6.6.2011 | 15:02
Háskóli unga fólksins og framhaldskóli gamla fólksins
Fyrir mér er lærdómur einstök forréttindi. Ef ég ynni ekki við kennslu eða rannsóknir, þá væri ég sílesandi og að gera tilraunir í matjurtargarðinum eða á gítarnum mínum. Það er dásamlegt að fá að vinna við rannsóknir og fræðimennsku, gera tilraunir, prófa tilgátur og kynnast rannsóknum annara. Það er einnig frábært að fá að kenna ungu forvitnu fólki, eins og B.S. nemum í líffræði, lífefnafræði, lífeindafræði og mannfræði. Og stundum fáum við yngra fólk í heimsókn, eins og í Háskóla unga fólksins.
Í fyrra var líffræðin með um að ræða opið hús, þar sem við settum upp nokkrar stöðvar og unga fólkið fékk að kynnast kröbbum og hornsílum, DNA og bakteríum. Það voru framhaldsnemar og starfsmenn við líf og umhverfisvísindadeild sem sáu um kennsluna, veiddu hornsílin og hjálpuðu við að einangra DNAið (Háskóli unga fólksins 2010).
Núna í ár skeyttst tvö námskeið saman í eitt (DNA, þróun og sjúkdómar, og Vistfræði Íslands).
Mynd af Pétri og Ásthildi að sýna nemendunum hvernig má einangra DNA úr lauk. Mynd úr Fréttablaðinu 7. júní 2011, höfundaréttur Fréttablaðið/GVA.
Hvað haldið þið að heildarlengd alls erfðaefnis í frumum líkama okkar sé?
- Vegalengdin frá Háskóla Íslands að Hörpu.
- Vegalengdin frá Reykjavík til Ísafjarðar.
- Vegalengdin til sólar og tilbaka 30 sinnum.
Réttasta svarið er 3, heildarlengd alls erfðaefnis í frumum líkama okkar er vegalengdin til sólar og tilbaka, 30 sinnum! Heimild með fleiri forvitnilegar stærðir.
Jafnvel gamla fólkið fer í skóla. Kennararnir þurfa líka að læra, eða í það minnsta rifja upp. Samtök líffræðikennara bjóða grunn og framhaldskólakennurum upp á námskeið í lífeðlisfræði um næstu helgi. Nokkur pláss laus.
Viðauki: Mynd skeytt inn í þriðjudaginn 7. júní. Svarið sett inn 10 júní.
![]() |
Ungir nema í Háskóla Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 10.6.2011 kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2011 | 13:37
DNA próf til að rekja uppruna
Eschericia coli er iðrabaktería sem alla jafna gerir okkur ekki mein. Hins vegar koma stundum upp stofnar sem fara þversum í mannskapinn og geta jafnvel leitt fólk til dauða. Það er líklegast að um sé að ræða stökkbreytt afbrigði E. coli, sem hafa jafnvel stolið getum frá öðrum gerlum.
Hægt er að greina erfðamengi baktería á nokkrum dögum (með einhverjum tilkostnaði). Síðan er hægt að bera erfðamengið saman við þekkta E. coli stofna, og skilgreina hvað gerir þennan meinvald svona ágengann.
Því næst liggur beint við að kanna uppruna meinvaldsins, sýkna spænsku gúrkuna og sakfella svínapylsuna ?!?!?
Það verður líklega alsiða í framtíðinni að í hvert skipti sem svona tilfelli kemur upp, verði bakterían raðgreind, og borin saman við þekkta stofna.
Viðbót 4. júní.
Mæli með umfjöllun the Guardian, sem útskýrir hvernig bakterían veldur þessu alvarlegu einkennum (höfundar Giles Tremlett and Alok Jha) E coli infections spread across globe (the Guardian 4. júní 2011)
og grein í BBCi: Outbreak is new form of E. coli.
![]() |
Kólígerlasýking kann að tengjast hátíð í Hamborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2011 | 10:30
Nóbelsverðlaun í líffræði
29.5.2011 | 16:17
Uppreisn og innræktun á Bounty
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó