byggingu DNA, prótína og frumunnar og nýtist við rannsóknir á þroskun lífvera og sjúkdómum, vistfræði tegunda og rannsóknum á þróun. Einnig nýtast aðferðir hennar í sakamálum og til að...

Getur verið að Neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?

Í kaflanum um þróun mannsins í bókinn Arfleifð Darwins fjallaði ég aðeins um þessa spurningu. Samkvæmt þeim gögnum sem þá lágu fyrir voru engar vísbendingar um genaflæði og kynblöndun á milli okkar og neanderdalsmanna. Nýjar niðurstöður hafa kollvarpað...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband