29.4.2011 | 10:15
Á slóðum Darwins í Öskju
Ljósmyndasýning Hafdísar Hönnu Ægisdóttur var sett upp í Öskju (náttúrufræðahúsi HÍ) fyrr í Apríl, og er hún hluti af afmælisdagskrá HÍ. Sýningin er í andyri hússins og er öllum opin að kostnaðarlausu.
Ljósmyndirnar á sýningunni "Á slóðum Darwins" eru af lífríki og landslagi Galapagoseyja. Myndinar tók líffræðingurinn Hafdís Hanna Ægisdóttir á fimm vikna rannsóknarferð um eyjurnar árið 2007.
Myndir Bjarni Helgason og Hafdís H. Ægisdóttir - copyright.
Hafdís tók ógrynni ljósmynda á eyjunum, úrval þeirra má sjá á sýningunni og fleiri að auki á myndasíðu hennar - http://www.flickr.com/photos/hafdishanna.
Bókin Arfleifð Darwins þróunarfræði, náttúra og menning er gefin út í tilefni þess að í fyrra voru 150 ár liðin frá útgáfu Uppruna tegundanna og 200 ár frá fæðingu Charles R. Darwin. Markmið bókarinnar er að kynna íslendingum þróunarkenninguna, sem varpar ljósi á flest líffræðileg fyrirbæri og hefur vægi í læknisfræði, jarðfræði og jafnvel tölvunarfræði.
Viðbót. Galapagoseyjar: lífríki og hættur
Hafdís mun halda opinn fyrirlestur í hádeginu 13. maí 2011, í stofu 131 í Öskju Náttúrufræðahúsi HÍ (kl. 12:30-13.10). Í fyrirlestrinum Galapagoseyjar: lífríki og hættur, tvinnar Hafdís saman þekkingu sína af vistfræði, líflandafræði og reynslu frá heimsókn sinni til eyjanna. Um er að ræða lokahnykk föstudagsfyrirlestra líffræðistofnunar.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2011 | 12:09
Brandari Keplers og moggans
Þessi "frétt" mbl.is er í raun lítið brot úr vísindasögunni. Kepler reiknaði út aldur alheimsins á þessum degi (28. apríl 15) og "fann út" að hann hefði myndast árið 4977 fyrir krists.
History channel birtir á hverjum degi samantekt um sögulega atburði, og 28. apríl tóku starfsmenn Huffington post upp á sína arma og birtu undir flokknum Saga (history). Starfsmenn mbl.is tóku pistil Huffington post og þýddu orð fyrir orð, en fylgdu ekki tengli af síðu Huffington post á greinina á vefsíðu History Channel. Þar kemur nefnilega fram að Kepler hafði rangt fyrir sér, reikningum hans skeikaði um u.þ.b. 13.700.000.000 ár.
Það er margsannað mál að mat Keplers á aldri alheimsins er rangt. Samt finnst mbl.is sérstök ástæða til þess að birta þessa SÖGU undir vísindum og tækni, án þess að leiðrétta þennan misskilning.
Það væri forvitnilegt að vita hversu margir starfsmenn mbl.is og Morgunblaðsins halda í raun og veru að alheimurinn hafi orðið til fyrir 6988 árum?
Leiðrétting: Í fyrri útgáfu pistils klikkaði ég á sama atriði og mbl.is, þ.e. að um var að ræða alheiminn (universe) ekki jörðina (earth). Kom það vel á gagnrýninn. Takk fyrir ábendinguna Tómas!
![]() |
6988 ára afmæli jarðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 29.4.2011 kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (224)
20.4.2011 | 15:46
Glansandi mynd...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2011 | 13:37
Erindi: Erfðatækni, ofurtölvur og hjartavernd
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó