Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Galapagoseyjar: lífríki og hættur

Síðasti föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar þetta vorið verður fluttur af Hafdísi Hönnu Ægisdóttur plöntuvistfræðingi og forstöðumanni Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Fyrirlesturinn Galapagoseyjar: lífríki og hættur verður fluttur 13. maí 2011, í Öskju Náttúrufræðahúsi HÍ (stofu 131, kl. 12:30).
Hafdís Hanna Ægisdóttir mun fjalla um einstakt lífríki Galapagoseyja og þær hættur sem steðja að eyjunum. Galapagoseyjar er afskekktur eyjaklasi, staðsettur tæplega 1000 km undan strönd meginlands Suður-Ameríku. Eyjarnar voru gerðar að þjóðgarði árið 1959 og hafa verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 1978. Þrátt fyrir að eyjarnar séu einn best varðveitti eyjaklasi í heiminum, þá á lífríki eyjanna í vök að verjast, m.a. vegna ágengra tegunda og miklum fjölda ferðamanna. Í fyrirlestrinum mun Hafdís Hanna segja frá persónulegri reynslu sinni af eyjunum og velta upp þeirra spurningu hvort eyjarnar séu paradís í hættu.

hhae_mynd3.jpgLjósmyndasýning Hafdísar á slóðum Darwins stendur nú yfir í Öskju. Þar sýnir hún ljósmyndir af lífríki Galapagoseyja, sem hún tók á meðan hún stundaði rannsóknar þar árið 2007 (sjá meðfylgjandi mynd af sæljóni - copyright Hafdís H. Ægisdóttir).

Hafdís er einn ritstjóra bókarinnar Arfleifð Darwins, sem hið Íslenska bókmenntafélag gaf út á haustmánuðum 2010.

Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru öllum opnir með húsrúm leyfir og eru fluttir á íslensku (nema annað sé tekið fram). Dagskrá vorsins má sjá á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.


Nýliði á bleikjuslóð

Sem pjakkur fór ég oft með frændum mínum á Þingvöll til veiða. Það var hið mesta sport fyrir nýliða í veiðimennsku, fullt af smáfiski sem nartaði og beit. Ferðirnar á Þingvöll voru ákaflega skemmtilegar, en einhvernveginn náði veiðibakterían ekki fótfestu og ég lagði stöngina á hilluna á unglingsárum.

Síðan atvikaðist það fyrir nokkrum árum að samstarfsmenn mínir, líffræðingarnir Sigurður Snorrason og Zophonías O. Jónsson, stungu upp á rannsókn á erfðafræði bleikjunnar. Sigurður hefur rannsakað Þingvallableikjuna um árabil, ásamt Pétri M. Jónassyni og Skúla Skúlasyni, Hilmari Malmquist og fleira góðu fólki. Skólafélagi minn Bjarni K. Kristjánsson hafði fyrir nokkru hafið rannsóknir á dreifingu og vistfræði dvergbleikju á Íslandi. Saman tókst okkur að tvinna saman fjölþætt rannsóknarverkefni, með fjölbreytileika bleikjunar í forgrunni.

thingvallavatndwarfeggs2010.jpgVið lögðum upp með að finna erfðaþætti og þroskunarkerfi sem tengdust hinum mikla fjölbreytileika í útliti og stærð íslenskrar bleikju. Í Þingvallavatni má t.d. finna fjögur afbrigði af bleikju, dverg, kuðungableikju, sílableikju og hina goðsagnarkenndu murtu. Hrognum var safnað á vettvangi (sjá mynd), þau frjóvguð og alin upp á Hólum í Hjaltadal. Þar var ungviði murtu, dvergs og eldisbleikju safnað, á nokkrum þroskastigum, fyrir könnun á genatjáningu.

Ég viðurkenni auðmjúkur að ég er nýliði á bleikjuslóð, vistfræðingarnir eru sífellt að kenna mér eitthvað nýtt um fiskinn og búsvæði hans (t.d. um útlitseiginleika, hryggningarstöðvar og fæðuval). Einnig lærir maður helling af reyndum veiðimönnunum, í fjölskyldunni er t.d. einn þaulvanur Þingvallavatni sem einmitt kenndi manni að beita og kasta í denn.

Lífið fer sjaldnast í hring, en það er gaman að rifja upp fortíðina þegar tækifæri gefst.


mbl.is Bleikjustofnar gefa eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurkenningar til vísindamanna

Akkuru stundar fólk vísindi? Fyrst ber að nefna forvitni. Við erum hnýsnar skepnur, spyrjum fólk regulega út úr, njósnum um nágranna okkar, veltu við steinum og fetum framandi stigu bara til að svala forvitni okkar. Þekkingarleit vísindanna byggir á...

Glímir geðlæknisfræðin við hugmyndafræðilega kreppu?

Við höfum fylgt eftir skrifum Steindórs J. Erlingssonar um geðlæknisfræðina, bæði hérlendis og erlendis. Steindór er vaskur vísindasagnfræðingur en hefur um áratugabil tekist á við þunglyndi. Undanfarin ár hefur hann einhent sér í rannsóknir á uppruna...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband