Leita í fréttum mbl.is

Mannapar gera tilraunir á öpum

Við höfum mikinn áhuga á ættingjum okkar. Ættmæður nærast á fréttum af afkomendum sínum, fylgjast með þroska þeirra og viðgangi af miklum áhuga. Mannfólk hefur einnig áhuga á fjarskyldari ættingjum, eins og simpönsum, górillum og makakíöpum. Charles Darwin var einn þeirra fyrstu sem dró hliðstæður á milli atferlis mannapa og manna. Í dýragarðinum í Kaupmannahöfn er spegill á vegnum við hliðina á simpansabúrinu, þar sem við getum virt fyrir okkur tvær mannapategundir í einu. Í Brookfield dýragarðinum í Chicago er handaförum manns og górillu still upp hlið við hlið.

Vitanlega er töluverður munur á mönnum og mannöpum, öpum og apaköttum. Okkur verður tíðrætt um vitsmuni og áhaldanotkun, hendur og tvær fætur, nekt og samfélagsgerð. Einn eiginleiki kann að vera mannfólinu einstakur, það er samkennd (empathy). Við finnum til samkenndar með öðru fólki, ímynduðum persónum í bókum eða kvikmyndum og jafnvel þjáðum dýrum. Eins og Robert Sapolsky benti á, þá finnum við jafnvel til með kvöldu hrossi, jafnvel þótt það hafi verið fest á striga í túlkun Pablos Picasso (sjá mynd). Mest selda bókin á the Guardian þessa vikuna er Zero Degrees of Empathy: A new theory of human cruelty eftir Simon Baron-Cohen, sem fjallar um samkennd og hvað gerist þegar hana vantar.

guernica1.jpg

Flest okkar finnum til samkenndar með öpum, en við gerum samt tilraunir á þeim. Líffræðingar og læknar vita að apakettir og mannapar eru gagnleg tilraunadýr. Mýs og ávaxtaflugur eru ágæt til síns brúks, en líffræði þeirra er töluvert frábrugðin okkar. Það getur skipt megin máli þegar rannsaka á t.d. þroskun hjartans eða viðbrögð við sýkingu. Makakíapar voru t.d. lengi notaðir sem líkan fyrir HIV sýkingar, en þegar erfðamengi þeirra var raðgreint kom í ljós að þeir búa yfir fjölbreyttara ónæmiskerfi en við (og er því líklega óheppilegt líkan).

Vera má að lífeðlisfræði og næringarbúskapur makakíapa sé líkur okkar. Allavega vonar maður það, svo að kúrinn sem Mario, Hoopa Troopa og félagar voru settir á (Látnir apa eftir offitusjúklingum) skili niðurstöðum að gagni. Kevin Grove og félagar hafa rannsakað þessa apa í dálítin tíma og fengið nokkrar vísbendingar um neikvæð áhrif nútíma lífstíls. Þeir sáu meðal annars breytingar á blóðflæði í kringum legið, sem virðist leiða til hærri tíðni andvana fæddra unga. Greg Gibson leggur út frá svipaðri hugsun í bók sinni It takes a genome - þ.e. að við breytingar á umhverfi nútímamannsis hafi erfðamengi okkar lent í annarlegum aðstæðum og duldir genagallar komi í ljós (Það þarf erfðamengi til).

Við höfum vitanlega meðhöndlað dýr á margvíslega vegu, drepið flestar tegundir á jörðinni til átu eða sem skraut, alið hunda til þjónustu og húsdýr til átu. Í nafni vísindanna höfum við klætt rottur í nærbuxur, hlutað sundur froska og mýs, flutt frumur á milli salamandra, erfðabreytt músum, eitrað fyrir dýrum á marga vegu (í nafni eiturefnafræðinnar eða snyrtivöruframleiðslu). Stundum lenda lífverur í framandi aðstæðum, vegna aðstæðna sem við setjum þær í. Guðmundur Pálsson (Rás 2) segir m.a. í minningu um mannapann Karl sem dó fyrir nokkru:

Sjimpansinn Karl var frægur. Heimsfrægur jafnvel. Hann lék vitaskuld allskyns apakúnstir eins og sjimpansa er siður  en frægastur var hann fyrir þann ósið að reykja sígarettur. Fjöldi fólks, þúsundir manna á ári, heimsóttu  dýragarðinn í Blomfontein í Suður Afríku, gagngert til að bjóða Karli smók. Þá kveiktu gestir dýragarðsins í  sígarettum, fleygðu þeim til Karls og fylgdust með honum reykja hverja sígarettuna á fætur annarri.

Það er ekki grundvallarmunur á örlögum Maríós og Karls. Báðir eru frændur okkar, og við erum ábyrg á örlögum þeirra. Í einu tilfelli eru vísindamenn ábyrgir - og réttlæta gjörðir sínar með leit að þekkingunni, og sofna með góðri. Í hinu gerum við ekki neitt - borgum okkur inn í dýragarðinn, kaupum popp og sofnum með góða samvisku. Þótt samkenndin sé mikilvæg, er augljóst að hún er ekki algild. Því annars myndum við vafra um í sársauka, sem við myndum upplifa í gegnum samkennd með þjáningum og dauða allra þeirra lífvera sem byggja jörðina.

Ítarefni:

Af þessu tilefni mæli ég sérstaklega með pistlum Guðmundar Pálssonar um apa, Apaglöggir makakíapar, Minning um mannapa, og Ill meðferð á öpum.

Frias AE, o.fl. Maternal High-Fat Diet Disturbs Uteroplacental Hemodynamics and Increases the Frequency of Stillbirth in a Nonhuman Primate Model of Excess Nutrition. Endocrinology. 2011 Mar 29. [Epub ahead of print]

Það þarf erfðamengi til

 


mbl.is Látnir apa eftir offitusjúklingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifandi steingervingar

Steingervingafræðingar hafa veitt því eftirtekt að stundum finnast leifar áþekkra tegunda í mjög misgömlum jarðlögum. Í sumum tilfellum hafa tugmilljónir eða jafnvel hundrað milljónir ára liðið frá því að tegundin sást fyrst, og þar til hún hvarf úr steingervingasögunni. Í sumum tilfellum hverfa þessar tegundir ekki, heldur eiga sér lifandi fulltrúa á jörðinni í dag. Þetta eru lifandi steingervingar (living fossils), sem Ólafur Ingólfsson og Ingibjörg S. Jónsdóttir ræða í kafla sínum um sögu lífsins á jörðinni í Arfleifð Darwins.

Þekktustu dæmin um lifandi steingervinga eru bláfiskurinn (Latimeria) sem Örnólfur Thorlacius ritaði svo skemmtilega grein um í Náttúrufræðingnum um árið, musteristréð (Ginko biloba) og skeifukrabbar. Færri vita að vissir hákarlar eru nokkurn vegin eins í útliti og forfeður þeirra sem komu fyrst fram á sjónarsviðið fyrir u.þ.b. 450 milljónum ára. Árið 2007 var lýst myndum af hrúðhákarli* (frilled shark - Chlamydoselachus) sem venjulega finnst eingöngu í djúpsjó. Hákarlinn gætil talist fornfálegur en engu að síður nægilega góður til að lifa af í hundruði milljóna ára.

frillshark-big-1Myndin er af vef National Geographic, mæli með því að fólk fylgi tenglinum og skoði hinar myndirnar af dýrinu.

Þótt saga lífsins sé að miklu leyti saga breytinga, fjölbreytini og nýjunga, er samt viðbúið að einhverjar tegundir varðveitist á þennan hátt. Þótt útlit þeirra sé áþekkt eru mestar líkur á að genin hafi tekið miklum breytingum. Vera má að genin sem móta útlit hákarlsins starfi á ólíkan hátt í nútímanum og þau gerðu fyrir 300 milljónum ára. Einnig er góður möguleiki á að nútíma hrúðhákarlinn hafi misst einhver gen forfeðra sinna, og áskotnast ný á þessum langa tíma.

Ítarefni:

Ridley - Evolution: living fossils.

Örnólfur Thorlacius: Sagan af bláfiskinum - Náttúrufræðingurinn 1995, í gegnum tímarit.is.

Chlamydoselachus á Fishbase.org

Steingervingar og þróun lífs

*Hrúðhákarl er mín örvæntingafulla þýðing á frilled shark ef þið vitið um aðra betri deilið henni endilega.


mbl.is Fann 300 milljón ára gamalt bein í námu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífríki Íslands og leyndardómar frumunar

Í tilefni aldarafmæli HÍ stendur líf og umhverfisvísindadeild skólans fyrir nokkrum uppákomum. Í dag (12. apríl 2011) munu framhaldsnemar kynna rannsóknir sínar ásamt nemendum í jarðvísindum. Boðið verður upp á stutta fyrirlestra, nemendur koma með...

Hvað gera gen fyrir framhaldskólanema?

Eitt af verkefnum mínum sem háskólakennari í líf og umhverfisvísindadeild HÍ er að taka á móti gestum. Hópar og bekkir úr nokkrum framhaldskólum koma í heimsókn til okkar, fá að fræðast um rannsóknir í líffræði og sjá rannsóknarstofur og tæki. Einnig...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband