16.5.2011 | 12:31
Við erum ekki skyggn
Fyrr á þessu ári birti Darryl Bern grein í virtu tímariti sem bentu til þess að fólk gæti spáð fyrir um framtíðina, að við værum skyggn, a.m.k. að einhverju leyti.
Stór dagblöð slógu þessu upp, NY Times, the Guardian og fleiri, vissulega með nokkrum varnöglum og gagnrýnni umræðu, en gerðu sér samt mat úr málinu.
Ég gagnrýndi þessa umfjöllun á grundvelli þeirrar kennisetningar að miklar staðhæfingar þurfa að byggja á víðfemum og óyggjandi gögnum en ekki lítilli rannsókn eins manns (Mér er ekki sama...):
Mér finnst samt eðlilegt að svona byltingakennd niðurstaða sé studd af frekari gögnum, en ekki bara rannsóknum eins manns. Það ætti að vera nægilega auðvelt að endurtaka tilraunirnar og sannreyna þær frekar. Það er mjög algengt að líffræðingar séu beðnir um að gera auka-tilraunir, eða endurtaka ákveðnar tilraunir ef yfirlesarar eru ekki sáttir.
Ben Goldacre á Bad science bendir á að nú hafi tilraun Berns verið endurtekin, og niðurstaðan sú að fólk hafi EKKI skygnigáfu. Þið verðið að lesa pistil hans I foresee that nobody will do anything about this problem. Inntakið er þetta:
Tímaritið (Journal of Personality and Social Psychology) sem birti grein Berns vill ekki birta þessa grein sem hrekur ályktanir hans, af því að þeir birti ekki endurtekningar á sömu rannsókn (jafnvel þótt að niðurstaðan sé önnur!).
Einnig er ólíklegt að stóru miðlarnir muni ræða þessa nýju rannsókn jafn ítarlega og þá fyrri.
Neikvæðar niðurstöður eru nefnilega ekki jafn spennandi og jákvæðar niðurstöður. Jafnvel þótt neikvæðar niðurstöður geti bjargað mannslífum og sparað pening, þykja þær ekki fréttamatur. Við erum forfallnir fíklar í jákvæðar niðurstöður og sæmilega "sennilegar" sögur (fyllist inn í eftir þörfum).
Eftirskrift: Ben Goldacre gaf út bókina Bad Science sem er hreinasta gersemi.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
14.5.2011 | 17:14
... um vísindi, trúarbrögð og Carl Sagan
Eftir að hafa lesið pistil Róberts Björnssonar og hlustað á hugvekju Carl Sagans um litla blá depilinn (jörðina Pale Blue Dot) sá ég (í athugasemdum og á stjörnufræðivefnum) að ekkja Carl sagans mun halda fyrirlestur hérlendis 26. maí næstkomandi. Hvet alla til að mæta, og hvetja aðra til að mæta...og svo koll af kolli. Af vef Siðmenntar:
Fimmtudaginn 26. maí flytur Ann Druyan fyrirlestur um vísindi, trúarbrögð og Carl Sagan. Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík (Bellatrix) og hefst klukkan 20:00. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Ann Druyan er bandarískur rithöfundur, fyrirlesari og framleiðandi sjónvarpsþátta. Hún hefur fjallað mikið um áhrif vísinda og tækni á siðmenningu okkar. Druyan skrifaði ásamt eiginmanni sínum heitnum, geimvísindamanninum og húmanistanum Carl Sagan handritið að Cosmos sjónvarpsþáttunum. Þessir þættir nutu mikilla vinsælda, unnu til fjölmargra verðlauna og voru sýndir í meira en 60 löndum.
Erindi hennar heitir At Home in the Cosmos
Ann Druyan kemur til Íslands á vegum Siðmenntar í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heldur fyrirlestur um togstreituna á milli vísinda og trúarbragða og þau áhrif sem Carl Sagan hafði á almenna þekkingu og umræðu um vísindi.
![]() |
Leita að lífi á öðrum hnöttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2011 | 15:20
Kreppa geðlæknisfræðinnar og svefnvandi þjóðar
12.5.2011 | 10:18
Vísindadagatalið: Thomas H. Morgan og ávaxtaflugan
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó